COVID stærsta ógn sem börn hafa staðið frammi fyrir Heimsljós 1. apríl 2022 11:50 Á þriðja ári heimsfaraldurs kórónuveirunnar eru skólar í 23 löndum, með rúmlega 400 milljónir skólabarna, enn ekki starfandi að öllu leyti. Þegar er ljóst að fjölmörg börn snúa ekki aftur til náms. UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, segir í nýrri skýrslu um afleiðingar COVID-19 að börn hafi ekki staðið frammi fyrir stærri ógn í heiminum í 75 ára sögu stofnunarinnar. „Eru börn í alvöru að læra?“ nefnist skýrslan sem byggir á gögnum um áhrif COVID-19 á skólagöngu barna borið saman við stöðu grunnskólabarna áður en faraldurinn hófst. Fram kemur að 147 milljónir barna hafi misst úr námi meira en annan hvern dag á síðustu tveimur árum. Auk gagna um námstap er í skýrslunni fjallað um brottfall nemenda sem við blasir nú þegar skólar hafa tekið til starfa. Tölur frá Líberíu sýna til dæmis að 43 prósent nemenda hafa ekki snúið aftur til náms eftir faraldurinn. Börnum utan skóla í Suður-Afríku fjölgaði þrefalt frá mars 2020 til júní 2021. Í Úganda skiluðu sér hins vegar níu af hverju tíu börnum eftir tveggja ára lokun skóla sem opnuðu aftur í ársbyrjun. Í Malaví jókst brottfall unglingsstúlkna og sömu sögu er að segja frá Kenía þar sem brottfall stúlkna er tvöfalt meira en drengja, 16 prósent á móti 8 prósentum. Að mati UNICEF eru börn utan skóla einhver viðkvæmustu og jaðarsettustu börn hvers samfélags. Þau eru síst líkleg til þess að geta lesið, skrifað eða leyst einföld stærðfræðidæmi. Þau eru líka svipt öryggisnetinu sem skólasamfélagið veitir sem setur þau í aukna hættu á því að verða fyrir misbeitingu, búa við ævilanga fátækt og vesöld. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Mest lesið Vaktin: Hraunið rennur yfir bílastæði Bláa lónsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent
„Eru börn í alvöru að læra?“ nefnist skýrslan sem byggir á gögnum um áhrif COVID-19 á skólagöngu barna borið saman við stöðu grunnskólabarna áður en faraldurinn hófst. Fram kemur að 147 milljónir barna hafi misst úr námi meira en annan hvern dag á síðustu tveimur árum. Auk gagna um námstap er í skýrslunni fjallað um brottfall nemenda sem við blasir nú þegar skólar hafa tekið til starfa. Tölur frá Líberíu sýna til dæmis að 43 prósent nemenda hafa ekki snúið aftur til náms eftir faraldurinn. Börnum utan skóla í Suður-Afríku fjölgaði þrefalt frá mars 2020 til júní 2021. Í Úganda skiluðu sér hins vegar níu af hverju tíu börnum eftir tveggja ára lokun skóla sem opnuðu aftur í ársbyrjun. Í Malaví jókst brottfall unglingsstúlkna og sömu sögu er að segja frá Kenía þar sem brottfall stúlkna er tvöfalt meira en drengja, 16 prósent á móti 8 prósentum. Að mati UNICEF eru börn utan skóla einhver viðkvæmustu og jaðarsettustu börn hvers samfélags. Þau eru síst líkleg til þess að geta lesið, skrifað eða leyst einföld stærðfræðidæmi. Þau eru líka svipt öryggisnetinu sem skólasamfélagið veitir sem setur þau í aukna hættu á því að verða fyrir misbeitingu, búa við ævilanga fátækt og vesöld. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Mest lesið Vaktin: Hraunið rennur yfir bílastæði Bláa lónsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent