Rafmagnslausar og kaldar vegna sundurnagaðrar snúru Vésteinn Örn Pétursson skrifar 10. apríl 2022 15:55 Þessi kanína hefur notið góðs af Kanínuverkefninu. Þó liggur ekki fyrir hvort hér sé um að ræða þá sem nagaði í sundur snúruna, með örlagaríkum afleiðingum. Instagram/Dýrahjálp Yfir 20 kanínur bjuggu við rafmagnsleysi í meira en hálfan sólarhring eftir að ein úr hópi þeirra komst í rafmagnssnúru sem hún nagaði með þeim afleiðingum að rafmagn sló út. Umsjónaraðilar dýranna réðust í umfangsmiklar aðgerðir til að hlýja kanínunum, sem eru ekki vel búnar fyrir kulda. Um er að ræða gælukanínur sem áður bjuggu villtar í Elliðaárdal, en Kanínuverkefnið hefur tekið undir sinn verndarvæng til þess að finna þeim gott heimili. Kanínuverkefnið er samstarfsverkefni Dýrahjálpar Íslands, Villikanína og dýraþjónustu Reykjavíkur. Verkefnið er með aðstöðu undir kanínurnar í Húsdýragarðinum. „Það nagaði ein kanína framlengingarsnúru sem hékk fram hjá búrinu hennar. Svo rákust berir vírarnir í búr einnar kanínunnar, sem slapp sem betur fer vel, en þá sló allt út,“ segir Gréta Sóley Sigurðardóttir, sjálfboðaliði hjá Dýrahjálp. Hún segir örðugt að kenna kanínunum um stöðuna sem kom upp, enda sé það hlutverk sjálfboðaliðanna að koma í veg fyrir að eitthvað þessu líkt geti gerst. Einfaldlega hafi verið um mannleg mistök að ræða. „En það var þarna farið eitthvað öryggi sem við gátum ekki smellt í lag,“ segir Gréta Sóley. Rafvirki sem áður hefur aðstoðað við verkefnið hafi þá mætt á svæðið í gær, á frídegi, og kippt málunum í lag. Gréta Sóley segir sjálfboðaliðana afar þakkláta fyrir það. Mannfólkið er ekki eina tegundin sem hefur mátt sæta sóttkví.Instagram/Dýrahjálp Þola kuldann illa þrátt fyrir feldinn Margir kunna að spyrja sig hvort kanínur séu raunverulega svo kulsæknar að ráðast þurfi í sérstakar aðgerðir til þess að hlýja þeim þegar rafmagn slær út. Gréta Sóley útskýrir að gælukanínum verði einmitt mjög kalt. „Þessar kanínur sem eru úti hér á Íslandi eru af gæludýrakyni. Þær eru ekki eins og villtar kanínur úti í heimi sem bera eiginleika sem henta útiveru,“ segir hún og bendir á að villikanínur séu með mun betur einangrandi feld. Því hafi verið brugðið á það ráð að sjóða vatn og setja í flöskur sem voru settar inn í búr dýranna, auk þess sem þær fengu teppi. Kanínurnar sem koma til kasta Kanínuverkefnisins eru geymdar í búrum í viku eftir að hafa verið teknar inn úr Elliðaárdalnum, þar sem þær þurfa að vera í sóttkví hvor frá annarri vegna smithættu. Þær eru sömuleiðis ormahreinsaðar og fleira. Þær gátu því ekki hlaupið sér til hita, eins og kanínur gera gjarnan. Gréta Sóley segir þó að allt hafi farið vel að lokum, þrátt fyrir langvarandi rafmagnsleysi kanínanna. Nú halda 23 kanínur til í aðstöðunni en alls hafa 46 kanínur komið til kasta sjálfboðaliðanna. „Þær voru furðugóðar og skildu ekkert hvað ég var að brasa þarna með flöskur og teppi,“ segir Gréta Sóley. Dýr Gæludýr Reykjavík Mest lesið Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Lífið Gerðu upp gamlan banka í dönsku krúttþorpi Lífið Prinsessan í sínu fyrsta hlutverki með Höllu Lífið Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Lífið Lærði fyrstu hundrað tölurnar í pi í sóttkví Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Lífið Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Segist vera orðinn of gamall Lífið Fleiri fréttir Kransakaka Jóa Fel án kökuforms Gerðu upp gamlan banka í dönsku krúttþorpi Prinsessan í sínu fyrsta hlutverki með Höllu Lærði fyrstu hundrað tölurnar í pi í sóttkví Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Gossip girl stjarna orðinn faðir „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Tipsý bar valinn besti barinn í Reykjavík Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Saltaðar píkur og hátíðarúrgangur Segist vera orðinn of gamall Sveppi og Pétur skíthræddir við hýenur sem heimamaðurinn kallar djöfullinn Enginn dæmir neinn á vikulegum geislasverðaæfingum „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ „Ég er auðvitað ekkert eðlilega stolt“ Íslenska ullin grunnurinn í hönnuninni Heimsfrægir dansarar kenndu nemendum Brynju Péturs Tara Sif og Elfar Elí keyptu glæsihús í Kópavogi Hraðfréttaprins fæddur og nefndur Tvær stúlkur bera nú nafnið eftir mismæli Svíakonungs Níutíu prósent Íslendinga geti sest í helgan stein fyrir þrítugt Fréttir síðustu daga stoppa ekki bingó Flokks fólksins Stjörnulífið: Sólarsæla og sykurpabbar Dreymir um að verða rithöfundur Af hverju talar Áslaug Arna um „smjörklípumenn“? Kvennaathvarfið á allra vörum Fann ástina á Prikinu Átta Dalvíkingar grófu sig í snjóhús í hamfaraveðri Krakkatían: Bangsímon, borðspil og bílar Sjá meira
Um er að ræða gælukanínur sem áður bjuggu villtar í Elliðaárdal, en Kanínuverkefnið hefur tekið undir sinn verndarvæng til þess að finna þeim gott heimili. Kanínuverkefnið er samstarfsverkefni Dýrahjálpar Íslands, Villikanína og dýraþjónustu Reykjavíkur. Verkefnið er með aðstöðu undir kanínurnar í Húsdýragarðinum. „Það nagaði ein kanína framlengingarsnúru sem hékk fram hjá búrinu hennar. Svo rákust berir vírarnir í búr einnar kanínunnar, sem slapp sem betur fer vel, en þá sló allt út,“ segir Gréta Sóley Sigurðardóttir, sjálfboðaliði hjá Dýrahjálp. Hún segir örðugt að kenna kanínunum um stöðuna sem kom upp, enda sé það hlutverk sjálfboðaliðanna að koma í veg fyrir að eitthvað þessu líkt geti gerst. Einfaldlega hafi verið um mannleg mistök að ræða. „En það var þarna farið eitthvað öryggi sem við gátum ekki smellt í lag,“ segir Gréta Sóley. Rafvirki sem áður hefur aðstoðað við verkefnið hafi þá mætt á svæðið í gær, á frídegi, og kippt málunum í lag. Gréta Sóley segir sjálfboðaliðana afar þakkláta fyrir það. Mannfólkið er ekki eina tegundin sem hefur mátt sæta sóttkví.Instagram/Dýrahjálp Þola kuldann illa þrátt fyrir feldinn Margir kunna að spyrja sig hvort kanínur séu raunverulega svo kulsæknar að ráðast þurfi í sérstakar aðgerðir til þess að hlýja þeim þegar rafmagn slær út. Gréta Sóley útskýrir að gælukanínum verði einmitt mjög kalt. „Þessar kanínur sem eru úti hér á Íslandi eru af gæludýrakyni. Þær eru ekki eins og villtar kanínur úti í heimi sem bera eiginleika sem henta útiveru,“ segir hún og bendir á að villikanínur séu með mun betur einangrandi feld. Því hafi verið brugðið á það ráð að sjóða vatn og setja í flöskur sem voru settar inn í búr dýranna, auk þess sem þær fengu teppi. Kanínurnar sem koma til kasta Kanínuverkefnisins eru geymdar í búrum í viku eftir að hafa verið teknar inn úr Elliðaárdalnum, þar sem þær þurfa að vera í sóttkví hvor frá annarri vegna smithættu. Þær eru sömuleiðis ormahreinsaðar og fleira. Þær gátu því ekki hlaupið sér til hita, eins og kanínur gera gjarnan. Gréta Sóley segir þó að allt hafi farið vel að lokum, þrátt fyrir langvarandi rafmagnsleysi kanínanna. Nú halda 23 kanínur til í aðstöðunni en alls hafa 46 kanínur komið til kasta sjálfboðaliðanna. „Þær voru furðugóðar og skildu ekkert hvað ég var að brasa þarna með flöskur og teppi,“ segir Gréta Sóley.
Dýr Gæludýr Reykjavík Mest lesið Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Lífið Gerðu upp gamlan banka í dönsku krúttþorpi Lífið Prinsessan í sínu fyrsta hlutverki með Höllu Lífið Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Lífið Lærði fyrstu hundrað tölurnar í pi í sóttkví Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Lífið Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Segist vera orðinn of gamall Lífið Fleiri fréttir Kransakaka Jóa Fel án kökuforms Gerðu upp gamlan banka í dönsku krúttþorpi Prinsessan í sínu fyrsta hlutverki með Höllu Lærði fyrstu hundrað tölurnar í pi í sóttkví Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Gossip girl stjarna orðinn faðir „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Tipsý bar valinn besti barinn í Reykjavík Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Saltaðar píkur og hátíðarúrgangur Segist vera orðinn of gamall Sveppi og Pétur skíthræddir við hýenur sem heimamaðurinn kallar djöfullinn Enginn dæmir neinn á vikulegum geislasverðaæfingum „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ „Ég er auðvitað ekkert eðlilega stolt“ Íslenska ullin grunnurinn í hönnuninni Heimsfrægir dansarar kenndu nemendum Brynju Péturs Tara Sif og Elfar Elí keyptu glæsihús í Kópavogi Hraðfréttaprins fæddur og nefndur Tvær stúlkur bera nú nafnið eftir mismæli Svíakonungs Níutíu prósent Íslendinga geti sest í helgan stein fyrir þrítugt Fréttir síðustu daga stoppa ekki bingó Flokks fólksins Stjörnulífið: Sólarsæla og sykurpabbar Dreymir um að verða rithöfundur Af hverju talar Áslaug Arna um „smjörklípumenn“? Kvennaathvarfið á allra vörum Fann ástina á Prikinu Átta Dalvíkingar grófu sig í snjóhús í hamfaraveðri Krakkatían: Bangsímon, borðspil og bílar Sjá meira