UFC-bardagamaður snéri niður byssumann á veitingastað Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. mars 2022 14:00 Kevin Holland er ekkert lamb að leika sér við. Getty/Louis Grasse Kevin Holland er öflugur bardagamaður hjá UFC og kann ýmis brögð til að ná mönnum niður. Það kom sér mjög vel á dögunum þegar hann lenti í óvæntum aðstæðum. Holland sagði ESPN frá því að hann hefði snúið niður byssumann á veitingastað í Houston á mánudagskvöldið. Holland var að fá sér sushi með vini sínum Patrick Robinson þegar hann heyrði háan hvell og sá fólk hlaupa í burtu. Kevin Holland details how he was part of a group that assisted in apprehending an active shooter at a restaurant in Houston Monday night. (via @marc_raimondi) pic.twitter.com/c5Y47T8ooQ— ESPN MMA (@espnmma) March 16, 2022 Holland og Robinson sáu síðan að annar maður var reyna að ná byssunni af manninum sem skaut. Þeir komu til bjargar og náðu að halda manninum þar til að lögreglan kom á staðinn. Holland náði kyrkingartaki á manninum og átti byssubrjálæðingurinn enga möguleika eftir það. „Ég myndi ekki mæla með að næsti maður beiti þessu nema að þeir hafi hlotið góða þjálfun í þessu. Auk þess að berjast í búrinu þá æfi ég fyrst og fremst sjálfsvörn,“ sagði Kevin Holland við ESPN. UFC's Kevin Holland, friend take down gunman in Houston restaurant shooting; no injuries reported https://t.co/lcNi08PyFO— MMA Junkie (@MMAJunkie) March 15, 2022 „Fyrir mig var þetta besta leiðin til að verja sjálfan mig á þessari stundu. Auk þess þá er ég hrifinn af Leðurblökumanninum,“ sagði Holland léttur. Lögreglan staðfesti atburði kvöldsins en vildi ekki gefa upp hverjir væru vitni af því sem gerðist. Það kom líka fram að maðurinn hafði skotið úr byssunni upp í loftið en ekki að neinum gesti. Kevin Holland hefur unnið 22 af 30 bardögum sínum þar af þann síðasta á móti Alex Oliveira 5. mars síðastliðinn. Síðasti sigur Gunnars Nelson í búrinu kom einmitt gegn Oliveira í Kanada um jólin 2018. It appears Kevin Holland is becoming a real life superhero More on Holland's heroics https://t.co/mmvRboW1wX pic.twitter.com/wQli6Ca3fe— MMAFighting.com (@MMAFighting) March 15, 2022 MMA Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Sjá meira
Holland sagði ESPN frá því að hann hefði snúið niður byssumann á veitingastað í Houston á mánudagskvöldið. Holland var að fá sér sushi með vini sínum Patrick Robinson þegar hann heyrði háan hvell og sá fólk hlaupa í burtu. Kevin Holland details how he was part of a group that assisted in apprehending an active shooter at a restaurant in Houston Monday night. (via @marc_raimondi) pic.twitter.com/c5Y47T8ooQ— ESPN MMA (@espnmma) March 16, 2022 Holland og Robinson sáu síðan að annar maður var reyna að ná byssunni af manninum sem skaut. Þeir komu til bjargar og náðu að halda manninum þar til að lögreglan kom á staðinn. Holland náði kyrkingartaki á manninum og átti byssubrjálæðingurinn enga möguleika eftir það. „Ég myndi ekki mæla með að næsti maður beiti þessu nema að þeir hafi hlotið góða þjálfun í þessu. Auk þess að berjast í búrinu þá æfi ég fyrst og fremst sjálfsvörn,“ sagði Kevin Holland við ESPN. UFC's Kevin Holland, friend take down gunman in Houston restaurant shooting; no injuries reported https://t.co/lcNi08PyFO— MMA Junkie (@MMAJunkie) March 15, 2022 „Fyrir mig var þetta besta leiðin til að verja sjálfan mig á þessari stundu. Auk þess þá er ég hrifinn af Leðurblökumanninum,“ sagði Holland léttur. Lögreglan staðfesti atburði kvöldsins en vildi ekki gefa upp hverjir væru vitni af því sem gerðist. Það kom líka fram að maðurinn hafði skotið úr byssunni upp í loftið en ekki að neinum gesti. Kevin Holland hefur unnið 22 af 30 bardögum sínum þar af þann síðasta á móti Alex Oliveira 5. mars síðastliðinn. Síðasti sigur Gunnars Nelson í búrinu kom einmitt gegn Oliveira í Kanada um jólin 2018. It appears Kevin Holland is becoming a real life superhero More on Holland's heroics https://t.co/mmvRboW1wX pic.twitter.com/wQli6Ca3fe— MMAFighting.com (@MMAFighting) March 15, 2022
MMA Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Sjá meira