Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fram tólfta og neðsta sæti Bestu deildar karla í sumar. Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir að venju fyrir um gengi liðanna í Bestu deild karla með árlegri spá sinni fyrir mótið. Keppni í deildinni hefst með leik Víkings og FH mánudaginn 18. apríl. Víkingar eiga titil að verja en þeir urðu Íslandsmeistarar í sjötta sinn í sögu félagsins í fyrra. Íþróttadeild spáir Fram 12. sæti Bestu deildarinnar í sumar og að liðið fari beint niður í Lengjudeildina. Eftir mörg mögur ár eftir fallið úr efstu deild 2014 hefur Fram verið á uppleið síðan Jón Þórir Sveinsson, hetja frá gullaldarárum félagsins, tók við því. Fram var hársbreidd frá því að fara upp 2020 og var með jafn mörg stig og Leiknir þegar tímabilið var blásið af vegna kórónuveirufaraldursins. Í fyrra var enginn, hvorki veiran né önnur lið, sem gat stöðvað Fram. Strákarnir hans Jóns fóru taplausir í gegnum Lengjudeildina, unnu átján leiki, gerðu fjögur jafntefli og settu stigamet. Það ætti því að vera meðbyr með Fram að koma upp í Bestu deildina eftir langa fjarveru, eftir að hafa rústað Lengjudeildinni og að hefja nýjan kafla á nýjum heimavelli félagsins í Grafarholtinu. En meðbyrinn virðist hafa breyst í mótvind. Leikmannahópur Fram hefur veikst frá síðasta tímabili og gengið í Lengjubikarnum var afleitt. Það er því hætt við að róðurinn verði þungur fyrir þá bláu á þeirra fyrsta tímabili meðal þeirra bestu í átta ár. Síðasta sumar í tölum Væntingarstuðullinn: Enduðu 1 sæti ofar en þeim var spáð (2. sæti) í spá fyrirliða og þjálfara fyrir fóbolta.net fyrir mót. - Sumarið 2021 eftir mánuðum: Apríl og maí: 100 prósent stiga í húsi í B-deild (12 af 12) Júní: 100 prósent stiga í húsi í B-deild (12 af 12) Júlí: 73 prósent stiga í húsi í B-deild (11 af 15) Ágúst: 89 prósent stiga í húsi í B-deild (16 af 18) September: 78 prósent stiga í húsi í B-deild (7 af 9) - Besti dagur: 19. ágúst Framarar tryggðu sér aftur sæti í efstu deild með 2-1 sigri á Selfossi í Safamýrinni. Versti dagur: Enginn Draumatímabil fyrir Framliðið sem tapaði ekki leik og slógu metin yfir flest stig og flesta sigra. - Tölfræðin Árangur: 1. sæti í B-deild (58 stig) Sóknarleikur: 1. sæti í B-deild (58 mörk skoruð) Varnarleikur: 1. sæti í B-deild (17 mörk fengin á sig) Árangur á heimavelli: 1. sæti í B-deild (29 stig) Árangur á útivelli: 1. sæti í B-deild (29 stig) Flestir sigurleikir í röð: 8 (6. maí til 27. júní) Flestir tapleikir í röð: Taplausir í deildinni allt sumarið Markahæsti leikmaður: Albert Hafsteinsson 9 Flestar stoðsendingar: Ekki til upplýsingar Þáttur í flestum mörkum: Ekki til upplýsingar Flest gul spjöld: Alex Freyr Elísson, Aron Þórður Albertsson og Indriði Áki Þorláksson 7 Liðið og lykilmenn Líklegt byrjunarlið Fram í sumar.vísir/hjalti Ólafur Íshólm Ólafsson, markmaður (f. 1995): Átti frábært tímabil á síðustu leiktíð líkt og nær allir leikmenn Fram. Spilaði 21 af 22 leikjum liðsins og fékk aðeins á sig fimmtán mörk. Féll með Fylki sumarið 2016 og verður hann að öllum líkindum í yfirvinnu við að koma í veg fyrir fall í annað sinn á ferlinum. Albert Hafsteinsson, miðjumaður (f. 1996): Eftir að hafa alið manninn á Akranesi og leikið með ÍA sem og 2. deildarliði Kára ákvað miðjumaðurinn að færa sig um set fyrir sumarið 2020. Hann fékk strax stórt hlutverk í liði Fram og hefur verið prímusmótor liðsins síðan þá. Var hann stór ástæða þess að liðið var einfaldlega ósigrandi síðasta sumar, ásamt því að stöðva sóknir andstæðinga þá skoraði hann níu mörk. Frederico Bello Saraiva, kantmaður (f. 1996): Er að fara inn í sitt fimmta tímabil með Fram og sitt fyrsta í efstu deild. Stórskemmtilegur og lunkinn leikmaður sem kemur frá Brasilíu, á það þó til að vera helst til latur að verjast, gæti það orðið hans banabiti í sumar. Skoraði átta mörk á síðustu leiktíð ásamt því að leggja upp slatta til viðbótar. Ólafur Íshólm Ólafsson, Albert Hafsteinsson og Fred Savaria ráða miklu um gengi Fram í sumar.hafliði breiðfjörð Fylgist með: Alex Freyr Elísson, bakvörður (f. 1997) Sókndjarfur bakvörður sem var orðaður við Íslands- og bikarmeistara Víkings í vetur. Var framar á vellinum á yngri árum en hefur fundið sig vel í bakverði. Verður áhugavert að sjá hvernig hann tæklar það að vera í liði sem mun eyða meiri tíma á eigin vallarhelmingi heldur en ella. Markaðurinn Breytingarnar á leikmannahópi Fram.vísir/hjalti Fram missti tvo lykilmenn úr bestu vörn Lengjudeildarinnar á síðustu leiktíð. Það segir sitt um hæfileika miðvarðarins snögga Kyle McLagan að hann skyldi enda hjá Íslands- og bikarmeisturum Víkings, og vinstri bakvörðurinn Haraldur Einar Ásgrímsson fór til FH. Framarar leituðu alla leið til Venesúela og virðast hafa fundið fínan arftaka fyrir Harald í stöðu vinstri bakvarðar, í hinum sókndjarfa Jesús Yendis. Ekki ríkir síður spenna fyrir danska framherjanum Jannik Pohl sem bættist í hópinn í lok mars. Pohl var fenginn til Groningen í Hollandi 2018 eftir að hafa verið að skora fyrir Álaborg í dönsku úrvalsdeildinni en meiðsli hafa truflað ferilinn síðustu ár. Haldist hann heill gæti hann bæst í hóp danskra markamaskína sem plumað hafa sig í íslensku deildinni. Framarar endurheimtu svo portúgalska miðjumanninn Tiago Fernandes frá Grindavík, sem skorað hefur sex mörk í 64 leikjum í næstefstu deild hér landi, en hefðu þurft að gera meira til að styrkja hóp sem spilaði í Lengjudeildinni á síðasta ári. Hversu langt er síðan að Fram .... ... varð Íslandsmeistari: 32 ár (1990) ... varð bikarmeistari: 9 ár (2013) ... endaði á topp þrjú: 14 ár (2008) ... féll úr deildinni: 8 ár (2014) ... átti markakóng deildarinnar: 15 ár (Jónas Grani Garðarsson 2007) ... átti besta leikmann deildarinnar: 35 ár (Pétur Ormslev 1987) ... átti efnilegasta leikmann deildarinnar: 32 ár (Steinar Guðgeirsson 1990) Að lokum ... Fram mætir KR í 1. umferð Bestu deildarinnar 20. apríl. Leikurinn fer fram á nýjum heimavelli Fram í Úlfarsárdal.hafliði breiðfjörð Fram virðist gjörsamlega hafa mistekist að nýta sér meðbyrinn og byggja ofan á góða vinnu síðustu ára. Eins og staðan er núna eru Framarar langslakasta lið Bestu deildarinnar og aðeins spurning hvaða lið fer niður með þeim. Leikmannahópurinn virðist ekki nógu sterkur til að standast bestu liðum landsins snúning og gengið í vetur gefur enga ástæðu til bjartsýni. En Jón hefur sýnt að hann er fær þjálfari sem nær vel til leikmannahóps Fram og það gæti reynst dýrmætt í sumar. Ljóst er að leikmenn Fram verða að snúa bökum saman og nýta hrakspár sem hvatningu, ekki ósvipað og Leiknir gerði á síðasta tímabili. Besta deildin er á Stöð 2 Sport en nýtt keppnistímabil hefst 18. apríl. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild karla Fram Reykjavík Tengdar fréttir Besta-spáin 2022: Mátaðir eftir valdataflið Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Keflavík 11. sæti Bestu deildar karla í sumar. 5. apríl 2022 10:01 Besta-spáin 2022: Hemmi stígur enn einn dans við falldrauginn Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍBV 10. sæti sæti Bestu deildar karla í sumar. 6. apríl 2022 10:00 Besta-spáin 2022: Lífið eftir Sævar og Smit Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Leikni 9. sæti Bestu deildar karla í sumar. 7. apríl 2022 10:01 Besta-spáin 2022: Ætlar að hífa Skagamenn ofar í draumastarfinu Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍA 8. sæti Bestu deildar karla í sumar. 8. apríl 2022 10:01 Mest lesið Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki Körfubolti Í beinni: Aston Villa - Man. City | Lýkur eymd meistaranna? Enski boltinn „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Enski boltinn Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Handbolti Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Enski boltinn Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Handbolti „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Fótbolti „Þetta er bara byrjunin hjá mér“ Sport
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir að venju fyrir um gengi liðanna í Bestu deild karla með árlegri spá sinni fyrir mótið. Keppni í deildinni hefst með leik Víkings og FH mánudaginn 18. apríl. Víkingar eiga titil að verja en þeir urðu Íslandsmeistarar í sjötta sinn í sögu félagsins í fyrra. Íþróttadeild spáir Fram 12. sæti Bestu deildarinnar í sumar og að liðið fari beint niður í Lengjudeildina. Eftir mörg mögur ár eftir fallið úr efstu deild 2014 hefur Fram verið á uppleið síðan Jón Þórir Sveinsson, hetja frá gullaldarárum félagsins, tók við því. Fram var hársbreidd frá því að fara upp 2020 og var með jafn mörg stig og Leiknir þegar tímabilið var blásið af vegna kórónuveirufaraldursins. Í fyrra var enginn, hvorki veiran né önnur lið, sem gat stöðvað Fram. Strákarnir hans Jóns fóru taplausir í gegnum Lengjudeildina, unnu átján leiki, gerðu fjögur jafntefli og settu stigamet. Það ætti því að vera meðbyr með Fram að koma upp í Bestu deildina eftir langa fjarveru, eftir að hafa rústað Lengjudeildinni og að hefja nýjan kafla á nýjum heimavelli félagsins í Grafarholtinu. En meðbyrinn virðist hafa breyst í mótvind. Leikmannahópur Fram hefur veikst frá síðasta tímabili og gengið í Lengjubikarnum var afleitt. Það er því hætt við að róðurinn verði þungur fyrir þá bláu á þeirra fyrsta tímabili meðal þeirra bestu í átta ár. Síðasta sumar í tölum Væntingarstuðullinn: Enduðu 1 sæti ofar en þeim var spáð (2. sæti) í spá fyrirliða og þjálfara fyrir fóbolta.net fyrir mót. - Sumarið 2021 eftir mánuðum: Apríl og maí: 100 prósent stiga í húsi í B-deild (12 af 12) Júní: 100 prósent stiga í húsi í B-deild (12 af 12) Júlí: 73 prósent stiga í húsi í B-deild (11 af 15) Ágúst: 89 prósent stiga í húsi í B-deild (16 af 18) September: 78 prósent stiga í húsi í B-deild (7 af 9) - Besti dagur: 19. ágúst Framarar tryggðu sér aftur sæti í efstu deild með 2-1 sigri á Selfossi í Safamýrinni. Versti dagur: Enginn Draumatímabil fyrir Framliðið sem tapaði ekki leik og slógu metin yfir flest stig og flesta sigra. - Tölfræðin Árangur: 1. sæti í B-deild (58 stig) Sóknarleikur: 1. sæti í B-deild (58 mörk skoruð) Varnarleikur: 1. sæti í B-deild (17 mörk fengin á sig) Árangur á heimavelli: 1. sæti í B-deild (29 stig) Árangur á útivelli: 1. sæti í B-deild (29 stig) Flestir sigurleikir í röð: 8 (6. maí til 27. júní) Flestir tapleikir í röð: Taplausir í deildinni allt sumarið Markahæsti leikmaður: Albert Hafsteinsson 9 Flestar stoðsendingar: Ekki til upplýsingar Þáttur í flestum mörkum: Ekki til upplýsingar Flest gul spjöld: Alex Freyr Elísson, Aron Þórður Albertsson og Indriði Áki Þorláksson 7 Liðið og lykilmenn Líklegt byrjunarlið Fram í sumar.vísir/hjalti Ólafur Íshólm Ólafsson, markmaður (f. 1995): Átti frábært tímabil á síðustu leiktíð líkt og nær allir leikmenn Fram. Spilaði 21 af 22 leikjum liðsins og fékk aðeins á sig fimmtán mörk. Féll með Fylki sumarið 2016 og verður hann að öllum líkindum í yfirvinnu við að koma í veg fyrir fall í annað sinn á ferlinum. Albert Hafsteinsson, miðjumaður (f. 1996): Eftir að hafa alið manninn á Akranesi og leikið með ÍA sem og 2. deildarliði Kára ákvað miðjumaðurinn að færa sig um set fyrir sumarið 2020. Hann fékk strax stórt hlutverk í liði Fram og hefur verið prímusmótor liðsins síðan þá. Var hann stór ástæða þess að liðið var einfaldlega ósigrandi síðasta sumar, ásamt því að stöðva sóknir andstæðinga þá skoraði hann níu mörk. Frederico Bello Saraiva, kantmaður (f. 1996): Er að fara inn í sitt fimmta tímabil með Fram og sitt fyrsta í efstu deild. Stórskemmtilegur og lunkinn leikmaður sem kemur frá Brasilíu, á það þó til að vera helst til latur að verjast, gæti það orðið hans banabiti í sumar. Skoraði átta mörk á síðustu leiktíð ásamt því að leggja upp slatta til viðbótar. Ólafur Íshólm Ólafsson, Albert Hafsteinsson og Fred Savaria ráða miklu um gengi Fram í sumar.hafliði breiðfjörð Fylgist með: Alex Freyr Elísson, bakvörður (f. 1997) Sókndjarfur bakvörður sem var orðaður við Íslands- og bikarmeistara Víkings í vetur. Var framar á vellinum á yngri árum en hefur fundið sig vel í bakverði. Verður áhugavert að sjá hvernig hann tæklar það að vera í liði sem mun eyða meiri tíma á eigin vallarhelmingi heldur en ella. Markaðurinn Breytingarnar á leikmannahópi Fram.vísir/hjalti Fram missti tvo lykilmenn úr bestu vörn Lengjudeildarinnar á síðustu leiktíð. Það segir sitt um hæfileika miðvarðarins snögga Kyle McLagan að hann skyldi enda hjá Íslands- og bikarmeisturum Víkings, og vinstri bakvörðurinn Haraldur Einar Ásgrímsson fór til FH. Framarar leituðu alla leið til Venesúela og virðast hafa fundið fínan arftaka fyrir Harald í stöðu vinstri bakvarðar, í hinum sókndjarfa Jesús Yendis. Ekki ríkir síður spenna fyrir danska framherjanum Jannik Pohl sem bættist í hópinn í lok mars. Pohl var fenginn til Groningen í Hollandi 2018 eftir að hafa verið að skora fyrir Álaborg í dönsku úrvalsdeildinni en meiðsli hafa truflað ferilinn síðustu ár. Haldist hann heill gæti hann bæst í hóp danskra markamaskína sem plumað hafa sig í íslensku deildinni. Framarar endurheimtu svo portúgalska miðjumanninn Tiago Fernandes frá Grindavík, sem skorað hefur sex mörk í 64 leikjum í næstefstu deild hér landi, en hefðu þurft að gera meira til að styrkja hóp sem spilaði í Lengjudeildinni á síðasta ári. Hversu langt er síðan að Fram .... ... varð Íslandsmeistari: 32 ár (1990) ... varð bikarmeistari: 9 ár (2013) ... endaði á topp þrjú: 14 ár (2008) ... féll úr deildinni: 8 ár (2014) ... átti markakóng deildarinnar: 15 ár (Jónas Grani Garðarsson 2007) ... átti besta leikmann deildarinnar: 35 ár (Pétur Ormslev 1987) ... átti efnilegasta leikmann deildarinnar: 32 ár (Steinar Guðgeirsson 1990) Að lokum ... Fram mætir KR í 1. umferð Bestu deildarinnar 20. apríl. Leikurinn fer fram á nýjum heimavelli Fram í Úlfarsárdal.hafliði breiðfjörð Fram virðist gjörsamlega hafa mistekist að nýta sér meðbyrinn og byggja ofan á góða vinnu síðustu ára. Eins og staðan er núna eru Framarar langslakasta lið Bestu deildarinnar og aðeins spurning hvaða lið fer niður með þeim. Leikmannahópurinn virðist ekki nógu sterkur til að standast bestu liðum landsins snúning og gengið í vetur gefur enga ástæðu til bjartsýni. En Jón hefur sýnt að hann er fær þjálfari sem nær vel til leikmannahóps Fram og það gæti reynst dýrmætt í sumar. Ljóst er að leikmenn Fram verða að snúa bökum saman og nýta hrakspár sem hvatningu, ekki ósvipað og Leiknir gerði á síðasta tímabili. Besta deildin er á Stöð 2 Sport en nýtt keppnistímabil hefst 18. apríl. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Væntingarstuðullinn: Enduðu 1 sæti ofar en þeim var spáð (2. sæti) í spá fyrirliða og þjálfara fyrir fóbolta.net fyrir mót. - Sumarið 2021 eftir mánuðum: Apríl og maí: 100 prósent stiga í húsi í B-deild (12 af 12) Júní: 100 prósent stiga í húsi í B-deild (12 af 12) Júlí: 73 prósent stiga í húsi í B-deild (11 af 15) Ágúst: 89 prósent stiga í húsi í B-deild (16 af 18) September: 78 prósent stiga í húsi í B-deild (7 af 9) - Besti dagur: 19. ágúst Framarar tryggðu sér aftur sæti í efstu deild með 2-1 sigri á Selfossi í Safamýrinni. Versti dagur: Enginn Draumatímabil fyrir Framliðið sem tapaði ekki leik og slógu metin yfir flest stig og flesta sigra. - Tölfræðin Árangur: 1. sæti í B-deild (58 stig) Sóknarleikur: 1. sæti í B-deild (58 mörk skoruð) Varnarleikur: 1. sæti í B-deild (17 mörk fengin á sig) Árangur á heimavelli: 1. sæti í B-deild (29 stig) Árangur á útivelli: 1. sæti í B-deild (29 stig) Flestir sigurleikir í röð: 8 (6. maí til 27. júní) Flestir tapleikir í röð: Taplausir í deildinni allt sumarið Markahæsti leikmaður: Albert Hafsteinsson 9 Flestar stoðsendingar: Ekki til upplýsingar Þáttur í flestum mörkum: Ekki til upplýsingar Flest gul spjöld: Alex Freyr Elísson, Aron Þórður Albertsson og Indriði Áki Þorláksson 7
Hversu langt er síðan að Fram .... ... varð Íslandsmeistari: 32 ár (1990) ... varð bikarmeistari: 9 ár (2013) ... endaði á topp þrjú: 14 ár (2008) ... féll úr deildinni: 8 ár (2014) ... átti markakóng deildarinnar: 15 ár (Jónas Grani Garðarsson 2007) ... átti besta leikmann deildarinnar: 35 ár (Pétur Ormslev 1987) ... átti efnilegasta leikmann deildarinnar: 32 ár (Steinar Guðgeirsson 1990)
Besta deildin er á Stöð 2 Sport en nýtt keppnistímabil hefst 18. apríl. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta-spáin 2022: Mátaðir eftir valdataflið Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Keflavík 11. sæti Bestu deildar karla í sumar. 5. apríl 2022 10:01
Besta-spáin 2022: Hemmi stígur enn einn dans við falldrauginn Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍBV 10. sæti sæti Bestu deildar karla í sumar. 6. apríl 2022 10:00
Besta-spáin 2022: Lífið eftir Sævar og Smit Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Leikni 9. sæti Bestu deildar karla í sumar. 7. apríl 2022 10:01
Besta-spáin 2022: Ætlar að hífa Skagamenn ofar í draumastarfinu Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍA 8. sæti Bestu deildar karla í sumar. 8. apríl 2022 10:01