Rafíþróttir

Framhaldsskólaleikarnir í beinni: Komið að úrslitastund

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Úrslitin ráðast í Framhaldsskólaleikunum í kvöld.
Úrslitin ráðast í Framhaldsskólaleikunum í kvöld. Meta Productions

Tækniskólinn og Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi mætast í úrslitum Framhaldsskólaleika Rafíþróttasambands Íslands og hægt er að fylgjast með beinni útsendingu hér á Vísi.

Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi, eða FVA, á erfitt verkefni fyrir höndum. Liðið er að taka þátt í Framhaldsskólaleikunum í fyrsta skipti, en Tækniskólinn er ríkjandi meistari.

Kristján Einar, Egill Ploder, Króli, Donna Cruz og Eva Margrét hafa séð um umfjöllunina og þau verða á sínum stað í beinni útsendingu frá þjóðarleikvangi Íslendinga í rafíþróttum, Arena.

Hægt er að fylgjast með beinni útsendingu á Stöð 2 eSport, eða einfaldelga í spilaranum hér fyrir neðan.






×