Umfjöllun og viðtöl: Fram - Stjarnan 31-25 | Fram sannfærandi í seinni hálfleik Andri Már Eggertsson skrifar 23. mars 2022 22:20 Karen Knútsdóttir fór á kostum í kvöld. Hér má sjá leikmenn HK reyna stöðva hana en Stjörnunni tókst það engan veginn. Vísir/Hulda Margrét Fram vann nokkuð öruggan sigur á Stjörnunni. Það var jafnt í hálfleik en Fram átti frábæran seinni hálfleik sem skilaði sér í sex marka sigri 31-25. Stjarnan mætti til leiks af mikilli ákefð. Það gekk allt upp hjá gestunum á fyrstu fimm mínútum. leiksins og Stefán Arnarson, þjálfari Fram, tók leikhlé 1-5 undir. Fram brást vel við leikhléi Stefáns og voru heimakonur ekki lengi að jafna leikinn í 7-7. Eftir það var fyrri hálfleikur í járnum og skiptust liðin á mörkum. Markmenn beggja liða voru í stuði í fyrri hálfleik. Hafdís Renötudóttir varði 8 skot og var með 42.1 prósent markvörslu. Darija Zecevic varði hins vegar 11 skot og var með 47.8 prósent markvörslu í hálfleik. Eftir skemmtilegan fyrri hálfleik var staðan jöfn 12-12. Eins vel og Stjarnan byrjaði fyrri hálfleik var ekki það sama upp á teningum í síðari hálfleik. Það tók Stjörnuna níu mínútur að skora sitt fyrsta mark í síðari hálfleik. Á meðan gekk Fram á lagið og skoraði mörk í öllum regnbogans litum og var staðan orðin 17-12 þegar Anna Karen Hansdóttir skoraði fyrir Stjörnuna með ákveðinni heppni þar sem boltinn lak inn. Leikur Stjörnunnar batnaði loksins þegar gestirnir skoruðu en Fram var alltaf skrefi á undan. Karen Knútsdóttir var þar allt í öllu og stjórnaði öllu skipulagi Fram afar vel. Eftir að Karen hafði gert þrjú mörk í röð fóru Stjörnukonur að spila fastari vörn. Þegar tíu mínútur voru eftir var Fram fimm mörkum yfir og enginn vafi hvar sigurinn myndi enda. Stjarnan gerði ekki mikið á lokakaflanum og ógnaði aldrei forskoti Fram sem vann á endanum sex marka sigur 31-25. Af hverju vann Fram? Eftir að Fram lenti fjórum mörkum undir strax eftir fimm mínútna leik small vörnin. Stjarnan skoraði aðeins tuttugu mörk á síðustu fimmtíu og fimm mínútunum. Það var jafnt í hálfleik en Fram var með mikla yfirburði í seinni hálfleik og átti Stjarnan aldrei svör við leik heimakvenna. Hverjar stóðu upp úr? Karen Knútsdóttir átti stórleik og skoraði tólf mörk úr fjórtán skotum. Karen skapaði einnig urmul af færum og gaf sjö stoðsendingar. Helena Rut Örvarsdóttir var markahæst hjá Stjörnunni með níu mörk úr fimmtán skotum. Hvað gekk illa? Stjarnan byrjaði seinni hálfleik eins illa og hægt var. Stjarnan skoraði ekki mark í níu mínútur og lenti fimm mörkum undir sem var of mikil brekka fyrir gestina. Darija Zecevic, markmaður Stjörnunnar, átti góðan fyrri hálfleik en var langt frá sínu besta í seinni hálfleik og varði aðeins eitt skot. Hvað gerist næst? Fram fær KA/Þór í heimsókn á laugardaginn klukkan 14:00. Á sama degi mætast Stjarnan og Valur í TM-höllinni klukkan 16:00. Karen: Vorum frábærar í fimmtíu og fimm mínútur Karen fór á kostum og skoraði 12 mörk í leiknum.Vísir/Hulda Margrét Karen Knútsdóttir, leikmaður Fram, fór á kostum og skoraði 12 mörk í leiknum. „Í byrjun leiks vorum við að spila slaka vörn, við vorum seinar til baka og einfaldlega lélegar í fimm mínútur en stóðum okkur vel í fimmtíu og fimm mínútur,“ sagði Karen eftir leik. Staðan var jöfn í hálfleik 12-12 og var Karen afar ánægð með Fram frá eftir fyrstu fimm mínútur leiksins. „Við héldum bara áfram í seinni hálfleik. Við áttum bara lélegar fimm mínútur, við fengum aðeins á okkur sjö mörk á síðustu tuttugu og fimm mínútunum í fyrri hálfleik og héldum síðan sama takt í seinni hálfleik,“ sagði Karen Knútsdóttir að lokum. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Handbolti Íslenski handboltinn Fram Stjarnan Olís-deild kvenna Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Sjá meira
Stjarnan mætti til leiks af mikilli ákefð. Það gekk allt upp hjá gestunum á fyrstu fimm mínútum. leiksins og Stefán Arnarson, þjálfari Fram, tók leikhlé 1-5 undir. Fram brást vel við leikhléi Stefáns og voru heimakonur ekki lengi að jafna leikinn í 7-7. Eftir það var fyrri hálfleikur í járnum og skiptust liðin á mörkum. Markmenn beggja liða voru í stuði í fyrri hálfleik. Hafdís Renötudóttir varði 8 skot og var með 42.1 prósent markvörslu. Darija Zecevic varði hins vegar 11 skot og var með 47.8 prósent markvörslu í hálfleik. Eftir skemmtilegan fyrri hálfleik var staðan jöfn 12-12. Eins vel og Stjarnan byrjaði fyrri hálfleik var ekki það sama upp á teningum í síðari hálfleik. Það tók Stjörnuna níu mínútur að skora sitt fyrsta mark í síðari hálfleik. Á meðan gekk Fram á lagið og skoraði mörk í öllum regnbogans litum og var staðan orðin 17-12 þegar Anna Karen Hansdóttir skoraði fyrir Stjörnuna með ákveðinni heppni þar sem boltinn lak inn. Leikur Stjörnunnar batnaði loksins þegar gestirnir skoruðu en Fram var alltaf skrefi á undan. Karen Knútsdóttir var þar allt í öllu og stjórnaði öllu skipulagi Fram afar vel. Eftir að Karen hafði gert þrjú mörk í röð fóru Stjörnukonur að spila fastari vörn. Þegar tíu mínútur voru eftir var Fram fimm mörkum yfir og enginn vafi hvar sigurinn myndi enda. Stjarnan gerði ekki mikið á lokakaflanum og ógnaði aldrei forskoti Fram sem vann á endanum sex marka sigur 31-25. Af hverju vann Fram? Eftir að Fram lenti fjórum mörkum undir strax eftir fimm mínútna leik small vörnin. Stjarnan skoraði aðeins tuttugu mörk á síðustu fimmtíu og fimm mínútunum. Það var jafnt í hálfleik en Fram var með mikla yfirburði í seinni hálfleik og átti Stjarnan aldrei svör við leik heimakvenna. Hverjar stóðu upp úr? Karen Knútsdóttir átti stórleik og skoraði tólf mörk úr fjórtán skotum. Karen skapaði einnig urmul af færum og gaf sjö stoðsendingar. Helena Rut Örvarsdóttir var markahæst hjá Stjörnunni með níu mörk úr fimmtán skotum. Hvað gekk illa? Stjarnan byrjaði seinni hálfleik eins illa og hægt var. Stjarnan skoraði ekki mark í níu mínútur og lenti fimm mörkum undir sem var of mikil brekka fyrir gestina. Darija Zecevic, markmaður Stjörnunnar, átti góðan fyrri hálfleik en var langt frá sínu besta í seinni hálfleik og varði aðeins eitt skot. Hvað gerist næst? Fram fær KA/Þór í heimsókn á laugardaginn klukkan 14:00. Á sama degi mætast Stjarnan og Valur í TM-höllinni klukkan 16:00. Karen: Vorum frábærar í fimmtíu og fimm mínútur Karen fór á kostum og skoraði 12 mörk í leiknum.Vísir/Hulda Margrét Karen Knútsdóttir, leikmaður Fram, fór á kostum og skoraði 12 mörk í leiknum. „Í byrjun leiks vorum við að spila slaka vörn, við vorum seinar til baka og einfaldlega lélegar í fimm mínútur en stóðum okkur vel í fimmtíu og fimm mínútur,“ sagði Karen eftir leik. Staðan var jöfn í hálfleik 12-12 og var Karen afar ánægð með Fram frá eftir fyrstu fimm mínútur leiksins. „Við héldum bara áfram í seinni hálfleik. Við áttum bara lélegar fimm mínútur, við fengum aðeins á okkur sjö mörk á síðustu tuttugu og fimm mínútunum í fyrri hálfleik og héldum síðan sama takt í seinni hálfleik,“ sagði Karen Knútsdóttir að lokum. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Handbolti Íslenski handboltinn Fram Stjarnan Olís-deild kvenna Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Sjá meira