Lífið

Ljúfir tónar ómuðu um eyðimörkina á Coachella

Elísabet Hanna skrifar
Harry Styles er einn þeirra tónlistarmanna sem kom sá og sigraði á hátíðinni.
Harry Styles er einn þeirra tónlistarmanna sem kom sá og sigraði á hátíðinni. Getty/Kevin Mazur

Tónlistarhátíðin Coachella fór fram í eyðimörkinni í Indio, Kaliforníu eftir að hafa legið niðri síðustu tvö ár vegna heimsfaraldursins. Hátíðin er þekkt fyrir stór nöfn bæði á sviðinu og í áhorfendahópnum. 

Stjörnur á borð við Vanessu Hudgens, Leonardo DiCaprio og Kardashian/Jenner systurnar eru nánast fastagestir og var engin undantekning á því þetta árið. Hátíðin skiptist upp í tvær helgar, enda mikil aðsókn og margir sem mæta jafnvel báðar helgarnar en fyrri helgin var að klárast. Gestir hátíðarinnar elska að klæðast litríkum fötum og að leika sér með förðunina. 

Meðal þeirra sem komu fram þetta árið voru Arcade Fire, Billie Eilish, The Weeknd, Doja Cat, Fatboy Slim, Megan Thee Stallion, Damon Albarn, Swedish House Mafia og Eurovision sigurvegararnir Måneskin.

Framkoman hjá Harry Styles vakti mikla lukku en þetta var í fyrsta skipti sem hann kom fram á hátíðinni. Gestirnir voru alsælir þegar hann bauð Shaniu Twain velkomna á sviðið með sér og tóku þau slagara saman eins og lagið Man! I feel like a woman! og You're Still the One.

Fyrirsætan Elsa Hosk var mætt á svæðið og virtist skemmta sér vel.

Fyrirsætan Alessandra Ambrosio var einnig á svæðinu en hún er tíður gestur á hátíðinni.

Finneas tónlistarmaður og bróðir Billie Eilish var með flotta framkomu á hátíðinni.

Paris Hilton mætti eins og eyðimerkur gyðja.

Fleiri myndir frá hátíðinni má sjá hér að neðan:


Tengdar fréttir

Ye hættir við að koma fram á Coachella

Rapparinn Ye, áður Kanye West, hefur dregið sig út úr Coachella hátíðinni. Hann átti að koma fram á lokakvöldi beggja tónleikahelganna. 

Tra­vis Scott sparkað af Coachella

Tónlistarmaðurinn Travis Scott mun ekki koma fram á Coachella en hann átti að troða upp á aðaltónleikum hátíðarinnar sem er ein sú stærsta í heiminum. Sextíu þúsund manns hafa skrifað undir áskorun til skipuleggjenda hátíðarinnar um að sparka Scott.

Stjörnurnar á Coachella

Fyrsta helgi tónlistarhátíðarinnar Coachella fór fram um helgina og allar helstu stjörnurnar mættu á svæðið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.