Féll óvænt fyrir manninum sem var að búa til styttu af nöktum líkama hennar Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 24. mars 2022 20:01 Þau Brynhildur og Heimir voru gestir í nýjasta þætti af hlaðvarpinu Betri helmingurinn með Ása. Betri helmingurinn með Ása Listaparið Brynhildur og Heimir hefur verið saman frá árinu 2010. Það má með sanni segja að samband þeirra hafi byrjað með óhefðbundnum hætti. Þau smullu þó saman eins og flís við rass og voru flutt saman til Bandaríkjanna nokkrum mánuðum eftir að þau kynntust og hafa þau verið saman allar götur síðan. Brynhildur Guðjónsdóttir er leikhússtjóri Borgarleikhússins, ásamt því að vera ein af okkar ástsælustu leikkonum. Hennar betri helmingur er sviðsmyndahönnuðurinn Heimir Sverrisson sem hefur unnið að hinum ýmsu stórmyndum og þáttaröðum. Þau Brynhildur og Heimir voru gestir í 49. þætti af hlaðvarpinu Betri helmingurinn með Ása sem hóf göngu sína síðasta vor. Umsjónarmaður þáttanna er Ásgrímur Geir Logason. Hann fær til sín þjóðþekkta einstaklinga ásamt þeirra betri helming og ræðir um ástarsambandið, lífið og tilveruna. Dýpt, skilningur og ást „Saman erum við bara ying og yang og það er jafnt í báðum vogarskálunum. Við vegum hvort annað upp. Heimir minn er bara maðurinn sem gerir mig að því sem ég er, hann er alltaf til staðar fyrir mig. Við erum ekki alltaf sömu skoðunar en við berum virðingu fyrir skoðunum hvors annars. Þegar við blöndumst saman þá verður úr því bara einhver dýpt, skilningur og ást,“ segir Brynhildur. Í þættinum segja þau frá því hvernig þau kynntust fyrir tólf árum síðan. Listakonan Harpa Einarsdóttir hafði beðið Heimi um að útbúa fyrir sig styttu af kvenmannslíkama. Harpa hafði þá talað við vinkonu sína sem ætlaði að leyfa Heimi að taka mót af líkama sínum fyrir verkið - sú vinkona var Brynhildur. Brynhildur og Heimir segja nánar frá þessu í brotinu hér að neðan. Klippa: Betri helmingurinn með Ása - Brynhildur og Heimir Fluttu til Bandaríkjanna eftir nokkurra mánaða samband Brynhildur og Heimir smullu strax saman, en skömmu síðar bauðst Brynhildi að gerast rannsóknarnemi við leikritunardeild Yale háskóla í Bandaríkjunum. „Ég gat ekki hugsað mér að vera í fjarbúð. Þannig ég ákvað bara að skella mér með, eins fáránlegt og það hljómar því við vorum bara búin að þekkjast í nokkra mánuði,“ segir Heimir. Þau segja það hafa verið afar góða prófraun fyrir sambandið að flytja strax saman til Bandaríkjanna þar sem allt var mun erfiðara en hér heima. Þau höfðu minna á milli handanna og öll fjölskyldan var heima á Íslandi svo þau þurftu að treysta á hvort annað. Brynhildur og Heimir eiga bæði börn úr fyrri samböndum en Rafnhildur dóttir Brynhildar var sú eina sem kom með þeim út, þá tíu ára gömul. „Það var alveg pínu kítingur á milli okkar annað slagið en ég skil hana alveg. Allt í einu var hún bara flutt í annað land og það var einhver karl þarna kominn til að skipa henni fyrir og hafa skoðanir á hlutunum. En það var aldrei neitt alvarlegt og við urðum svo fljótt góðir vinir og mér þykir alveg óendanlega vænt um hana,“ segir Heimir. Brynhildur og Heimir kynntust árið 2010. „Þetta var ekki bara einn skafl, heldur endalaus brekka“ Í náminu lærði Brynhildur inn á aðrar hliðar leiklistarinnar. Eftir að þau komu heim sneri hún sér að leikstjórn og var svo ráðin leikhússtjóri Borgarleikhússins í febrúar árið 2020, rétt áður en heimsfaraldurinn skall á hér á landi. „Henni bauðst þetta starf sem var alveg æðislegt, en svo breyttist það bara á nokkrum dögum. Ég man ég var bara vakandi fram eftir að fylgjast með CNN og horfa á hvert landið loka á eftir öðru. En það þýddi ekkert að Brynhildur gæti bara hoppað upp í sófa og slakað á. Hún var með allt þetta starfsfólk. Þannig ég dáist að því hvernig hún komst í gegnum þetta, því þetta var ekki bara einn skafl heldur endalaus brekka.“ Á fyrstu tveimur árum Brynhildar sem leikhússtjóri var leikhúsið aðeins opið í samtals þrjár vikur. „Það var ekkert hægt að hringja í einhvern og spyrja „Hey hvað gerðir þú þegar það skall á heimsfaraldur hjá þér?“, við urðum bara að finna út úr þessu í sameiningu. Það er nú gott þegar svona mikið gengur á að eiga gott heimili og stóran faðm þegar maður kemur heim til sín sem tekur utan um mann og róar mann aðeins,“ segir Brynhildur. Gagnkvæmur skilningur fyrir vinnu hvors annars Brynhildur og Heimir segjast bæði vinna bæði mjög mikið enda vinnan þeirra helsta áhugamál. Á milli þeirra ríkir þó gagnkvæmur skilningur er viðkemur vinnunni. „Þegar þú ert byrjaður á verkefni þá ertu bara í því, svo getur maður tekið sér frí inn á milli. Það er eins með Brynhildi, þegar hún var að leika sem mest þá vissi ég alltaf að þegar hún var að byrja æfingaferli þá var hún bara farin inn í það og maður hafði ekkert rosalega mikinn aðgang að henni fyrr en eftir frumsýningu.“ Þau eiga sér þó eitt stórt sameiginlegt áhugamál sem er heimilið þeirra. Þau eru bæði miklir fagurkerar og hafa þau staðið í framkvæmdum á heimili sínu í Skerjafirðinum. Sjá: Heimir og Brynhildur tóku einbýlishús í Skerjafirði í gegn „Áhugamálið okkar er að gera fallegt heima hjá okkur. Það eru mörg handtök eftir. Okkur finnst líka gaman að fara eitthvað, en sama hvert við förum þá löbbum við mikið. Okkur finnst gaman að borða góðan mat, njóta náttúru og í rauninni bara slappa af og hafa það gott. Við tölum rosalega mikið saman um rosalega margt.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við þau Brynhildi og Heimi í heild sinni. Betri helmingurinn með Ása Ástin og lífið Tengdar fréttir Heimir og Brynhildur tóku einbýlishús í Skerjafirði í gegn Í Heimsókn á Stöð 2 í gærkvöld fékk Sindri Sindrason að fylgjast með framkvæmdum hjá leikmyndahönnuðinum Heimi Sverrissyni og leikstjóranum og leikaranum Brynhildi Guðjónsdóttur í Skerjafirði. 13. febrúar 2020 14:30 „Við erum svo hoppandi glöð“ Brynhildur Guðjónsdóttir, leikhústjóri Borgarleikhússins gat varla leynt gleði sinni í beinni útsendingu með þau tíðindi að frá og með morgundeginum verður hætt að gera kröfu um eins metra nálægðarmörk á sitjandi viðbrögðum. 2. febrúar 2022 20:15 „Við þroskuðumst bæði rosalega á þessu og öðluðumst nýja lífssýn“ Sóli og Viktoría höfðu aðeins verið saman í nokkra mánuði þegar alvara lífsins bankaði upp á. Þau segjast þó ekki taka lífinu of alvarlega og hafa þau tekist á við öll sín verkefni á einstakan hátt með jákvæðni, æðruleysi og húmor að vopni. 17. mars 2022 15:12 Áskorun að þurfa að horfa á maka sinn njóta ásta með annarri manneskju Listafólkið Arnar Dan og Sigga Soffía urðu ástfangin á göngum Listaháskólans enda segir Arnar fátt meira heillandi en að sjá manneskju í essinu sínu. Sigga viðurkennir þó að það hafi reynst henni erfitt að þurfa horfa á Arnar nakinn í ástarsenu með annarri konu á nemendasýningu skólans. 10. mars 2022 21:01 Átti bókaðan tíma hjá Gumma daginn eftir að hann bauð henni á stefnumót Lína Birgitta og Gummi Kíró höfðu verið góðir félagar um nokkurt skeið áður en þau fóru að líta hvort annað rómantískum augum. Gummi ákvað eitt kvöldið að láta til skarar skríða og bjóða Línu á stefnumót. Það sem hann vissi ekki var að hún átti bókaðan tíma hjá honum á Kírópraktorstöðinni morguninn eftir og varð sá tími vægast sagt vandræðalegur fyrir þau bæði. 8. mars 2022 13:31 Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Brynhildur Guðjónsdóttir er leikhússtjóri Borgarleikhússins, ásamt því að vera ein af okkar ástsælustu leikkonum. Hennar betri helmingur er sviðsmyndahönnuðurinn Heimir Sverrisson sem hefur unnið að hinum ýmsu stórmyndum og þáttaröðum. Þau Brynhildur og Heimir voru gestir í 49. þætti af hlaðvarpinu Betri helmingurinn með Ása sem hóf göngu sína síðasta vor. Umsjónarmaður þáttanna er Ásgrímur Geir Logason. Hann fær til sín þjóðþekkta einstaklinga ásamt þeirra betri helming og ræðir um ástarsambandið, lífið og tilveruna. Dýpt, skilningur og ást „Saman erum við bara ying og yang og það er jafnt í báðum vogarskálunum. Við vegum hvort annað upp. Heimir minn er bara maðurinn sem gerir mig að því sem ég er, hann er alltaf til staðar fyrir mig. Við erum ekki alltaf sömu skoðunar en við berum virðingu fyrir skoðunum hvors annars. Þegar við blöndumst saman þá verður úr því bara einhver dýpt, skilningur og ást,“ segir Brynhildur. Í þættinum segja þau frá því hvernig þau kynntust fyrir tólf árum síðan. Listakonan Harpa Einarsdóttir hafði beðið Heimi um að útbúa fyrir sig styttu af kvenmannslíkama. Harpa hafði þá talað við vinkonu sína sem ætlaði að leyfa Heimi að taka mót af líkama sínum fyrir verkið - sú vinkona var Brynhildur. Brynhildur og Heimir segja nánar frá þessu í brotinu hér að neðan. Klippa: Betri helmingurinn með Ása - Brynhildur og Heimir Fluttu til Bandaríkjanna eftir nokkurra mánaða samband Brynhildur og Heimir smullu strax saman, en skömmu síðar bauðst Brynhildi að gerast rannsóknarnemi við leikritunardeild Yale háskóla í Bandaríkjunum. „Ég gat ekki hugsað mér að vera í fjarbúð. Þannig ég ákvað bara að skella mér með, eins fáránlegt og það hljómar því við vorum bara búin að þekkjast í nokkra mánuði,“ segir Heimir. Þau segja það hafa verið afar góða prófraun fyrir sambandið að flytja strax saman til Bandaríkjanna þar sem allt var mun erfiðara en hér heima. Þau höfðu minna á milli handanna og öll fjölskyldan var heima á Íslandi svo þau þurftu að treysta á hvort annað. Brynhildur og Heimir eiga bæði börn úr fyrri samböndum en Rafnhildur dóttir Brynhildar var sú eina sem kom með þeim út, þá tíu ára gömul. „Það var alveg pínu kítingur á milli okkar annað slagið en ég skil hana alveg. Allt í einu var hún bara flutt í annað land og það var einhver karl þarna kominn til að skipa henni fyrir og hafa skoðanir á hlutunum. En það var aldrei neitt alvarlegt og við urðum svo fljótt góðir vinir og mér þykir alveg óendanlega vænt um hana,“ segir Heimir. Brynhildur og Heimir kynntust árið 2010. „Þetta var ekki bara einn skafl, heldur endalaus brekka“ Í náminu lærði Brynhildur inn á aðrar hliðar leiklistarinnar. Eftir að þau komu heim sneri hún sér að leikstjórn og var svo ráðin leikhússtjóri Borgarleikhússins í febrúar árið 2020, rétt áður en heimsfaraldurinn skall á hér á landi. „Henni bauðst þetta starf sem var alveg æðislegt, en svo breyttist það bara á nokkrum dögum. Ég man ég var bara vakandi fram eftir að fylgjast með CNN og horfa á hvert landið loka á eftir öðru. En það þýddi ekkert að Brynhildur gæti bara hoppað upp í sófa og slakað á. Hún var með allt þetta starfsfólk. Þannig ég dáist að því hvernig hún komst í gegnum þetta, því þetta var ekki bara einn skafl heldur endalaus brekka.“ Á fyrstu tveimur árum Brynhildar sem leikhússtjóri var leikhúsið aðeins opið í samtals þrjár vikur. „Það var ekkert hægt að hringja í einhvern og spyrja „Hey hvað gerðir þú þegar það skall á heimsfaraldur hjá þér?“, við urðum bara að finna út úr þessu í sameiningu. Það er nú gott þegar svona mikið gengur á að eiga gott heimili og stóran faðm þegar maður kemur heim til sín sem tekur utan um mann og róar mann aðeins,“ segir Brynhildur. Gagnkvæmur skilningur fyrir vinnu hvors annars Brynhildur og Heimir segjast bæði vinna bæði mjög mikið enda vinnan þeirra helsta áhugamál. Á milli þeirra ríkir þó gagnkvæmur skilningur er viðkemur vinnunni. „Þegar þú ert byrjaður á verkefni þá ertu bara í því, svo getur maður tekið sér frí inn á milli. Það er eins með Brynhildi, þegar hún var að leika sem mest þá vissi ég alltaf að þegar hún var að byrja æfingaferli þá var hún bara farin inn í það og maður hafði ekkert rosalega mikinn aðgang að henni fyrr en eftir frumsýningu.“ Þau eiga sér þó eitt stórt sameiginlegt áhugamál sem er heimilið þeirra. Þau eru bæði miklir fagurkerar og hafa þau staðið í framkvæmdum á heimili sínu í Skerjafirðinum. Sjá: Heimir og Brynhildur tóku einbýlishús í Skerjafirði í gegn „Áhugamálið okkar er að gera fallegt heima hjá okkur. Það eru mörg handtök eftir. Okkur finnst líka gaman að fara eitthvað, en sama hvert við förum þá löbbum við mikið. Okkur finnst gaman að borða góðan mat, njóta náttúru og í rauninni bara slappa af og hafa það gott. Við tölum rosalega mikið saman um rosalega margt.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við þau Brynhildi og Heimi í heild sinni.
Betri helmingurinn með Ása Ástin og lífið Tengdar fréttir Heimir og Brynhildur tóku einbýlishús í Skerjafirði í gegn Í Heimsókn á Stöð 2 í gærkvöld fékk Sindri Sindrason að fylgjast með framkvæmdum hjá leikmyndahönnuðinum Heimi Sverrissyni og leikstjóranum og leikaranum Brynhildi Guðjónsdóttur í Skerjafirði. 13. febrúar 2020 14:30 „Við erum svo hoppandi glöð“ Brynhildur Guðjónsdóttir, leikhústjóri Borgarleikhússins gat varla leynt gleði sinni í beinni útsendingu með þau tíðindi að frá og með morgundeginum verður hætt að gera kröfu um eins metra nálægðarmörk á sitjandi viðbrögðum. 2. febrúar 2022 20:15 „Við þroskuðumst bæði rosalega á þessu og öðluðumst nýja lífssýn“ Sóli og Viktoría höfðu aðeins verið saman í nokkra mánuði þegar alvara lífsins bankaði upp á. Þau segjast þó ekki taka lífinu of alvarlega og hafa þau tekist á við öll sín verkefni á einstakan hátt með jákvæðni, æðruleysi og húmor að vopni. 17. mars 2022 15:12 Áskorun að þurfa að horfa á maka sinn njóta ásta með annarri manneskju Listafólkið Arnar Dan og Sigga Soffía urðu ástfangin á göngum Listaháskólans enda segir Arnar fátt meira heillandi en að sjá manneskju í essinu sínu. Sigga viðurkennir þó að það hafi reynst henni erfitt að þurfa horfa á Arnar nakinn í ástarsenu með annarri konu á nemendasýningu skólans. 10. mars 2022 21:01 Átti bókaðan tíma hjá Gumma daginn eftir að hann bauð henni á stefnumót Lína Birgitta og Gummi Kíró höfðu verið góðir félagar um nokkurt skeið áður en þau fóru að líta hvort annað rómantískum augum. Gummi ákvað eitt kvöldið að láta til skarar skríða og bjóða Línu á stefnumót. Það sem hann vissi ekki var að hún átti bókaðan tíma hjá honum á Kírópraktorstöðinni morguninn eftir og varð sá tími vægast sagt vandræðalegur fyrir þau bæði. 8. mars 2022 13:31 Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Heimir og Brynhildur tóku einbýlishús í Skerjafirði í gegn Í Heimsókn á Stöð 2 í gærkvöld fékk Sindri Sindrason að fylgjast með framkvæmdum hjá leikmyndahönnuðinum Heimi Sverrissyni og leikstjóranum og leikaranum Brynhildi Guðjónsdóttur í Skerjafirði. 13. febrúar 2020 14:30
„Við erum svo hoppandi glöð“ Brynhildur Guðjónsdóttir, leikhústjóri Borgarleikhússins gat varla leynt gleði sinni í beinni útsendingu með þau tíðindi að frá og með morgundeginum verður hætt að gera kröfu um eins metra nálægðarmörk á sitjandi viðbrögðum. 2. febrúar 2022 20:15
„Við þroskuðumst bæði rosalega á þessu og öðluðumst nýja lífssýn“ Sóli og Viktoría höfðu aðeins verið saman í nokkra mánuði þegar alvara lífsins bankaði upp á. Þau segjast þó ekki taka lífinu of alvarlega og hafa þau tekist á við öll sín verkefni á einstakan hátt með jákvæðni, æðruleysi og húmor að vopni. 17. mars 2022 15:12
Áskorun að þurfa að horfa á maka sinn njóta ásta með annarri manneskju Listafólkið Arnar Dan og Sigga Soffía urðu ástfangin á göngum Listaháskólans enda segir Arnar fátt meira heillandi en að sjá manneskju í essinu sínu. Sigga viðurkennir þó að það hafi reynst henni erfitt að þurfa horfa á Arnar nakinn í ástarsenu með annarri konu á nemendasýningu skólans. 10. mars 2022 21:01
Átti bókaðan tíma hjá Gumma daginn eftir að hann bauð henni á stefnumót Lína Birgitta og Gummi Kíró höfðu verið góðir félagar um nokkurt skeið áður en þau fóru að líta hvort annað rómantískum augum. Gummi ákvað eitt kvöldið að láta til skarar skríða og bjóða Línu á stefnumót. Það sem hann vissi ekki var að hún átti bókaðan tíma hjá honum á Kírópraktorstöðinni morguninn eftir og varð sá tími vægast sagt vandræðalegur fyrir þau bæði. 8. mars 2022 13:31