Undirbúningur hafinn fyrir Þjóðhátíð en ekkert meitlað í stein í ljósi reynslunnar Fanndís Birna Logadóttir skrifar 29. mars 2022 07:01 Haraldur Pálsson, framkvæmdastjóri ÍBV, reiknar með því að Þjóðhátíð fari fram í Vestmannaeyjum í sumar en segir þó ýmislegt geta breyst. Undirbúningur er hafinn fyrir Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í sumar en hátíðinni var aflýst árið 2020 og 2021 vegna kórónuveirufaraldursins. Fiskideginum mikla á Dalvík hefur aftur á móti verið aflýst. Framkvæmdastjóri ÍBV reiknar með að Þjóðhátíð fari fram með eðlilegu sniði og vonar að Dalvíkingar reynist ekki sannspáir um stöðu mála. Haraldur Pálsson, framkvæmdastjóri ÍBV, segir undirbúning fyrir hátíðina í ár hafa hafist í upphafi árs, þegar ríkisstjórnin tilkynnti afléttingaráætlun sína. Það er þó ekkert meitlað í stein fyrir hátíðina í ár, í ljósi reynslu síðustu ára. „Við vorum bara vongóð um að þessum samkomutakmörkunum yrði aflétt og þurftum að hefja undirbúning í tíma. Við reiknum með því að halda Þjóðhátíðina en það er ekki í okkar vald sett hvernig það fer allt saman,“ segir Haraldur í samtali við fréttastofu. Að sögn Haralds er ekki búið að ákveða endanlega hvenær miðasala fyrir hátíðina hefst en það verður líklega í apríl. Hálf flökurt vegna ákvörðunar Dalvíkinga Öðrum stórum viðburði sem fer fram á svipuðum tíma og Þjóðhátíð hefur þó verið frestað, það er Fiskideginum mikla á Dalvík. „Allt er þegar þrennt er - við frestum hátíðahöldunum í þriðja sinn,“ sagði í tilkynningu á vef Fiskidagsins í síðustu viku. Aðspurður um hvort ákvörðun Dalvíkinga veki upp áhyggjur hjá Eyjamönnum segir Haraldur svo vera, að ákveðnu leiti. „Við grettum okkur kannski full mikið í fyrra yfir þessu hjá Dalvíkingunum en núna verður manni bara hálf flökurt að sjá þá hætta aftur við, þeir voru svo sannspáir með þetta árinu á undan,“ segir Haraldur og grínast með að Dalvíkingar séu mögulega með seiðkarl sem þeir spyrja út í. Haraldur kveðst vongóður um að Þjóðhátíð fari fram með eðlilegu sniði en bendir á að óvæntar breytingar geti alltaf átt sér stað. Aðeins ein vika til stefnu þegar hátíðinni var aflýst í fyrra Það reyndist þungt högg fyrir Eyjamenn þegar Þjóðhátíð var aflýst í fyrra en sóttvarnaraðgerðir voru tilkynntar aðeins viku áður en til stóð að halda hátíðina. Brekkusöngnum var streymt en engir gestir voru í brekkunni. Til skoðunar var að fresta hátíðinni um nokkrar vikur en ljóst varð um miðjan ágúst að hátíðin færi ekki fram. „Við þurfum auðvitað að fjárfesta í innviðum og við höfum verið að reka þetta íþróttafélag á fjármunum sem við eigum ekki, miðahafar eru búnir að eiga kröfu á okkur í þennan tíma og það verður alltaf þrautinni þyngra að endurnýja alla hluti,“ segir Haraldur. „En við viljum auðvitað hafa þetta eins gott og hægt er og við treystum bara á stjórnvöld að hjálpa okkur með það tjón sem að þau ollu okkur í fyrra,“ segir hann enn fremur. Þjóðhátíð í Eyjum Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Þjóðhátíð aflýst annað árið í röð Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum mun ekki fara fram með neinum hætti í ár. 12. ágúst 2021 00:00 Mikilvægt að halda lífi í menningunni í faraldrinum Formaður Bandalags íslenskra listamanna segir mikilvægt að halda lífi í menningunni í kórónuveirufaraldrinum og vill opna samfélagið eins mikið og hægt er. Stjórnvöld funda nú stíft með sérfræðingum og hagsmunahópum áður en ákvörðun verður tekin um næstu sóttvarnaaðgerðir. 4. ágúst 2021 22:13 Hálfgert „brjálæði“ að senda út brekkusöng fyrir tómri brekkunni Brekkusöngur fer fram í fyrsta sinn fyrir tómri brekkunni í kvöld. Hátt upp í sextíu manns vinna nú að uppsetningu og segir framkvæmdastjóri Senu hálfgert brjálæði að ákveðið hafi verið að kýla á dagskrá í fullri stærð. 1. ágúst 2021 13:16 Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Fleiri fréttir Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Sjá meira
Haraldur Pálsson, framkvæmdastjóri ÍBV, segir undirbúning fyrir hátíðina í ár hafa hafist í upphafi árs, þegar ríkisstjórnin tilkynnti afléttingaráætlun sína. Það er þó ekkert meitlað í stein fyrir hátíðina í ár, í ljósi reynslu síðustu ára. „Við vorum bara vongóð um að þessum samkomutakmörkunum yrði aflétt og þurftum að hefja undirbúning í tíma. Við reiknum með því að halda Þjóðhátíðina en það er ekki í okkar vald sett hvernig það fer allt saman,“ segir Haraldur í samtali við fréttastofu. Að sögn Haralds er ekki búið að ákveða endanlega hvenær miðasala fyrir hátíðina hefst en það verður líklega í apríl. Hálf flökurt vegna ákvörðunar Dalvíkinga Öðrum stórum viðburði sem fer fram á svipuðum tíma og Þjóðhátíð hefur þó verið frestað, það er Fiskideginum mikla á Dalvík. „Allt er þegar þrennt er - við frestum hátíðahöldunum í þriðja sinn,“ sagði í tilkynningu á vef Fiskidagsins í síðustu viku. Aðspurður um hvort ákvörðun Dalvíkinga veki upp áhyggjur hjá Eyjamönnum segir Haraldur svo vera, að ákveðnu leiti. „Við grettum okkur kannski full mikið í fyrra yfir þessu hjá Dalvíkingunum en núna verður manni bara hálf flökurt að sjá þá hætta aftur við, þeir voru svo sannspáir með þetta árinu á undan,“ segir Haraldur og grínast með að Dalvíkingar séu mögulega með seiðkarl sem þeir spyrja út í. Haraldur kveðst vongóður um að Þjóðhátíð fari fram með eðlilegu sniði en bendir á að óvæntar breytingar geti alltaf átt sér stað. Aðeins ein vika til stefnu þegar hátíðinni var aflýst í fyrra Það reyndist þungt högg fyrir Eyjamenn þegar Þjóðhátíð var aflýst í fyrra en sóttvarnaraðgerðir voru tilkynntar aðeins viku áður en til stóð að halda hátíðina. Brekkusöngnum var streymt en engir gestir voru í brekkunni. Til skoðunar var að fresta hátíðinni um nokkrar vikur en ljóst varð um miðjan ágúst að hátíðin færi ekki fram. „Við þurfum auðvitað að fjárfesta í innviðum og við höfum verið að reka þetta íþróttafélag á fjármunum sem við eigum ekki, miðahafar eru búnir að eiga kröfu á okkur í þennan tíma og það verður alltaf þrautinni þyngra að endurnýja alla hluti,“ segir Haraldur. „En við viljum auðvitað hafa þetta eins gott og hægt er og við treystum bara á stjórnvöld að hjálpa okkur með það tjón sem að þau ollu okkur í fyrra,“ segir hann enn fremur.
Þjóðhátíð í Eyjum Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Þjóðhátíð aflýst annað árið í röð Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum mun ekki fara fram með neinum hætti í ár. 12. ágúst 2021 00:00 Mikilvægt að halda lífi í menningunni í faraldrinum Formaður Bandalags íslenskra listamanna segir mikilvægt að halda lífi í menningunni í kórónuveirufaraldrinum og vill opna samfélagið eins mikið og hægt er. Stjórnvöld funda nú stíft með sérfræðingum og hagsmunahópum áður en ákvörðun verður tekin um næstu sóttvarnaaðgerðir. 4. ágúst 2021 22:13 Hálfgert „brjálæði“ að senda út brekkusöng fyrir tómri brekkunni Brekkusöngur fer fram í fyrsta sinn fyrir tómri brekkunni í kvöld. Hátt upp í sextíu manns vinna nú að uppsetningu og segir framkvæmdastjóri Senu hálfgert brjálæði að ákveðið hafi verið að kýla á dagskrá í fullri stærð. 1. ágúst 2021 13:16 Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Fleiri fréttir Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Sjá meira
Þjóðhátíð aflýst annað árið í röð Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum mun ekki fara fram með neinum hætti í ár. 12. ágúst 2021 00:00
Mikilvægt að halda lífi í menningunni í faraldrinum Formaður Bandalags íslenskra listamanna segir mikilvægt að halda lífi í menningunni í kórónuveirufaraldrinum og vill opna samfélagið eins mikið og hægt er. Stjórnvöld funda nú stíft með sérfræðingum og hagsmunahópum áður en ákvörðun verður tekin um næstu sóttvarnaaðgerðir. 4. ágúst 2021 22:13
Hálfgert „brjálæði“ að senda út brekkusöng fyrir tómri brekkunni Brekkusöngur fer fram í fyrsta sinn fyrir tómri brekkunni í kvöld. Hátt upp í sextíu manns vinna nú að uppsetningu og segir framkvæmdastjóri Senu hálfgert brjálæði að ákveðið hafi verið að kýla á dagskrá í fullri stærð. 1. ágúst 2021 13:16
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp