Útflutningssjóður íslenskrar tónlistar fær 40 milljón króna innspýtingu Steinar Fjeldsted skrifar 22. mars 2022 16:21 Útflutningssjóður íslenskrar tónlistar og ÚTÓN (Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar) kynna nýtt átaksverkefni þar sem íslenskt tónlistarfólk getur sótt sérstaklega um framleiðslu á kynningarefni í sjóðinn. Þetta kemur til viðbótar við ferða- og markaðsstyrki sem þegar er hægt að sækja í sjóðinn. Á dögunum tilkynnti Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra 40 milljón króna viðbótarframlag í Útflutningssjóð íslenskrar tónlistar. Þetta framlag kemur til vegna þeirra alvarlegu áhrifa sem heimsfaraldur kórónuveiru hefur haft á tónlistargeirann og þann samdrátt sem hefur átt sér stað á verðmætasköpun hans, sérstaklega fyrir þá aðila sem byggja tekjuöflun sína að mestu á viðburðahaldi. Umsóknir um ferðastyrk eru afgreiddar mánaðarlega eins og áður. Ákveðið hefur verið að hækka styrkina til að koma til móts við aukinn ferðakostnað. Ferðastyrkur fer úr 50.000 kr á einstakling upp í 75.000 kr fyrir ferðalög innan Evrópu og 100.000 á einstakling fyrir ferðalög utan Evrópu. Hvert verkefni getur fengið styrk fyrir að hámarki 8 manns í hvert skipti. Umsóknir um markaðsstyrk eru yfirleitt afgreiddar ársfjóðungslega en nú hefur verið bætt við tveimur auka-úthlutunum yfir árið og verða þær því alls sex yfir árið. Næsti umsóknarfrestur til að sækja um ferða- og markaðsstyrk er 1. apríl. Nú er hægt að sækja um styrk fyrir kynningarefni sem hluta af markaðsstyrkjum. „Við höfum lengi bent á að það þurfi að efla Útflutningssjóð íslenskrar tónlistar. Það er því einstaklega ánægjulegt að við skulum fá þetta aukaframlag í viðspyrnuaðgerðum ríkisstjórnarinnar. Við finnum að það er þörf á að efla markaðsefni og markaðssetningu núna þegar íslenskir tónlistarmenn komast aftur út í heim.” – Anna Hildur Hildibrandsdóttir, stjórnarformaður Útflutningssjóðs íslenskrar tónlistar. Sigtryggur Baldursson framkvæmdastjóri ÚTÓN segir ánægjulegt og mikilvægt að hægt sé að efla markaðssetningu á íslenskri tónlist nú þegar heimsfaraldri sé að ljúka. „Við höfum séð mikinn samdrátt í tekjum tónlistarmanna undanfarin tvö ár og því mikilvægt að við spyrnum við fótum núna bjóðum öflugan stuðning fyrir verkefni sem eru tilbúin í útflutning.” – Sigtryggur Baldursson, framkvæmdastjóri ÚTÓN. Stjórn útflutningssjóðs íslenskrar tónlistar og ÚTÓN bjóða íslensku tónlistarfólki og fagaðilum í tónlist á kynningarfund um átakið og um hlutverk og starfsemi sjóðsins í Húsi Máls og Menningar 24. febrúar klukkan 17:00. Skráning fer fram HÉR Uton.is Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is. Tónlist Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið
Á dögunum tilkynnti Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra 40 milljón króna viðbótarframlag í Útflutningssjóð íslenskrar tónlistar. Þetta framlag kemur til vegna þeirra alvarlegu áhrifa sem heimsfaraldur kórónuveiru hefur haft á tónlistargeirann og þann samdrátt sem hefur átt sér stað á verðmætasköpun hans, sérstaklega fyrir þá aðila sem byggja tekjuöflun sína að mestu á viðburðahaldi. Umsóknir um ferðastyrk eru afgreiddar mánaðarlega eins og áður. Ákveðið hefur verið að hækka styrkina til að koma til móts við aukinn ferðakostnað. Ferðastyrkur fer úr 50.000 kr á einstakling upp í 75.000 kr fyrir ferðalög innan Evrópu og 100.000 á einstakling fyrir ferðalög utan Evrópu. Hvert verkefni getur fengið styrk fyrir að hámarki 8 manns í hvert skipti. Umsóknir um markaðsstyrk eru yfirleitt afgreiddar ársfjóðungslega en nú hefur verið bætt við tveimur auka-úthlutunum yfir árið og verða þær því alls sex yfir árið. Næsti umsóknarfrestur til að sækja um ferða- og markaðsstyrk er 1. apríl. Nú er hægt að sækja um styrk fyrir kynningarefni sem hluta af markaðsstyrkjum. „Við höfum lengi bent á að það þurfi að efla Útflutningssjóð íslenskrar tónlistar. Það er því einstaklega ánægjulegt að við skulum fá þetta aukaframlag í viðspyrnuaðgerðum ríkisstjórnarinnar. Við finnum að það er þörf á að efla markaðsefni og markaðssetningu núna þegar íslenskir tónlistarmenn komast aftur út í heim.” – Anna Hildur Hildibrandsdóttir, stjórnarformaður Útflutningssjóðs íslenskrar tónlistar. Sigtryggur Baldursson framkvæmdastjóri ÚTÓN segir ánægjulegt og mikilvægt að hægt sé að efla markaðssetningu á íslenskri tónlist nú þegar heimsfaraldri sé að ljúka. „Við höfum séð mikinn samdrátt í tekjum tónlistarmanna undanfarin tvö ár og því mikilvægt að við spyrnum við fótum núna bjóðum öflugan stuðning fyrir verkefni sem eru tilbúin í útflutning.” – Sigtryggur Baldursson, framkvæmdastjóri ÚTÓN. Stjórn útflutningssjóðs íslenskrar tónlistar og ÚTÓN bjóða íslensku tónlistarfólki og fagaðilum í tónlist á kynningarfund um átakið og um hlutverk og starfsemi sjóðsins í Húsi Máls og Menningar 24. febrúar klukkan 17:00. Skráning fer fram HÉR Uton.is Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is.
Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is.
Tónlist Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið