Beiðni Róberts og Árna um endurupptöku á 640 milljóna dómsmáli hafnað Eiður Þór Árnason skrifar 29. mars 2022 14:29 Róbert Wessman og Árni Harðarson. Samsett Endurupptökudómur hefur hafnað beiðni Árna Harðarsonar og Róberts Wessman um endurupptöku á dómi Hæstaréttar frá febrúar 2018. Þar voru þeir ásamt Magnúsi Jaroslav Magnússyni dæmdir til að greiða Matthíasi H. Johannessen, fyrrverandi viðskiptafélaga þeirra, 640 milljónir króna auk vaxta í skaðabætur fyrir að hafa hlunnfarið hann í viðskiptum með óbeinan eignarhlut í lyfjafyrirtækinu Alvogen. Með dómi sínum staðfesti Hæstiréttur dóm héraðsdóms um að ráðandi hluthafar í félaginu Aztiq Pharma Partners hefðu, með sölu á sænsku dótturfélagi sem hélt með óbeinum hætti utan um 30 prósenta hlut í Alvogen á undirverði, tekið hagsmuni einstakra hluthafa fram yfir hagsmuni Matthíasar og bakað sér þannig skaðabótaskyldu gagnvart honum. Árni og Róbert töldu sig vera með ný gögn sem kölluðu á endurupptöku á áðurnefndum dómi Hæstaréttar. Gögnin áttu að sýna að Hæstiréttur hafi lagt rangar forsendur um málsatvik til grundvallar dómi sínum. Vísuðu þeir til þess að það væri rangt, sem Hæstiréttur hafi byggt á, að það hafi ekki verið fyrr en á árinu 2011 sem Matthíasi hafi orðið kunnugt um að Róbert væri ekki hluthafi í Aztiq Pharma Partners ehf. og að Matthías hafi ekki fengið áreiðanlega vitneskju um samningsviðauka um framsal hluta í félaginu frá Vilhelm Róberti til Árna fyrr en 15. ágúst 2011. Þá töldu þeir að þetta atriði hafi ráðið úrslitum um niðurstöðu málsins. Átt að leggja fram gögnin fyrr Að sögn Endurupptökudóms láðist Róberti og Árna að afla og leggja fram umrædd gögn við meðferð máls sem lauk með fyrri dómi Hæstaréttar árið 2013 og leiða þau vitni sem þeir óska eftir að nú gefi skýrslu fyrir Endurupptökudómnum. Þeir hafi einnig haft tækifæri til að leitast við að sanna vitneskju Matthíasar í dómsmálinu sem lauk með dómi Hæstaréttar 2018 og þeir reyna nú að fá endurupptekið. Fram kemur í úrskurði Endurupptökudóms að bersýnilegt sé að Róbert og Árni hafi látið hjá líða að hlutast til um þá sönnunarfærslu sem þeim var tæk við rekstur dómsmálsins. Skilyrði fyrir endurupptöku séu því ekki uppfyllt. Villan ekki haft áhrif á niðurstöðu Hæstaréttar Róbert og Árni bentu einnig á að Hæstiréttur hafi vísað til þess að stjórn Aztiq Pharma Partners ehf. hafi ekki neytt forkaupsréttar síns „við söluna 20. júlí 2010 þrátt fyrir vitneskju um hana“ á þann hátt sem samþykktir félagsins gerðu ráð fyrir og því hafi forkaupsréttur annarra hluthafa orðið virkur. Hér sé um villu að ræða þar sem 20. júlí 2010 hafi ekki verið seldir hlutir í félaginu Aztiq Pharma Partners ehf., heldur í dótturfélaginu Aztiq Partners A.B. í Svíþjóð. Sú sala hafi ekki virkjað forkaupsrétt í móðurfélaginu. Endurupptökudómur fellst á að þarna sé um villu að ræða en segir bersýnilegt að hún sé smávægileg og hafi ekki haft nein áhrif á niðurstöðu Hæstaréttar. Beiðni um endurupptöku sé bersýnilega ekki á rökum reist og því beri að synja henni. Dómsmál Tengdar fréttir Róbert og félagar dæmdir til 640 milljóna skaðabótagreiðslu Hæstiréttur hefur dæmt Róbert Wessmann, Árna Harðarsson og Magnús Jaroslaw Magnússon til þess að greiða Matthíasi Johannessen 640 milljónir í bætur vegna viðskipta í lyfjafyrirtækinu Alvogen. 15. febrúar 2018 16:27 Mest lesið Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Viðskipti innlent Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Atvinnulíf Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Sjá meira
Með dómi sínum staðfesti Hæstiréttur dóm héraðsdóms um að ráðandi hluthafar í félaginu Aztiq Pharma Partners hefðu, með sölu á sænsku dótturfélagi sem hélt með óbeinum hætti utan um 30 prósenta hlut í Alvogen á undirverði, tekið hagsmuni einstakra hluthafa fram yfir hagsmuni Matthíasar og bakað sér þannig skaðabótaskyldu gagnvart honum. Árni og Róbert töldu sig vera með ný gögn sem kölluðu á endurupptöku á áðurnefndum dómi Hæstaréttar. Gögnin áttu að sýna að Hæstiréttur hafi lagt rangar forsendur um málsatvik til grundvallar dómi sínum. Vísuðu þeir til þess að það væri rangt, sem Hæstiréttur hafi byggt á, að það hafi ekki verið fyrr en á árinu 2011 sem Matthíasi hafi orðið kunnugt um að Róbert væri ekki hluthafi í Aztiq Pharma Partners ehf. og að Matthías hafi ekki fengið áreiðanlega vitneskju um samningsviðauka um framsal hluta í félaginu frá Vilhelm Róberti til Árna fyrr en 15. ágúst 2011. Þá töldu þeir að þetta atriði hafi ráðið úrslitum um niðurstöðu málsins. Átt að leggja fram gögnin fyrr Að sögn Endurupptökudóms láðist Róberti og Árna að afla og leggja fram umrædd gögn við meðferð máls sem lauk með fyrri dómi Hæstaréttar árið 2013 og leiða þau vitni sem þeir óska eftir að nú gefi skýrslu fyrir Endurupptökudómnum. Þeir hafi einnig haft tækifæri til að leitast við að sanna vitneskju Matthíasar í dómsmálinu sem lauk með dómi Hæstaréttar 2018 og þeir reyna nú að fá endurupptekið. Fram kemur í úrskurði Endurupptökudóms að bersýnilegt sé að Róbert og Árni hafi látið hjá líða að hlutast til um þá sönnunarfærslu sem þeim var tæk við rekstur dómsmálsins. Skilyrði fyrir endurupptöku séu því ekki uppfyllt. Villan ekki haft áhrif á niðurstöðu Hæstaréttar Róbert og Árni bentu einnig á að Hæstiréttur hafi vísað til þess að stjórn Aztiq Pharma Partners ehf. hafi ekki neytt forkaupsréttar síns „við söluna 20. júlí 2010 þrátt fyrir vitneskju um hana“ á þann hátt sem samþykktir félagsins gerðu ráð fyrir og því hafi forkaupsréttur annarra hluthafa orðið virkur. Hér sé um villu að ræða þar sem 20. júlí 2010 hafi ekki verið seldir hlutir í félaginu Aztiq Pharma Partners ehf., heldur í dótturfélaginu Aztiq Partners A.B. í Svíþjóð. Sú sala hafi ekki virkjað forkaupsrétt í móðurfélaginu. Endurupptökudómur fellst á að þarna sé um villu að ræða en segir bersýnilegt að hún sé smávægileg og hafi ekki haft nein áhrif á niðurstöðu Hæstaréttar. Beiðni um endurupptöku sé bersýnilega ekki á rökum reist og því beri að synja henni.
Dómsmál Tengdar fréttir Róbert og félagar dæmdir til 640 milljóna skaðabótagreiðslu Hæstiréttur hefur dæmt Róbert Wessmann, Árna Harðarsson og Magnús Jaroslaw Magnússon til þess að greiða Matthíasi Johannessen 640 milljónir í bætur vegna viðskipta í lyfjafyrirtækinu Alvogen. 15. febrúar 2018 16:27 Mest lesið Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Viðskipti innlent Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Atvinnulíf Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Sjá meira
Róbert og félagar dæmdir til 640 milljóna skaðabótagreiðslu Hæstiréttur hefur dæmt Róbert Wessmann, Árna Harðarsson og Magnús Jaroslaw Magnússon til þess að greiða Matthíasi Johannessen 640 milljónir í bætur vegna viðskipta í lyfjafyrirtækinu Alvogen. 15. febrúar 2018 16:27