Lífið

Eyþór Ingi var aðeins of góður sem Bó eftirherma

Sylvía Rut Sigfúsdóttir og Elísabet Hanna skrifa
Það er alltaf stutt í grínið hjá Eyþóri Inga.
Það er alltaf stutt í grínið hjá Eyþóri Inga. Stilla úr þáttunum Kvöldstund með Eyþóri Inga.

Eyþór Ingi fór með Björgvin Halldórsson eftirhermuna sína á annað stig þegar hann las auglýsingu inn fyrir sinn eigin þátt á Stöð 2. Eftirherman var aðeins of góð og auglýsingin fór í birtingu án þess að neinn áttaði sig á að um Eyþór væri að ræða. 

Stöð 2 birti því klippu sem útskýrir hver er á bakvið auglýsinguna. Aðspurður sagði Eyþór að það væri ákveðinn draumur að rætast við það að fá að tala í hljóðnemann sem sjálfur Bó notast við.

Eyþór verður með þáttinn Kvöldstund með Eyþóri Inga sem fer í loftið á miðvikudaginn. Þar verður hann í banastuði ásamt einvalaliði tónlistarfólks. Þátturinn verður stútfullir af frábærri tónlist, skemmtun og góðu gríni.

Klippa: Eyþór Ingi stígur í fótspor BÓ

Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.