„Endalaust að fá athugasemdir að það væri ekki hægt að taka mark á mér, ég væri svo ljót“ Stefán Árni Pálsson skrifar 6. apríl 2022 10:31 Ólöf Tara, Ninna Karla, Helga Benediktsdóttir, Hulda Hrund og Þórhildur Gyða erum saman í baráttuhópnum Öfgar. Það hafa eflaust margir heyrt um hópinn Öfga sem heyrt hefur hátt í á undanförnu ári en markmið hópsins er að standa með þolendum og berjast gegn kynferðislegu ofbeldi. Þessar konur liggja svo sannarlega ekki á skoðununum sínum. Sindri Sindrason hitti hópinn í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöld og fékk að kynnast þessum konum betur. „Við erum ekkert alltaf brjálaðar og erum líka mjög fyndnar og skemmtilegar sko. Ég held að samfélagið sjái þetta út frá einhverjum æsifréttastíl og athugasemdakerfunum,“ segir Ninna Karla meðlimur í Öfgum. „Mér finnst miklu meira gaman hjá okkur heldur en við séum reiðar. Það er ekkert neikvætt að vera reiður stundum, bara nota reiðina í eitthvað gott,“ segir Ólöf Tara Harðardóttir í Öfgum. „Ef karlmenn eru reiðir eru þeir fullir af eldmóði en ef við erum reiðar erum við bara ógeðslega brjálaðar og á túr eða eitthvað,“ segir Hulda Hrund Sigmundsdóttir í Öfgum. Ekki er um að ræða hóp af æskuvinkonum heldur kynntust þær í gegnum baráttuna á einn eða annan hátt. Þau treysta okkur „Við viljum gera allt fyrir þolendur og trúum þeim og við finnum að þau treysta okkur,“ segir Helga Benediktsdóttir í Öfgum. Konurnar í hópnum eru í raun nokkuð ólíkar þegar kemur að menntun og starfi en um er að ræða einkaþjálfara, förðunarfræðing, leikara, nema í iðjuþjálfun og meistaranema í félagsráðgjöf. „Að vera með þetta bakland í þessari baráttu breytir öllu. Eldri aktívistar brenna bara út því þær eru bara einar. Það er erfiðara ef við erum hópur,“ segir Helga. , Konurnar byrjuðu að vinna saman fyrir aðeins tíu mánuðum og finna þær mikinn mun á samfélaginu á þessum stutta tíma. Fleiri taki mark á þeim og er stuðningurinn oft úr óvæntum áttum. „Við erum að fá ofboðslega mikinn stuðning frá eldri karlmönnum sem eru að bakka okkur upp og hafa samband við okkur og þakka okkur fyrir. Það er virkilega gefandi að fá stuðning úr þeirri átt,“ segir Hulda Hrund. „Á tímabili var baráttan svolítið þung og róðurinn svolítið þungur en stemningin er miklu léttari núna. Ég held að það sé út af því að við erum orðnar meira óheflaðar að nota húmorinn okkar og erum allar að verða miklu léttari á okkur,“ segir Ólöf Tara. Þær segjast vissulega finna fyrir fordómum. „Fordómarnir sem ég upplifi var að þegar við byrjuðum baráttuna var ég tuttugu kílóum þyngri og var í lyfjameðferð og þetta var ekki auðvelt. Þá var ég endalaust að fá athugasemdir að það væri ekki hægt að taka mark á mér, ég væri svo ljót og það myndi enginn vilja ríða mér. Svo hætti ég á þessari lyfjameðferð og þyngdin fór og þá er hægt að taka meira mark á mér,“ segir Hulda Hrund. Kynferðisofbeldi Ísland í dag MeToo Mest lesið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Lífið Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Lífið Fleiri fréttir Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Bitist um miða á ball vinstri sinnaðs ábreiðubands Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi „Sorgleg þróun“ Líf og fjör í teiti 66°Norður í Kaupmannahöfn „Fann það á mér að það væri of mikil fórn“ Kanye og Censori séu við það að skilja Öðruvísi hugmyndir fyrir Valentínusardaginn Blár hvalur í kveðjugjöf „Geta tveir einstaklingar með svona ólíka lífssýn átt í hjónabandi?“ Russell Brand stefnt vegna kynferðislegrar áreitni Eyþór Wöhler hefur fundið ástina Björn Hlynur og Rakel slettu úr klaufunum Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja „Ég gerði ein mistök, eða tvö“ Sjá meira
Sindri Sindrason hitti hópinn í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöld og fékk að kynnast þessum konum betur. „Við erum ekkert alltaf brjálaðar og erum líka mjög fyndnar og skemmtilegar sko. Ég held að samfélagið sjái þetta út frá einhverjum æsifréttastíl og athugasemdakerfunum,“ segir Ninna Karla meðlimur í Öfgum. „Mér finnst miklu meira gaman hjá okkur heldur en við séum reiðar. Það er ekkert neikvætt að vera reiður stundum, bara nota reiðina í eitthvað gott,“ segir Ólöf Tara Harðardóttir í Öfgum. „Ef karlmenn eru reiðir eru þeir fullir af eldmóði en ef við erum reiðar erum við bara ógeðslega brjálaðar og á túr eða eitthvað,“ segir Hulda Hrund Sigmundsdóttir í Öfgum. Ekki er um að ræða hóp af æskuvinkonum heldur kynntust þær í gegnum baráttuna á einn eða annan hátt. Þau treysta okkur „Við viljum gera allt fyrir þolendur og trúum þeim og við finnum að þau treysta okkur,“ segir Helga Benediktsdóttir í Öfgum. Konurnar í hópnum eru í raun nokkuð ólíkar þegar kemur að menntun og starfi en um er að ræða einkaþjálfara, förðunarfræðing, leikara, nema í iðjuþjálfun og meistaranema í félagsráðgjöf. „Að vera með þetta bakland í þessari baráttu breytir öllu. Eldri aktívistar brenna bara út því þær eru bara einar. Það er erfiðara ef við erum hópur,“ segir Helga. , Konurnar byrjuðu að vinna saman fyrir aðeins tíu mánuðum og finna þær mikinn mun á samfélaginu á þessum stutta tíma. Fleiri taki mark á þeim og er stuðningurinn oft úr óvæntum áttum. „Við erum að fá ofboðslega mikinn stuðning frá eldri karlmönnum sem eru að bakka okkur upp og hafa samband við okkur og þakka okkur fyrir. Það er virkilega gefandi að fá stuðning úr þeirri átt,“ segir Hulda Hrund. „Á tímabili var baráttan svolítið þung og róðurinn svolítið þungur en stemningin er miklu léttari núna. Ég held að það sé út af því að við erum orðnar meira óheflaðar að nota húmorinn okkar og erum allar að verða miklu léttari á okkur,“ segir Ólöf Tara. Þær segjast vissulega finna fyrir fordómum. „Fordómarnir sem ég upplifi var að þegar við byrjuðum baráttuna var ég tuttugu kílóum þyngri og var í lyfjameðferð og þetta var ekki auðvelt. Þá var ég endalaust að fá athugasemdir að það væri ekki hægt að taka mark á mér, ég væri svo ljót og það myndi enginn vilja ríða mér. Svo hætti ég á þessari lyfjameðferð og þyngdin fór og þá er hægt að taka meira mark á mér,“ segir Hulda Hrund.
Kynferðisofbeldi Ísland í dag MeToo Mest lesið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Lífið Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Lífið Fleiri fréttir Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Bitist um miða á ball vinstri sinnaðs ábreiðubands Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi „Sorgleg þróun“ Líf og fjör í teiti 66°Norður í Kaupmannahöfn „Fann það á mér að það væri of mikil fórn“ Kanye og Censori séu við það að skilja Öðruvísi hugmyndir fyrir Valentínusardaginn Blár hvalur í kveðjugjöf „Geta tveir einstaklingar með svona ólíka lífssýn átt í hjónabandi?“ Russell Brand stefnt vegna kynferðislegrar áreitni Eyþór Wöhler hefur fundið ástina Björn Hlynur og Rakel slettu úr klaufunum Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja „Ég gerði ein mistök, eða tvö“ Sjá meira