Hún lýsir því einnig hvernig sjálfstraustið hefur aukist með árunum og hvernig hún þorir meira að prófa nýja hluti þegar kemur að hári og förðun í dag. Hún setur einnig á sig gloss í myndbandinu og talar um það hvað hún noti varaliti, gloss og aðrar vörur á varirnar meira þegar hún er á lausu eins og hún sé núna.
Með því kom hún því skírt til skila að hún og fyrrverandi kærastinn hennar Shawn Mendes séu ekki aftur saman og hún bætir við:
„Því mér líkar ekki að kyssa einhvern með gloss, það er rosa mikið, svo núna þegar ég er ekki að kyssa neinn er gloss tími elskan.“