Tónlist

Bríet gefur út lagið Flugdreki: „Lagið fjallar um að sleppa takinu“

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Bríet á tónleikum sínum í Hörpu í október á síðasta ári.
Bríet á tónleikum sínum í Hörpu í október á síðasta ári. Berglaug Petra

Á miðnætti gaf söngkonan Bríet út lagið Flugdreki. Þetta er fyrsta lag Bríetar á íslensku síðan hún gaf út margverðlaunuðu plötuna sína kveðja, Bríet.

Flugdreki er lag tengt ástinni sem er Bríeti hugleikin þegar kemur að texta- og lagasmíðum og kom þetta lag til hennar hægt og rólega yfir tvo daga þó svo versin í laginu kæmu strax í fyrstu tilraun. 

Hugmyndin kviknaði þegar Pálmi Ragnar Ásgeirsson sem vinnur tónlistina með Bríeti benti bara réttilega á að orðið Flugdreki væri „svo djöfull flott orð“ og þá fór boltinn að rúlla.

„Lagið fjallar um að sleppa takinu á flugdrekanum og leyfa honum að fljúga,“ segir Bríet.

Næstu framkomur hjá henni eru á Hlustendaverðlaunum sem eru núna haldin á laugardaginn með pompi og prakt og þar er hún einnig tilnefnd sem söngkona ársins, flytjandi ársins og fyrir lag ársins. 

Tónleikar söngkonunnar í Eldborg í október vöktu mikla athygli og í maí á þessu ári mun hún endurtaka leikinn. Tónleikarnir í Hörpu tónleikar eru tilnefndir sem tónlistarviðburður ársins á Íslensku Tónlistarverðlaununum og ásamt því er Bríet tilnefnd sem söngvari ársins og flytjandi ársins.

Lagið Flugdreki er komið á Spotify og má einnig heyra í spilaranum hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir

Bríet gerði áhorfendur agndofa í Hörpu

Söngkonan Bríet hélt tvenna tónleika í Eldborgarsal Hörpu á föstudag. Á tónleikunum sýndi þessi listakona enn og aftur hversu ótrúlega hæfileikarík og fjölhæf hún er. 

Þessir listamenn koma fram á Hlustendaverðlaununum 2022

Næstkomandi laugardagskvöld, 19. mars, fara Hlustendaverðlaunin fram með pomp og prakt. Úrvalslið íslenskra tónlistarmanna kemur fram á hátíðinni sem fer fram í Kolaportinu en rýmið mun skarta glænýju útliti þar sem öllu er tjaldað til. Hægt verður að fylgjast með hátíðinni í beinni útsendingu bæði á Stöð 2 og hér á Vísi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.