Michael Bolton, Jewel, Macy Gray og Sisqó meðal þeirra sem keppa í bandaríska Eurovision Elísabet Hanna skrifar 21. mars 2022 15:30 Kelly Clarkson og Snoop Dogg verða kynnar í nýrri bandarískri söngvakeppni, byggðri á Eurovision. Skjáskot/Instagram Bandaríska útgáfan af Eurovision fer af stað í dag og mun standa yfir í átta vikur undir nafninu Ameríska söngvakeppnin. Þar munu keppendur flytja frumsamin lög sem keppa um atkvæði þjóðarinnar og eru margar stjörnur búnar að taka að sér hlutverk flytjanda. Keppnin verður í átta vikur Í keppninni koma fram tónlistaratriði frá öllum fimmtíu ríkjunum, fimm bandarískum svæðum og höfuðborginni sjálfri. Viðburðurinn fer fram á átta vikum og verða allar útsendingarnar í beinni útsendingu. Að átta vikum loknum hefur einn sigurvegari verið valinn. View this post on Instagram A post shared by Kelly Clarkson (@kellyclarkson) Stjörnurnar keppa og kynna Líkt og Vísir hefur áður greint frá verða Kelly Clarkson og Snoop Dogg kynnar. Keppnin hefur takmarkað sig við sex einstaklinga á sviðinu líkt og í Eurovision keppninni sem við þekkjum í dag. Stjörnur á borð við Michael Bolton, Jewel, Macy Grey og Sisqó eru meðal þeirra sem hafa tekið að sér að flytja lag í keppninni. Sisqó er hvað þekktastur fyrir lagið Thong song sem var vinsælt um aldamótin. View this post on Instagram A post shared by Michael Bolton (@michaelboltonpics) Skipulag keppninnar Dómnefndin samanstendur af 56 einstaklingum úr tónlistarheiminum, einn frá hverju ríki eða svæði. Keppnin byrjar á því að fyrstu fimm vikurnar eru valin fjögur lög úr hverri keppni sem fara áfram í undanúrslitin. Dómararnir velja eitt lag sem kemst í undanúrslitin og síðan velja áhorfendur þrjú lög sem fara áfram. View this post on Instagram A post shared by Macy Gray (@macygray) Eftir að fimm fyrstu kvöldin hafa farið fram og undanúrslitin, sem skiptast upp í tvö kvöld, eru að byrja velja dómararnir einnig tvö lög sem fá uppreisn æru og fara áfram. Þá verða alls tuttugu og tvö atriði sem keppa í undanúrslitunum. Að þeim loknum hafa tíu atriði verið valin til þess að keppa á úrslitakvöldinu. View this post on Instagram A post shared by Jewel (@jewel) Tólf stig á úrslitakvöldinu Á úrslitakvöldinu sjálfu verða veitt tólf stig bæði frá dómnefndinni og áhorfendum en það er kerfi sem Eurovision aðdáendur kannast vel við. Stig verða gefin bæði gefin frá dómurum og áhorfendum. Að stigagjöf lokinni verður sigurvegarinn fyrir besta frumsamda lagið krýndur. Eurovision Tónlist Bandaríska söngvakeppnin Tengdar fréttir Snoop Dogg og Kelly Clarkson kynnar í bandarísku útgáfunni af Eurovision Bandaríkjamenn ætla að halda sína eigin útgáfu af Eurovision, Söngvakeppni Evrópskra sjónvarpsstöðva. Svo virðist sem keppnin muni einfaldlega einfaldlega heita American Song Contest. 14. febrúar 2022 14:41 Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Sjá meira
Keppnin verður í átta vikur Í keppninni koma fram tónlistaratriði frá öllum fimmtíu ríkjunum, fimm bandarískum svæðum og höfuðborginni sjálfri. Viðburðurinn fer fram á átta vikum og verða allar útsendingarnar í beinni útsendingu. Að átta vikum loknum hefur einn sigurvegari verið valinn. View this post on Instagram A post shared by Kelly Clarkson (@kellyclarkson) Stjörnurnar keppa og kynna Líkt og Vísir hefur áður greint frá verða Kelly Clarkson og Snoop Dogg kynnar. Keppnin hefur takmarkað sig við sex einstaklinga á sviðinu líkt og í Eurovision keppninni sem við þekkjum í dag. Stjörnur á borð við Michael Bolton, Jewel, Macy Grey og Sisqó eru meðal þeirra sem hafa tekið að sér að flytja lag í keppninni. Sisqó er hvað þekktastur fyrir lagið Thong song sem var vinsælt um aldamótin. View this post on Instagram A post shared by Michael Bolton (@michaelboltonpics) Skipulag keppninnar Dómnefndin samanstendur af 56 einstaklingum úr tónlistarheiminum, einn frá hverju ríki eða svæði. Keppnin byrjar á því að fyrstu fimm vikurnar eru valin fjögur lög úr hverri keppni sem fara áfram í undanúrslitin. Dómararnir velja eitt lag sem kemst í undanúrslitin og síðan velja áhorfendur þrjú lög sem fara áfram. View this post on Instagram A post shared by Macy Gray (@macygray) Eftir að fimm fyrstu kvöldin hafa farið fram og undanúrslitin, sem skiptast upp í tvö kvöld, eru að byrja velja dómararnir einnig tvö lög sem fá uppreisn æru og fara áfram. Þá verða alls tuttugu og tvö atriði sem keppa í undanúrslitunum. Að þeim loknum hafa tíu atriði verið valin til þess að keppa á úrslitakvöldinu. View this post on Instagram A post shared by Jewel (@jewel) Tólf stig á úrslitakvöldinu Á úrslitakvöldinu sjálfu verða veitt tólf stig bæði frá dómnefndinni og áhorfendum en það er kerfi sem Eurovision aðdáendur kannast vel við. Stig verða gefin bæði gefin frá dómurum og áhorfendum. Að stigagjöf lokinni verður sigurvegarinn fyrir besta frumsamda lagið krýndur.
Eurovision Tónlist Bandaríska söngvakeppnin Tengdar fréttir Snoop Dogg og Kelly Clarkson kynnar í bandarísku útgáfunni af Eurovision Bandaríkjamenn ætla að halda sína eigin útgáfu af Eurovision, Söngvakeppni Evrópskra sjónvarpsstöðva. Svo virðist sem keppnin muni einfaldlega einfaldlega heita American Song Contest. 14. febrúar 2022 14:41 Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Sjá meira
Snoop Dogg og Kelly Clarkson kynnar í bandarísku útgáfunni af Eurovision Bandaríkjamenn ætla að halda sína eigin útgáfu af Eurovision, Söngvakeppni Evrópskra sjónvarpsstöðva. Svo virðist sem keppnin muni einfaldlega einfaldlega heita American Song Contest. 14. febrúar 2022 14:41