Stefán Hrafn hættur hjá Landspítalanum og kominn til HR Atli Ísleifsson skrifar 25. mars 2022 13:19 Stefán Hrafn Hagalín er mættur á þriðja vinnustaðinn á innan við mánuði og gerir grín að því í færslu sinni sem ber titilinn „250 orð um lauslæti á vinnumarkaði“. Stefán Hrafn Hagalín hefur látið af störfum hjá Reykjavíkurborg eftir stutt stopp á velferðarsviði borgarinnar og ráðið sig til starfa sem forstöðumaður samskipta og markaðsmála hjá Háskólanum í Reykjavík. Hann hætti hjá Landspítalanum í febrúar. Stefán Hrafn segir frá þessu í færslu á Facebook-síðu sinni undir yfirskriftinni „250 orð um lauslæti á vinnumarkaði“. Þar segist hann hafa sagt upp á Landspítalanum fyrir tveimur mánuðum þar sem hann gegndi stöðu deildarstjóra samskiptadeildar Landspítalans, ráðið sig til starfa á velferðarsviði Reykjavíkurborgar, en eftir stutt stopp þar sé hann nú kominn til HR. Í færslunni þakkar hann samstarfsfólki sínu hjá Landspítalanum fyrir samstarfið sem hann segir hafa verið „hnökralaust og ákaflega farsælt, enda varla nema einn misheppnaður tölvupóstur sendur á tímabilinu (#skrattakollar)“. Stefán Hrafn vísar þar í tölvupóst sem hann sendi til á þriðja hundrað stjórnenda spítalans í ágúst síðastliðinn þar sem þeir voru hvattir til að hundsa símtöl frá fjölmiðlum og sagt að beina öllum fyrirspurnum til samskiptadeildar sem sjái síðan um að útdeila þeim. Í póstinum kallaði hann jafnframt fjölmiðlamenn „skrattakolla“ sem hann vísar í í færslunni nú. Stefán Hrafn segir að í febrúar síðastliðnum hafi velferðarsvið Reykjavíkurborgar haft samband og hóf hann störf þar til að sinna miðlun, vefstjórn og fleiri verkefnum. „Í sömu andrá stungu þó vinir mínir hjá Háskólanum í Reykjavík því að mér að skólinn væri hugsanlega að leita að mér þótt hann vissi það ekki. Ég henti því ferilsskrá með miklum semingi í einhvern feitan pott hjá þeim og pældi svo ekki meira í því, satt best að segja. Fyrir nokkrum vikum hrökk hins vegar ferlið hjá HR aftur í gang eftir ófyrirséðar tafir þar innanhúss. Það samtal endaði með því að Ragnhildur [Helgadóttir] rektor hringdi nokkuð óvænt í mig fyrir nokkrum dögum og réði til mig til að gegna hlutverki forstöðumanns samskipta og markaðsmála hjá skólanum næstu árin. Í dag kveð ég því samstarfsfólk mitt hjá velferðarsviði borgarinnar og færi mig yfir til Háskólans í Reykjavík,“ segir Stefán Hrafn. Sjá má færslu Stefáns Hrafns í heild sinni að neðan. Vistaskipti Landspítalinn Reykjavík Háskólar Tengdar fréttir „Ég hefði kannski átt að lesa bréfið yfir“ Stefán Hrafn Hagalín, deildarstjóri samskiptadeildar Landspítalans, baðst afsökunar á bréfi sem hann sendi öllum tæplega 300 stjórnendum Landspítalans í útvarpsþættinum Vikulok á Rás 1 í morgun. 7. ágúst 2021 15:12 Ekki verið að múlbinda stjórnendur spítalans Deildarstjóri samskiptadeildar Landspítalans hafnar því að nýjum tilmælum sé ætlað að takmarka upplýsingaflæði til fjölmiðla. 5. ágúst 2021 21:46 Yfirlæknarnir vilja óþvingað tjáningar- og skoðanafrelsi Stjórn Samtaka yfirlækna á Landspítalanum sendu á föstudag frá sér yfirlýsingu þar sem þeir kölluðu eftir því að framkvæmdastjórn Landspítalaháskólahúss tæki af öll tvímæli um stöðu stjórnenda þegar kæmi að opinberri umræðu um heilbrigðismál og starfsemi spítalans. 16. ágúst 2021 11:29 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Stefán Hrafn segir frá þessu í færslu á Facebook-síðu sinni undir yfirskriftinni „250 orð um lauslæti á vinnumarkaði“. Þar segist hann hafa sagt upp á Landspítalanum fyrir tveimur mánuðum þar sem hann gegndi stöðu deildarstjóra samskiptadeildar Landspítalans, ráðið sig til starfa á velferðarsviði Reykjavíkurborgar, en eftir stutt stopp þar sé hann nú kominn til HR. Í færslunni þakkar hann samstarfsfólki sínu hjá Landspítalanum fyrir samstarfið sem hann segir hafa verið „hnökralaust og ákaflega farsælt, enda varla nema einn misheppnaður tölvupóstur sendur á tímabilinu (#skrattakollar)“. Stefán Hrafn vísar þar í tölvupóst sem hann sendi til á þriðja hundrað stjórnenda spítalans í ágúst síðastliðinn þar sem þeir voru hvattir til að hundsa símtöl frá fjölmiðlum og sagt að beina öllum fyrirspurnum til samskiptadeildar sem sjái síðan um að útdeila þeim. Í póstinum kallaði hann jafnframt fjölmiðlamenn „skrattakolla“ sem hann vísar í í færslunni nú. Stefán Hrafn segir að í febrúar síðastliðnum hafi velferðarsvið Reykjavíkurborgar haft samband og hóf hann störf þar til að sinna miðlun, vefstjórn og fleiri verkefnum. „Í sömu andrá stungu þó vinir mínir hjá Háskólanum í Reykjavík því að mér að skólinn væri hugsanlega að leita að mér þótt hann vissi það ekki. Ég henti því ferilsskrá með miklum semingi í einhvern feitan pott hjá þeim og pældi svo ekki meira í því, satt best að segja. Fyrir nokkrum vikum hrökk hins vegar ferlið hjá HR aftur í gang eftir ófyrirséðar tafir þar innanhúss. Það samtal endaði með því að Ragnhildur [Helgadóttir] rektor hringdi nokkuð óvænt í mig fyrir nokkrum dögum og réði til mig til að gegna hlutverki forstöðumanns samskipta og markaðsmála hjá skólanum næstu árin. Í dag kveð ég því samstarfsfólk mitt hjá velferðarsviði borgarinnar og færi mig yfir til Háskólans í Reykjavík,“ segir Stefán Hrafn. Sjá má færslu Stefáns Hrafns í heild sinni að neðan.
Vistaskipti Landspítalinn Reykjavík Háskólar Tengdar fréttir „Ég hefði kannski átt að lesa bréfið yfir“ Stefán Hrafn Hagalín, deildarstjóri samskiptadeildar Landspítalans, baðst afsökunar á bréfi sem hann sendi öllum tæplega 300 stjórnendum Landspítalans í útvarpsþættinum Vikulok á Rás 1 í morgun. 7. ágúst 2021 15:12 Ekki verið að múlbinda stjórnendur spítalans Deildarstjóri samskiptadeildar Landspítalans hafnar því að nýjum tilmælum sé ætlað að takmarka upplýsingaflæði til fjölmiðla. 5. ágúst 2021 21:46 Yfirlæknarnir vilja óþvingað tjáningar- og skoðanafrelsi Stjórn Samtaka yfirlækna á Landspítalanum sendu á föstudag frá sér yfirlýsingu þar sem þeir kölluðu eftir því að framkvæmdastjórn Landspítalaháskólahúss tæki af öll tvímæli um stöðu stjórnenda þegar kæmi að opinberri umræðu um heilbrigðismál og starfsemi spítalans. 16. ágúst 2021 11:29 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
„Ég hefði kannski átt að lesa bréfið yfir“ Stefán Hrafn Hagalín, deildarstjóri samskiptadeildar Landspítalans, baðst afsökunar á bréfi sem hann sendi öllum tæplega 300 stjórnendum Landspítalans í útvarpsþættinum Vikulok á Rás 1 í morgun. 7. ágúst 2021 15:12
Ekki verið að múlbinda stjórnendur spítalans Deildarstjóri samskiptadeildar Landspítalans hafnar því að nýjum tilmælum sé ætlað að takmarka upplýsingaflæði til fjölmiðla. 5. ágúst 2021 21:46
Yfirlæknarnir vilja óþvingað tjáningar- og skoðanafrelsi Stjórn Samtaka yfirlækna á Landspítalanum sendu á föstudag frá sér yfirlýsingu þar sem þeir kölluðu eftir því að framkvæmdastjórn Landspítalaháskólahúss tæki af öll tvímæli um stöðu stjórnenda þegar kæmi að opinberri umræðu um heilbrigðismál og starfsemi spítalans. 16. ágúst 2021 11:29