„Við þroskuðumst bæði rosalega á þessu og öðluðumst nýja lífssýn“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 17. mars 2022 15:12 Þau Sóli og Viktoría voru viðmælendur í nýjasta þætti af hlaðvarpinu Betri helmingurinn með Ása. Betri helmingurinn Sóli og Viktoría höfðu aðeins verið saman í nokkra mánuði þegar alvara lífsins bankaði upp á. Þau segjast þó ekki taka lífinu of alvarlega og hafa þau tekist á við öll sín verkefni á einstakan hátt með jákvæðni, æðruleysi og húmor að vopni. Grínistinn Sóli Hólm er einn vinsælasti skemmtikraftur og eftirherma landsins. Hans betri helmingur, Viktoría Hermannsdóttir, er fjölmiðlakona og hefur starfað á RÚV undanfarin ár. Hún hefur meðal annars stýrt þáttunum Hvunndagshetjur sem nutu mikilla vinsælda. Þau Sóli og Viktoría voru gestir í 48. þætti af hlaðvarpinu Betri helmingurinn með Ása sem hóf göngu sína síðasta vor. Umsjónarmaður þáttanna er Ásgrímur Geir Logason. Hann fær til sín þjóðþekkta einstaklinga ásamt þeirra betri helming og ræðir um ástarsambandið, lífið og tilveruna. Trúir því að ömmur þeirra hafi leitt þau saman Í þættinum segja þau frá því hvernig þau kynntust árið 2016 á þeim tíma sem Sóli vann á RÚV. Viktoría var nýhætt sem ritstýra Helgarblaðs Fréttablaðsins og var á þessum tímapunkti ekki byrjuð á RÚV. „Ég féll fyrir atvinnulausri konu, sem sýnir okkur það að ég féll fyrir henni bara af mannkostunum. Ég var ekki að horfa í launin,“ segir Sóli í gríni. Hann segir Viktoríu hafa tekið fyrsta skrefið en bætir því þó við að hann hafi gengið á eftir henni með grasið í skónum. „Þetta byrjaði bara sem spjall á Facebook. Ég held að samband okkar hafi mótast svolítið þar til að byrja með. Þetta gerðist mjög hægt, þetta var löng fæðing. Ég trúi ekki mikið á yfirnáttúrulega hluti en síðar kom í ljós að ömmur okkar sem eru báðar látnar, þær voru æskuvinkonur. Í svona fallegustu pælingunum mínum þá vil ég meina að þær hafi svolítið leitt okkur saman,“ segir Sóli. Hittust fyrst í sundi Fyrsta stefnumótið var svo með óhefðbundnu sniði en þau ákváðu að hittast í sundi í Seltjarnarneslaug. Eftir það hittust þau svo nokkrum sinnum í sundi áður en Sóli bauð Viktoríu á rúntinn. Þau hlustuðu á Mannakorn og ætluðu því næst að fara á Kringlukránna þar sem Geirmundur Valtýsson var að spila. „En það kostaði inn og ég var ekki alveg að nenna að fara borga mig inn á ball þegar við ætluðum bara að setjast inn og spjalla, sem er reyndar mjög fyndið eftir á. Við hefðum allan daginn bara átt að borga okkur inn.“ Þrátt fyrir að hafa misst af Geirmundi varð þetta kvöld í september þeim þó eftirminnilegt þar sem þau áttu fyrsta kossinn. Nokkrum mánuðum síðar voru þau búin að kaupa sér hús saman. „Þetta var svo náttúrulegt. Þegar við ákváðum að kaupa hús þá leið mér aldrei eins og það væri eitthvað óeðlilegt. Ég hef aldrei hugsað að nú þurfum við aðeins að bremsa,“ segir Sóli. Klippa: Betri helmingurinn með Ása - Sóli Hólm og Viktoría Hermanns Öðluðust nýja lífssýn eftir krabbameinið Tveimur mánuðum eftir að þau fluttu inn saman greindist Sóli með krabbamein. „Það er svolítið óraunverulegt að þetta hafi gerst. Auðvitað gekk þetta allt rosalega vel. Það var auðvitað sjokk að fá krabbamein en svo tók bara við lyfjameðferð og allt sem þarf að gera. Það var aldrei neitt bakslag heldur gekk frekar bara betur en það átti að gera. Við þroskuðumst bæði rosalega mikið á þessu og öðluðumst nýja lífssýn.“ „Þó svo ég hafi ekki verið í lífshættu þá komst ég í meiri snertingu við dauðleikann og það er bara þroskandi. Ég var náttúrlega ótrúlega heppinn og því miður eru ekki allir svona heppnir sem greinast með krabbamein.“ Sóli ákvað að tala opinskátt um sín veikindi alveg frá upphafi. Hann tók sjálfur eftir því að lítið sem ekkert var um jákvæðar frásagnir af fólki sem hefur greinst með krabbamein. „Ég ákvað aldrei að vera jákvæður, ég bara varð það. Þess vegna get ég ekkert sagt fólki að vera jákvætt, ef þér líður illa þá bara líður þér illa. Jákvæðnin kom bara svolítið náttúrulega hjá mér og ég held hún sé bara svolítið í mínu eðli,“ segir Sóli. Viku og viku fyrirkomulag besta fyrirkomulagið Saman eiga þau Viktoría og Sóli tvö börn, en þau áttu bæði börn úr fyrri samböndum. Aðra hvora viku eru þau því sjö manna fjölskylda. „Um leið og maður er búinn að venjast því að vera ekki með börnunum sínum alltaf, þá er þetta viku og viku fyrirkomulag eiginlega bara besta fyrirkomulagið,“ segir Sóli. Sameining fjölskyldunnar gekk vel þó svo það hafi komið upp árekstrar á milli yngri barnanna. „Það er aldrei auðvelt að setja saman svona fjölskyldur en það þarf ekkert að vera neitt ógeðslega erfitt heldur. Það þarf ekkert að gera svona mikið mál úr þessu eins og sumir gera.“ Þá tala þau einnig um mikilvægi þess að foreldrar og stjúpforeldrar sýni hver öðrum virðingu. „Ég er ekki að reyna að vera mamma strákanna. Ég er til staðar fyrir þá en þeir eiga mömmu. Sóli er ekki að reyna vera pabbi hennar Birtu. Maður þarf bara að leyfa öllum að vera. Það fara svo margir í það að ætla vera fullkomin fjölskylda en það er ekkert þannig. Fjölskyldur eru bara alls konar,“ segir Viktoría. Viktoría og Sóli hafa verið saman síðan árið 2016. Misstu af fluginu frá París Í þættinum segja þau frá því þegar Sóli ákvað að bjóða Viktoríu í óvissuferð fyrir fjórum árum síðan. Þau fóru til Parísar og áttu sannkallað draumafrí. „Nema hvað að þegar við förum út á völl þá sjáum við flugrútu og förum af stað. Hún var svolítið hæg og ég var með allt inni í Maps og mér fannst þetta eitthvað skrítin leið sem hann var að fara,“ segir Sóli sem áttaði sig svo á því að rútan var alls ekki að fara á réttan flugvöll. Þarna áttuðu þau sig á því að þau væri að fara missa af fluginu sínu og myndu þurfa að kaupa sér nýja flugmiða heim. „Þarna í rútunni þar sem við erum á leiðinni á vitlausan flugvöll þá fæ ég bara skilaboð frá WOW Air hvort ég sé tilbúinn að lýsa einhverri hjólakeppni, Cyclothon og mæta klukkan sex um morguninn og hvað ég myndi taka fyrir það. Ég segi bara „heyrðu ég er til í að fá tvo flugmiða frá París til Íslands“. Þetta var æðisleg redding og við vorum bara eina aukanótt.“ Sóla fannst þó að hann þyrfti að bæta Viktoríu upp fyrir þetta klúður. Hann ákvað því að gera ferðina ennþá eftirminnilegri með því að biðja hennar. Hér að neðan má hlusta á viðtalið við þau Sóla og Viktoríu í heild sinni. Ástin og lífið Betri helmingurinn með Ása Tengdar fréttir Áskorun að þurfa að horfa á maka sinn njóta ásta með annarri manneskju Listafólkið Arnar Dan og Sigga Soffía urðu ástfangin á göngum Listaháskólans enda segir Arnar fátt meira heillandi en að sjá manneskju í essinu sínu. Sigga viðurkennir þó að það hafi reynst henni erfitt að þurfa horfa á Arnar nakinn í ástarsenu með annarri konu á nemendasýningu skólans. 10. mars 2022 21:01 Átti bókaðan tíma hjá Gumma daginn eftir að hann bauð henni á stefnumót Lína Birgitta og Gummi Kíró höfðu verið góðir félagar um nokkurt skeið áður en þau fóru að líta hvort annað rómantískum augum. Gummi ákvað eitt kvöldið að láta til skarar skríða og bjóða Línu á stefnumót. Það sem hann vissi ekki var að hún átti bókaðan tíma hjá honum á Kírópraktorstöðinni morguninn eftir og varð sá tími vægast sagt vandræðalegur fyrir þau bæði. 8. mars 2022 13:31 Ætti ekki að vera feimnismál að hjón leiti sér aðstoðar Þau Siggi og Lísa hafa verið saman í 45 ár og komist yfir hinar ýmsu hindranir í sinni sambandstíð. Þau segja að þar skipti gagnkvæmt traust og samskipti miklu máli. Þá segjast þau einnig hafa leitað sér aðstoðar fyrir mörgum árum og það hafi skilað miklum árangri. 24. febrúar 2022 21:00 „Hún vildi ekkert með mig hafa fyrst um sinn“ Tobba var aðeins fjórtán ára gömul þegar hún og Hreimur byrjuðu fyrst saman. Þrátt fyrir að hafa farið sundur og saman eins og gengur og gerist á unglingsárunum, eru þau gift í dag og lifa fjölskyldulífi í Norðlingaholtinu ásamt þremur börnum og einum Covid-hundi. 17. febrúar 2022 21:00 Mest lesið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Lífið „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Lífið Fleiri fréttir Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Sjá meira
Grínistinn Sóli Hólm er einn vinsælasti skemmtikraftur og eftirherma landsins. Hans betri helmingur, Viktoría Hermannsdóttir, er fjölmiðlakona og hefur starfað á RÚV undanfarin ár. Hún hefur meðal annars stýrt þáttunum Hvunndagshetjur sem nutu mikilla vinsælda. Þau Sóli og Viktoría voru gestir í 48. þætti af hlaðvarpinu Betri helmingurinn með Ása sem hóf göngu sína síðasta vor. Umsjónarmaður þáttanna er Ásgrímur Geir Logason. Hann fær til sín þjóðþekkta einstaklinga ásamt þeirra betri helming og ræðir um ástarsambandið, lífið og tilveruna. Trúir því að ömmur þeirra hafi leitt þau saman Í þættinum segja þau frá því hvernig þau kynntust árið 2016 á þeim tíma sem Sóli vann á RÚV. Viktoría var nýhætt sem ritstýra Helgarblaðs Fréttablaðsins og var á þessum tímapunkti ekki byrjuð á RÚV. „Ég féll fyrir atvinnulausri konu, sem sýnir okkur það að ég féll fyrir henni bara af mannkostunum. Ég var ekki að horfa í launin,“ segir Sóli í gríni. Hann segir Viktoríu hafa tekið fyrsta skrefið en bætir því þó við að hann hafi gengið á eftir henni með grasið í skónum. „Þetta byrjaði bara sem spjall á Facebook. Ég held að samband okkar hafi mótast svolítið þar til að byrja með. Þetta gerðist mjög hægt, þetta var löng fæðing. Ég trúi ekki mikið á yfirnáttúrulega hluti en síðar kom í ljós að ömmur okkar sem eru báðar látnar, þær voru æskuvinkonur. Í svona fallegustu pælingunum mínum þá vil ég meina að þær hafi svolítið leitt okkur saman,“ segir Sóli. Hittust fyrst í sundi Fyrsta stefnumótið var svo með óhefðbundnu sniði en þau ákváðu að hittast í sundi í Seltjarnarneslaug. Eftir það hittust þau svo nokkrum sinnum í sundi áður en Sóli bauð Viktoríu á rúntinn. Þau hlustuðu á Mannakorn og ætluðu því næst að fara á Kringlukránna þar sem Geirmundur Valtýsson var að spila. „En það kostaði inn og ég var ekki alveg að nenna að fara borga mig inn á ball þegar við ætluðum bara að setjast inn og spjalla, sem er reyndar mjög fyndið eftir á. Við hefðum allan daginn bara átt að borga okkur inn.“ Þrátt fyrir að hafa misst af Geirmundi varð þetta kvöld í september þeim þó eftirminnilegt þar sem þau áttu fyrsta kossinn. Nokkrum mánuðum síðar voru þau búin að kaupa sér hús saman. „Þetta var svo náttúrulegt. Þegar við ákváðum að kaupa hús þá leið mér aldrei eins og það væri eitthvað óeðlilegt. Ég hef aldrei hugsað að nú þurfum við aðeins að bremsa,“ segir Sóli. Klippa: Betri helmingurinn með Ása - Sóli Hólm og Viktoría Hermanns Öðluðust nýja lífssýn eftir krabbameinið Tveimur mánuðum eftir að þau fluttu inn saman greindist Sóli með krabbamein. „Það er svolítið óraunverulegt að þetta hafi gerst. Auðvitað gekk þetta allt rosalega vel. Það var auðvitað sjokk að fá krabbamein en svo tók bara við lyfjameðferð og allt sem þarf að gera. Það var aldrei neitt bakslag heldur gekk frekar bara betur en það átti að gera. Við þroskuðumst bæði rosalega mikið á þessu og öðluðumst nýja lífssýn.“ „Þó svo ég hafi ekki verið í lífshættu þá komst ég í meiri snertingu við dauðleikann og það er bara þroskandi. Ég var náttúrlega ótrúlega heppinn og því miður eru ekki allir svona heppnir sem greinast með krabbamein.“ Sóli ákvað að tala opinskátt um sín veikindi alveg frá upphafi. Hann tók sjálfur eftir því að lítið sem ekkert var um jákvæðar frásagnir af fólki sem hefur greinst með krabbamein. „Ég ákvað aldrei að vera jákvæður, ég bara varð það. Þess vegna get ég ekkert sagt fólki að vera jákvætt, ef þér líður illa þá bara líður þér illa. Jákvæðnin kom bara svolítið náttúrulega hjá mér og ég held hún sé bara svolítið í mínu eðli,“ segir Sóli. Viku og viku fyrirkomulag besta fyrirkomulagið Saman eiga þau Viktoría og Sóli tvö börn, en þau áttu bæði börn úr fyrri samböndum. Aðra hvora viku eru þau því sjö manna fjölskylda. „Um leið og maður er búinn að venjast því að vera ekki með börnunum sínum alltaf, þá er þetta viku og viku fyrirkomulag eiginlega bara besta fyrirkomulagið,“ segir Sóli. Sameining fjölskyldunnar gekk vel þó svo það hafi komið upp árekstrar á milli yngri barnanna. „Það er aldrei auðvelt að setja saman svona fjölskyldur en það þarf ekkert að vera neitt ógeðslega erfitt heldur. Það þarf ekkert að gera svona mikið mál úr þessu eins og sumir gera.“ Þá tala þau einnig um mikilvægi þess að foreldrar og stjúpforeldrar sýni hver öðrum virðingu. „Ég er ekki að reyna að vera mamma strákanna. Ég er til staðar fyrir þá en þeir eiga mömmu. Sóli er ekki að reyna vera pabbi hennar Birtu. Maður þarf bara að leyfa öllum að vera. Það fara svo margir í það að ætla vera fullkomin fjölskylda en það er ekkert þannig. Fjölskyldur eru bara alls konar,“ segir Viktoría. Viktoría og Sóli hafa verið saman síðan árið 2016. Misstu af fluginu frá París Í þættinum segja þau frá því þegar Sóli ákvað að bjóða Viktoríu í óvissuferð fyrir fjórum árum síðan. Þau fóru til Parísar og áttu sannkallað draumafrí. „Nema hvað að þegar við förum út á völl þá sjáum við flugrútu og förum af stað. Hún var svolítið hæg og ég var með allt inni í Maps og mér fannst þetta eitthvað skrítin leið sem hann var að fara,“ segir Sóli sem áttaði sig svo á því að rútan var alls ekki að fara á réttan flugvöll. Þarna áttuðu þau sig á því að þau væri að fara missa af fluginu sínu og myndu þurfa að kaupa sér nýja flugmiða heim. „Þarna í rútunni þar sem við erum á leiðinni á vitlausan flugvöll þá fæ ég bara skilaboð frá WOW Air hvort ég sé tilbúinn að lýsa einhverri hjólakeppni, Cyclothon og mæta klukkan sex um morguninn og hvað ég myndi taka fyrir það. Ég segi bara „heyrðu ég er til í að fá tvo flugmiða frá París til Íslands“. Þetta var æðisleg redding og við vorum bara eina aukanótt.“ Sóla fannst þó að hann þyrfti að bæta Viktoríu upp fyrir þetta klúður. Hann ákvað því að gera ferðina ennþá eftirminnilegri með því að biðja hennar. Hér að neðan má hlusta á viðtalið við þau Sóla og Viktoríu í heild sinni.
Ástin og lífið Betri helmingurinn með Ása Tengdar fréttir Áskorun að þurfa að horfa á maka sinn njóta ásta með annarri manneskju Listafólkið Arnar Dan og Sigga Soffía urðu ástfangin á göngum Listaháskólans enda segir Arnar fátt meira heillandi en að sjá manneskju í essinu sínu. Sigga viðurkennir þó að það hafi reynst henni erfitt að þurfa horfa á Arnar nakinn í ástarsenu með annarri konu á nemendasýningu skólans. 10. mars 2022 21:01 Átti bókaðan tíma hjá Gumma daginn eftir að hann bauð henni á stefnumót Lína Birgitta og Gummi Kíró höfðu verið góðir félagar um nokkurt skeið áður en þau fóru að líta hvort annað rómantískum augum. Gummi ákvað eitt kvöldið að láta til skarar skríða og bjóða Línu á stefnumót. Það sem hann vissi ekki var að hún átti bókaðan tíma hjá honum á Kírópraktorstöðinni morguninn eftir og varð sá tími vægast sagt vandræðalegur fyrir þau bæði. 8. mars 2022 13:31 Ætti ekki að vera feimnismál að hjón leiti sér aðstoðar Þau Siggi og Lísa hafa verið saman í 45 ár og komist yfir hinar ýmsu hindranir í sinni sambandstíð. Þau segja að þar skipti gagnkvæmt traust og samskipti miklu máli. Þá segjast þau einnig hafa leitað sér aðstoðar fyrir mörgum árum og það hafi skilað miklum árangri. 24. febrúar 2022 21:00 „Hún vildi ekkert með mig hafa fyrst um sinn“ Tobba var aðeins fjórtán ára gömul þegar hún og Hreimur byrjuðu fyrst saman. Þrátt fyrir að hafa farið sundur og saman eins og gengur og gerist á unglingsárunum, eru þau gift í dag og lifa fjölskyldulífi í Norðlingaholtinu ásamt þremur börnum og einum Covid-hundi. 17. febrúar 2022 21:00 Mest lesið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Lífið „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Lífið Fleiri fréttir Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Sjá meira
Áskorun að þurfa að horfa á maka sinn njóta ásta með annarri manneskju Listafólkið Arnar Dan og Sigga Soffía urðu ástfangin á göngum Listaháskólans enda segir Arnar fátt meira heillandi en að sjá manneskju í essinu sínu. Sigga viðurkennir þó að það hafi reynst henni erfitt að þurfa horfa á Arnar nakinn í ástarsenu með annarri konu á nemendasýningu skólans. 10. mars 2022 21:01
Átti bókaðan tíma hjá Gumma daginn eftir að hann bauð henni á stefnumót Lína Birgitta og Gummi Kíró höfðu verið góðir félagar um nokkurt skeið áður en þau fóru að líta hvort annað rómantískum augum. Gummi ákvað eitt kvöldið að láta til skarar skríða og bjóða Línu á stefnumót. Það sem hann vissi ekki var að hún átti bókaðan tíma hjá honum á Kírópraktorstöðinni morguninn eftir og varð sá tími vægast sagt vandræðalegur fyrir þau bæði. 8. mars 2022 13:31
Ætti ekki að vera feimnismál að hjón leiti sér aðstoðar Þau Siggi og Lísa hafa verið saman í 45 ár og komist yfir hinar ýmsu hindranir í sinni sambandstíð. Þau segja að þar skipti gagnkvæmt traust og samskipti miklu máli. Þá segjast þau einnig hafa leitað sér aðstoðar fyrir mörgum árum og það hafi skilað miklum árangri. 24. febrúar 2022 21:00
„Hún vildi ekkert með mig hafa fyrst um sinn“ Tobba var aðeins fjórtán ára gömul þegar hún og Hreimur byrjuðu fyrst saman. Þrátt fyrir að hafa farið sundur og saman eins og gengur og gerist á unglingsárunum, eru þau gift í dag og lifa fjölskyldulífi í Norðlingaholtinu ásamt þremur börnum og einum Covid-hundi. 17. febrúar 2022 21:00