Verkefni SOS Barnaþorpa í Tógó skilar góðum árangri Heimsljós 29. mars 2022 13:20 Utanríkisráðuneytið styður verkefni SOS Barnaþorpa í Tógó. Samkvæmt úttekt á verkefni SOS Barnaþorpa um forvarnir og aðgerðir gegn kynferðislegri misneytingu á börnum í Ogou héraði í Tógó hefur vitundarvakning hefur gengið vel. Enn fremur eru samfélög nú betur meðvituð um afleiðingar af kynferðislegri misneytingu á börnum og þörfina á að tilkynna slík mál og draga gerendur til ábyrgðar. Utanríkisráðuneytið styður verkefni SOS Barnaþorpa í Tógó og fékk staðbundinn óháðan úttektaraðila til að framkvæma miðannarúttekt á verkefninu í samvinnu við SOS Barnaþorpin á Íslandi og í Tógó. Verkefnið felur í sér fyrirbyggjandi aðgerðir, stuðning og umönnun barna og stúlkna sem hafa orðið fyrir kynferðislegri misneytingu og ofbeldi með áherslu á að halda ungum stúlkum í skóla. Heildarkostnaður þess er rúmlega 45 milljónir, markhópurinn 40 þúsund íbúar og verkefnatíminn þrjú ár, frá 2019 til 2022. Úttektin spannaði aðgerðir sem inntar voru af hendi frá janúar 2020 til júní 2021. Stuðningur af ólíkum toga stóð fórnarlömbum til boða: sálfræði-, læknisfræði-, lögfræðilegur, auk stuðnings til að snúa aftur til náms. Að mati úttektaraðila minnkaði slíkur stuðningur skaðann af ofbeldi fyrir fórnarlömb og fjölskyldur þeirra, auk samfélagsins. Alls nutu 77 stúlkubörn sem voru fórnarlömb ofbeldis slíks stuðnings en vitundarvakning hefur einnig orðið til þess að mál eru nú frekar tilkynnt. Á fyrri hluta árs 2021 bárust 73 tilkynningar til yfirvalda en 49 allt fyrra ár auk þess sem börn eru nú fremur líkleg til að segja foreldrum frá ofbeldi sem þau verða fyrir. Vandamálið er umfangsmikið og ólíkar hindranir sem bygga á félags- og menningarlegum þáttum eru í veginum í þessum viðkvæma málaflokki. Af þáttum sem hafa gengið sérstaklega vel að mati úttektaraðila er efnahagsleg valdefling heimila og einnig að gefa mæðrum í þorpum umsýsluhlutverk (Super Nagan). Sex tillögur eru settar fram sem varða stefnu innan verkefnisins, auk ellefu tillagna sem varða framkvæmd, sem hægt er að byggja á í síðari hluta verkefnisins. Sumir verkefnaþættir eru á eftir áætlun og aðrir hafa ekki komist til framkvæmda vegna COVID-19 faraldursins. Ráðdeildar hefur þó verið gætt í fjárumsýslu og framkvæmd, og 51 prósent af verkefnafé verið nýtt ef miðað er við upprunalegar áætlanir. Líkur eru til að verkefnið komist á gott skrið og því ljúki á réttum tíma þó mögulega þurfi að framlengja verkefnatíma sem nemur einum ársfjórðungi. Auk þess telja úttektaraðilar líkur standa til að verkefnið muni skila áætluðum árangri og ná framúrskarandi árangri hvað varðar tiltekna þætti. Úttektir á þróunarsamvinnuverkefnum Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Tógó Kynferðisofbeldi Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir Erlent Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Innlent
Samkvæmt úttekt á verkefni SOS Barnaþorpa um forvarnir og aðgerðir gegn kynferðislegri misneytingu á börnum í Ogou héraði í Tógó hefur vitundarvakning hefur gengið vel. Enn fremur eru samfélög nú betur meðvituð um afleiðingar af kynferðislegri misneytingu á börnum og þörfina á að tilkynna slík mál og draga gerendur til ábyrgðar. Utanríkisráðuneytið styður verkefni SOS Barnaþorpa í Tógó og fékk staðbundinn óháðan úttektaraðila til að framkvæma miðannarúttekt á verkefninu í samvinnu við SOS Barnaþorpin á Íslandi og í Tógó. Verkefnið felur í sér fyrirbyggjandi aðgerðir, stuðning og umönnun barna og stúlkna sem hafa orðið fyrir kynferðislegri misneytingu og ofbeldi með áherslu á að halda ungum stúlkum í skóla. Heildarkostnaður þess er rúmlega 45 milljónir, markhópurinn 40 þúsund íbúar og verkefnatíminn þrjú ár, frá 2019 til 2022. Úttektin spannaði aðgerðir sem inntar voru af hendi frá janúar 2020 til júní 2021. Stuðningur af ólíkum toga stóð fórnarlömbum til boða: sálfræði-, læknisfræði-, lögfræðilegur, auk stuðnings til að snúa aftur til náms. Að mati úttektaraðila minnkaði slíkur stuðningur skaðann af ofbeldi fyrir fórnarlömb og fjölskyldur þeirra, auk samfélagsins. Alls nutu 77 stúlkubörn sem voru fórnarlömb ofbeldis slíks stuðnings en vitundarvakning hefur einnig orðið til þess að mál eru nú frekar tilkynnt. Á fyrri hluta árs 2021 bárust 73 tilkynningar til yfirvalda en 49 allt fyrra ár auk þess sem börn eru nú fremur líkleg til að segja foreldrum frá ofbeldi sem þau verða fyrir. Vandamálið er umfangsmikið og ólíkar hindranir sem bygga á félags- og menningarlegum þáttum eru í veginum í þessum viðkvæma málaflokki. Af þáttum sem hafa gengið sérstaklega vel að mati úttektaraðila er efnahagsleg valdefling heimila og einnig að gefa mæðrum í þorpum umsýsluhlutverk (Super Nagan). Sex tillögur eru settar fram sem varða stefnu innan verkefnisins, auk ellefu tillagna sem varða framkvæmd, sem hægt er að byggja á í síðari hluta verkefnisins. Sumir verkefnaþættir eru á eftir áætlun og aðrir hafa ekki komist til framkvæmda vegna COVID-19 faraldursins. Ráðdeildar hefur þó verið gætt í fjárumsýslu og framkvæmd, og 51 prósent af verkefnafé verið nýtt ef miðað er við upprunalegar áætlanir. Líkur eru til að verkefnið komist á gott skrið og því ljúki á réttum tíma þó mögulega þurfi að framlengja verkefnatíma sem nemur einum ársfjórðungi. Auk þess telja úttektaraðilar líkur standa til að verkefnið muni skila áætluðum árangri og ná framúrskarandi árangri hvað varðar tiltekna þætti. Úttektir á þróunarsamvinnuverkefnum Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Tógó Kynferðisofbeldi Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir Erlent Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Innlent