Þetta kemur fram í svari við fyrirspurn Njáls Trausta Friðbertssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, sem birtist á vef Alþingis rétt í þessu.
Njáll Trausti beindi fyrirspurn sinni að heilbrigðisráðherra. Í svari við fyrirspurn þingmannsins kemur fram að heildarkostnaður ríkisins vegna sýnatöku vegna COVID-19 frá því að faraldurinn hófst hafi verið 11.402.028.951 íslenskar krónur, eða tæplega ellefu og hálfur milljarður.
Samantekið hefur kostnaður ríkisins vegna sýnatökupinna frá því að faraldurinn hófst verið 369 krónur fyrir hvert PCR-próf að meðaltali. Kostnaður fyrir hvert hraðpróf hefur verið 1.685 krónur að meðaltali fyrir hvert próf.
Þá hefur heildarkostnaður ríkisins vegna sýnatökupinna frá því að faraldurinn hófst verið 615.005.440 krónur fyrir PCR-próf annars vegar og 389.413.072 krónur fyrir hraðpróf hins vegar.