Katrín Tanja vildi ekki vera í liðinu hennar Anníe Mistar: Ekki rétti tíminn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. mars 2022 08:30 Katrín Tanja Davíðsdóttir skipti um þjálfara og breytti æfingum sínum. Hún ætlar sér enn meira en hún hefur afrekað á frábærum ferli sínum. Instagram/@katrintanja Katrín Tanja Davíðsdóttir og Anníe Mist Þórisdóttir eru bestu vinkonur en um leið hafa þær keppt á móti hvor annarri í mörg ár. Í ár gafst þeim tækifæri til að vinna saman í nýja liðinu hjá Anníe en Katrín Tanja var ekki tilbúin að stíga það skref á þessum tímapunkti. Katrín Tanja talaði um samband sitt og Anníe í viðtali við Morning Chalk Up sem og þá ákvörðun að halda áfram að keppa sem einstaklingur á heimsleikunum í CrossFit. Katrín er flutt heim til Íslands og farin að æfa með Anníe undir stjórn þjálfarans Jami Tikkanen hjá CrossFit Reykjavík. View this post on Instagram A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) „Við höfum talað um það svo lengi að vera saman í liði og það er lítill draumur hjá okkur að ná að gera það saman,“ sagði Katrín Tanja. „Við erum í raun eins og lið og höfum stutt hvora aðra lengi. Við erum bestu vinkonur og þá líka fyrir utan íþróttina. Hún er besta vinkona mín í öllum heiminum,“ sagði Katrín. „Okkur þykir mjög vænt um hvor aðra og ég vil alveg eins mikið að hún nái árangri eins og ég. Það er mjög sérstakt samband sem við höfum og við erum í mjög erfiðri íþrótt. Að hafa einhvern sem styður þig svona og er líka að ganga í gegnum það sama og þú. Það er mjög sérstakt og ég mun aldrei taka því sem sjálfsögðum hlut,“ sagði Katrín. „Við höfum alltaf sagt að það væri svo gaman að keppa saman í liði en ég er ekki tilbúin í að skipta yfir í liðakeppnina strax. Mér finnst ég geta bætt mig svo mikið. Ef ég skipti yfir í liðakeppnina núna þá myndi ég alltaf vera að velta því fyrir mér hvað ég gæti hafa afrekað,“ sagði Katrín. Auðvitað má ekki heldur líta framhjá því að Anníe er fjórum árum eldri en Katrín Tanja og hefur keppt á ellefu heimsleikum eða tveimur fleiri en Katrín. Katrín Tanja og Anníe Mist.Skjámynd/Youtube „Það er eitt af því sem gerir mig svo spennta að vinna með Jami. Hann er svo öðruvísi og er að taka á svo mörgum hlutum hjá mér. Ekki bara líkamlegum heldur lítil smáatriði. Hann er ótrúlega klár og horfir á alla hluti. Hann er með allt aðra nálgun en ég er vön sem gerir mig svo spennta fyrir því hvað við getum gert saman. Ég verð að komast að því,“ sagði Katrín. Anníe Mist keppir ekki í einstaklingskeppninni í ár en náði samt bestum árangri allra íslensku CrossFit kvennanna á The Open. Hér fyrir ofan má sjá þann hluta viðtalsins sem Katrín talar um sig og Anníe Mist. CrossFit Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Hart barist um að fylgja Íslandi á EM „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Gunnar tekur aftur við Haukum Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Sjá meira
Katrín Tanja talaði um samband sitt og Anníe í viðtali við Morning Chalk Up sem og þá ákvörðun að halda áfram að keppa sem einstaklingur á heimsleikunum í CrossFit. Katrín er flutt heim til Íslands og farin að æfa með Anníe undir stjórn þjálfarans Jami Tikkanen hjá CrossFit Reykjavík. View this post on Instagram A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) „Við höfum talað um það svo lengi að vera saman í liði og það er lítill draumur hjá okkur að ná að gera það saman,“ sagði Katrín Tanja. „Við erum í raun eins og lið og höfum stutt hvora aðra lengi. Við erum bestu vinkonur og þá líka fyrir utan íþróttina. Hún er besta vinkona mín í öllum heiminum,“ sagði Katrín. „Okkur þykir mjög vænt um hvor aðra og ég vil alveg eins mikið að hún nái árangri eins og ég. Það er mjög sérstakt samband sem við höfum og við erum í mjög erfiðri íþrótt. Að hafa einhvern sem styður þig svona og er líka að ganga í gegnum það sama og þú. Það er mjög sérstakt og ég mun aldrei taka því sem sjálfsögðum hlut,“ sagði Katrín. „Við höfum alltaf sagt að það væri svo gaman að keppa saman í liði en ég er ekki tilbúin í að skipta yfir í liðakeppnina strax. Mér finnst ég geta bætt mig svo mikið. Ef ég skipti yfir í liðakeppnina núna þá myndi ég alltaf vera að velta því fyrir mér hvað ég gæti hafa afrekað,“ sagði Katrín. Auðvitað má ekki heldur líta framhjá því að Anníe er fjórum árum eldri en Katrín Tanja og hefur keppt á ellefu heimsleikum eða tveimur fleiri en Katrín. Katrín Tanja og Anníe Mist.Skjámynd/Youtube „Það er eitt af því sem gerir mig svo spennta að vinna með Jami. Hann er svo öðruvísi og er að taka á svo mörgum hlutum hjá mér. Ekki bara líkamlegum heldur lítil smáatriði. Hann er ótrúlega klár og horfir á alla hluti. Hann er með allt aðra nálgun en ég er vön sem gerir mig svo spennta fyrir því hvað við getum gert saman. Ég verð að komast að því,“ sagði Katrín. Anníe Mist keppir ekki í einstaklingskeppninni í ár en náði samt bestum árangri allra íslensku CrossFit kvennanna á The Open. Hér fyrir ofan má sjá þann hluta viðtalsins sem Katrín talar um sig og Anníe Mist.
CrossFit Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Hart barist um að fylgja Íslandi á EM „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Gunnar tekur aftur við Haukum Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Sjá meira