Oddvitaáskorunin hefur verið fastur liður í kosningaumfjöllun fréttastofunnar frá árinu 2014. Vel á annað hundrað manns hafa nýtt vettvanginn til að kynna sig og málefni sín í kosningum undanfarin ár.
Oddvitar hafa kynnt sig og helstu baráttumál sín bæði á texta- og myndbandsformi. Þá hafa þeir birt skemmtilegar myndir og svarað léttum spurningum.
Allar oddvitaáskoranir Vísis má finna hér.
Öllum oddvitum verður einnig gefinn kostur á að senda inn skemmtilegt myndband. Það er hægt að nýta til að kynna umræddan oddvita og flokkinn á skemmtilegan og mannlegan hátt.

Vísir skorar á oddvita stjórnmálaflokka út um allt land að taka þátt í Oddvitaáskoruninni til að kynna sig og sín málefni. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast með því að senda póst á samuel@stod2.is og anitaga@stod2.is. Fyrri Oddvitaáskoranir má skoða á síðunni visir.is/p/oddvitaaskorun.