Mest nýskráða undirtegundin
Tesla Model Y var mest nýskráða undirtegundin í mars, af 231 Tesla-bifreið skráðri í mánuðinum þá voru 175 Model Y. Mitsubishi Eclipse Cross var svon næst mest nýskráða einstaka undirtegundin með 95 bíls skráða. Það voru allar Mitsubishi bifreiðar sem nýskráðar voru i mars.
Nissan Leaf var þriðja mest nýskráða undirtegundin með 67 eintök nýskráð. Fyrsta Toyota-bifreiðin á listanum yfir mest nýskráðu undirtegundirnar er í fjórða sæti, Rav4 með 62 nýskráða bíla, 48 Land Cruiser-bifrieðar voru nýskráðir í mars.

Orkugjafi
Af þeim 1856 bifreiðum sem nýskráðar voru í mars voru 757 hreinir rafbílar eða um 40%. Til viðbótar voru 325 tengiltvinnbílar og 192 tvinnbílar. Einungis 179 bílanna voru hreinir bensín bílar og 403 þeirra voru hreinir dísel bílar. Bílar sem ganga fyrir vistvænni kostum en eingöngu jarðefnaeldsneyti er því rúmlega tveir þriðjungar af nýskráðum bílum.
Vistvænni kostir virðast njóta sífellt aukinna vinsælda. Í sama mánuði í fyrra voru 354 rafbílar nýskráðir af þeim 1589 sem nýskráðir voru, eða rétt rúm 22%. Vistvænni bílar voru þá um helmingur nýskráðra bíla eða 48,8%.