Saga sló Ármann út í framlengingu Snorri Rafn Hallsson skrifar 24. apríl 2022 13:01 Stórmeistaramótið í CS:GO hófst í gærkvöldi með viðureign Ármanns og Sögu. Í fyrsta leik 8 liða úrslita Stórmeistaramótsins mættust tvö lið sem léku í Ljósleiðaradeildinni á síðasta tímabili. Ármann tryggði sér þátttökurétt á Stórmeistaramótinu með því að lenda í 4. sæti deildarinnar. Saga endaði í 6. sæti en með góðum árangri í Áskorendamótinu fyrr í mánuðinum komu þeir sér á mótið. Saga þurfti því að hafa meira fyrir því að fá að leika í kvöld og þurftu að mæta blóðþyrstir inn í viðureignina. Á Stórmeistaramótinu eru leiknir þrír leikir í hverri viðureign og það lið sem vinnur tvo leiki fer áfram. Liðin Lið Ármanns skipuðu Ofvirkur, Hundzi, Kruzer, 7homsen og Vargur. Þetta var sami hópur og lék fyrir liðið stærstan hluta síðasta tímabils og valdi Tommi „Izedi“ Varg sem Toppmann Tomma. Lið Sögu skipuðu Brnr, Wzrd, ZerQ, ADHD og Skoon. Uppistaða liðsins var sú sama og lék undir lok tímabilsins, að undanskildu því að Dom hafði verið skipt út fyrir ZerQ sem áður lék fyrir Fylki. Toppmaður Tomma var svo Brnr. Kortaval Liðin skiptust á að velja og hafna kortum og fór kortavalið þannig fram: Saga bannaði Inferno Ármann bannaði Vertigo Saga valdi Ancient Ármann valdi Dust 2 Saga bannaði Mirage Ármann bannaði Overpass Úrslitakort: Nuke Kristján Einar, Tommi og Dói létu vel um sig fara í settinu. Höfðu þáttastjórnendur orð á að kortavalið gæti hentað Sögu betur enda liðið þekkt fyrir að kunna vel við sig bæði í Dust 2 og Nuke. Aðspurður spáði Dói Sögu 2–1 sigri, en Tommi gerði ráð fyrir að viðureignin færi 2–1 fyrir Ármanni en Saga myndi vinna fyrsta leikinn. Leikur 1: Ancient Saga valdi kortið svo Ármann fékk að velja sér hlið og kaus að byrja í vörn (Counter-Terrorists) og Saga sótti. Saga var ekki lengi að koma sér inn á sprengjusvæðið í upphafi fyrstu lotu og varðist endurtöku af krafti til að tryggja sér fyrsta stigið í leiknum. Önnur lotan var einnig hægur leikur fyrir Sögu sem sótti aftur hratt á B-svæðið og voru leikmenn Ármanns afar bitlausir í vörninni. Í þeirri þriðju fékk Saga svo frítt plant þar sem Ármann reyndi að ná svæðinu til baka en það gekk ekki eftir. Loks gat Ármann vopnast og sá við Sögu á miðju kortsins, náði í sitt fyrsta stig með fjóra menn á lífi. Rétti það efnahaginn heldur betur við fyrir Ármann sem vann einnig næstu lotu. Ármann var svo ekki lengi að jafna þegar Vargur skellti í lás í sjöttu lotu og komst svo yfir í 4–3. Voru Hundzi, Vargur og Kruzer mjög atkvæðamiklir fyrir Ármann, voru árásargjarnir og áttu stóran þátt í því að Ármann vann loturnar gjarnan með marga menn á lífi. Saga reyndi þó nokkrar hraðabreytingar og var við það að vinna níundu lotu þegar Kruzer bjargaði lotunni fyrir horn með því að fella tvo síðustu leikmenn Sögu, aftengja sprengjuna og hirða vappann fyrir Ofvirkan. Hafði Ármann þá unnið sex lotur í röð áður en Saga krækti í sitt fjórða stig í tíundu lotu. Einungis tvö stig skildu liðin að þegar lokasprettur fyrri hálfleiks hófst en Ármann á mun meiri siglingu. Fjórföld fella frá 7homsen og sigur í loka einvíginu kom Ármanni í 7–4 og Ármann því á góðri leið með að vinna hálfleikinn. Góðar reddingar þegar á reyndi og aðlögunarhæfni í að taka á móti ólíkum aðgerðum Sögu skilaði Ármanni að lokum 5 stiga forskoti inn í síðari hálfleikinn þar sem liðin skiptu um stöður. Staða í hálfleik: Ármann 10 – 5 Saga Í skammbyssulotunni hafði Ármann betur með þrefaldri fellu frá Hundza. Fjórföld fella og algjör redding skilaði Ármanni tólfta stiginu og greinilegt að þessar bjarganir skiluðu Ármanni gríðarlega mikilvægum stigum. Það vantaði herlsumuninn hjá Sögu til að loka lotunum og róðurinn því erfiður. Sóknarleikur Ármanns var engu síðri en varnarleikurinn og þó Ancient kortið eigi að teljast nokkuð varnarmiðað komst Saga ekki á blað fyrr en Ármann hafði unnið fjórar lotur í röð en markaðist sú lota af stefnuleysi Ármanns sem Saga nýtti sér til að vinna einvígin einn á einn. Náði Saga einungis einni lotu í viðbót áður en Ármann lokaði leiknum. Lokatölur: Ármann 16 – 7 Saga Leikur 2: Dust 2 Í þetta skiptið hafði Ármann valið kortið svo Saga byrjaði í vörninni. Ármann hóf leikinn af krafti þar sem Kruzer felldi þrjá andstæðinga einn síns liðs í skammbyssulotunni. Saga náði yfirhöndinni í annari lotu en Ármann teygði listilega vel á vörninni og sneri lotunni sér í hag. Það var ekki fyrr en í fimmtu lotu sem Saga komst á blað með öflugri deiglulotu þar sem þeir stöfluðu sér á A svæðið og höfðu betur. Í lotunni þar á eftir tók þeim aftur að fella alla leikmenn Ármanns og aftengja sprengjuna og í kjölfarið gat Saga fullvopnast. Reyndist það Ármanni dýrt þar sem ZerQ felldi þrjá andstæðinga. Mjótt var orðið á mununum og Ármann einungis með skammbyssur. Féllu leikmenn Ármanns allt of auðveldlega í framhaldinu þegar Saga jafnaði í 4–4 og komst svo yfir. Saga var þá komið á góða siglingu og ADHD í miklu stuði í þessari sigurhrinu liðsins. Henni lauk með enn einni reddingunni frá Kruzer sem hafði betur í einvígi gegn Wzrd. Saga svaraði um hæl og tók næstu 3 lotur þar sem Wzrd fór á kostum í að styðja við ADHD. Höfðu leikar því snúist við frá því í Ancient og Saga með gott forskot að þessu sinni þó Kruzer hefði bjargað þeirri síðustu fyrir horn. Staða í hálfleik: Ármann 6 – 9 Saga Í skammbyssulotunni lét Saga miðjuna eiga sig og sótti í gegnum lengjuna að A-svæði. Ármann hafði stillt sér upp á B-svæði en tókst rétt svo að sjá við sögu þar sem Vargur var heppinn að finna kit á sprengjusvæðinu. Þreföld fella frá Vargi í næstu lotu á eftir minnkaði muninn í eitt stig og reyndist þeim hægur leikur að jafna metin í 9–9. Kruzer var óhræddur við að hlaupa í gegnum reyksprengju til að koma Ármanni loks yfir í fyrsta sinn frá því í fyrri hálfleik. Hafði Ármann þá unnið sex lotur í röð og studdi Ofvirkur vel við Varg þegar Ármann bætti þeirri sjöundu í röð við og komst í 12–9. Ofvirkur hafði ekki látið mikið fyrir sér fara en með fjórfaldri fellu stimplaði hann sig loks inn í leikinn og brekkan orðin ansi brött fyrir Sögu sem hafði ekki unnið eina einustu lotu í síðari hálfleik. Saga var þó ekki dauð úr öllum æðum og sópaði Ármanni upp í 23. lotu. Átti Ármann ekkert í þá í næstu lotu og reyndi ekki einu sinni að aftengja sprengjuna til þess að halda vopnum sínum örugglega. Baráttan var hörð í kjölfarið en Sögu tókst að fella B-svæðið þriðju lotuna í röð og senda Ármann í spar. Wzrd jafnaði leika fyrir Sögu, 13–13 í lotu þar sem Saga missti ekki eitt einasta hp og hafði leikurinn snúist algjörlega við í annað skiptið. Ármann var komið með bakið upp við vegg og Saga náði yfirhöndinni á ný með því að keyra hart á B-svæðið sem var veiki punkturinn í vörn Ármanns. Þegar Saga breytti um taktík sá Ármann við þeim, jafnaði og hleypti af stað spennandi lokaspretti. Skiptust liðin á lotum og voru leikmenn Ármanns blankir þegar Saga var komið í sigurstigið. Var Vargur eina von Ármanns einn gegn ADHD og Brnr en allt kom fyrir ekkert. Fjórföld fella frá Brnr hét lífi í viðureigninni þar sem Saga van 7 af síðustu 8 lotum leiksins sem var óvenjulega kaflaskiptur. Lokatölur: Ármann 14 – 16 Saga Leikur 3: Nuke Þar sem jafnt var í viðureigninni þurfti þriðja leikinn til að skera úr um hvort liði færi í undanúrslit. Það var því allt undir í Nuke kortinu en leikurinn hófst á hnífalotu. Þar hafði Ármann betur með enn einni björguninni og kaus að byrja í vörn. Saga sótti af mikilli hörku strax frá upphafi, Zerq felldi þrjá og Saga krækti í fyrsta stigið í leiknum og einnig næstu tvö áður en bæði lið gátu vopnast til fulls. Liðin skiptust á mönnum í fjórðu lotu í dramatískum slag þar sem Ofvirkur og Zerq stóðu einir eftir. Náði Ofvirkur að aftengja sprengjuna á meðan Zerq lá í laumi og þorði ekki í hann. Liðin skiptust þá á lotum og seigla Ármanns skein í gegn þegar liðið vann sparlotu í erfiðri stöðu. Klaufaskapur hjá Sögu gerði Ármanni kleift að jafna. Vargur kom sér í gríðarlega góða stöðu aftan við kassa við rampinn í níundu lotu og tókst að fella alla leikmenn Sögu sem enn of aftur töðuðu lotu án þess að koma sprengjunni fyrir. Var Ármann þá komið yfir og liði með byr undir báðum vængjum. Öflug sókn frá Skoon og Zerq minnkaði þó muninn á ný og jafnaði Saga í lotunni þar á eftir, 6–6. 7homsen og Kruzer voru við það að koma Ármanni afturþegar Zerq reis upp og tók forskotið til Sögu á ný. Hljóp hann lipur um kortið og olli usla hvar sem hann mætti. Ármann náði þó síðustu lotunni með fjórfaldri fellur frá Vargi og var allt í járnum þegar liðin skiptu um hlutverk Staða í hálfleik: Ármann 7 – 8 Saga Ármann jafnaði í upphafi síðari hálfleiks til að auka enn frekar á spennuna. Saga náði með ótrúlegri lagni að bjarga næstu lotunni fyrir horn þar sem Ármann lék vel framan af en voru of aftarlega þegar kom að því að verja sprengjuna eftir plant. Tók Ármann þá fyrsta leikhléið í viðureigninni allri en komu ekki sprækir til baka. Saga afgreiddi þá í fullkominni lotu og var vörnin gríðarlega þétt. Fjörföld fella frá Brnr tryggði Sögu ellefta stigið og þurfti Ármann að verja öllum sínum fjármunum í vopn. Það borgaði sig og náði Saga ekki að aftengja sprengjuna. Saga hafði þó leikinn algjörlega á sínu valdi um stund þar sem Ármann fann enga leið í gegnum vörnina fyrr en í 24. lotu en þá var Saga þegar með fjögurra lotu forskot, 14–10. Ármann reif sig þá í gang og sótti af mikilli hörku en það skilaði sér í því að liðinu tókst að jafna leika á ný, 14–14, og bjóða upp á gríðarlega spennandi lokasprett. Ofvirkur byrjaði á því að opna á ADHD og tók Kruzer Wzrd áður en Ármann skellti niður sprengjunni. Saga lagði ekki í því að aftengja sprengjuna og var Ármann því í versta falli búið að tryggja sér framlengingu. Ármann keyrði hratt í næstu lotu og komst fljótt á sprengjusvæðið. Leikmenn sögu voru svifaseinir í vörninni en þegar þeir loks mættu náði ADHD að aftengja sprengjuna á síðustu stundu. Staða eftir venjulegan leiktíma: Ármann 15 – 15 Saga Í framlengingu eru leiknar sex lotur og þarf lið að hafa betur fjórum þeirra til að vinna leikinn. Í upphafi skiptust liðin á leikmönnum en Saga krækti í fyrsta stigið. Ármann var ekki lengi að koma sprengjunni fyrir í næstu lotu og þurftu Zerq og Wzrd að taka á honum stóra sínum til að hafa betur gegn fjórum leikmönnum Ármanns og tókst Zerq að aftengja sprengjuna á síðustu sekúndu. Þriðja lotan var svo auðveld fyrir Sögu og liðið því komið með annan fótinn í undanúrslitin. Þegar Hundzi felldi tvo og aftengdi sprengjuna í fjórðu lotu framlengingar kastaði hann líflínu til Ármanns, líflínu sem Saga var ekki lengi að skera á. Lokatölur: Ármann 16 – 19 Saga Það var ekki síst Zerq að þakka að Saga er á leiðinni í undanúrslitin sem fram fara næstu helgi. Hann rauf 30-múrinn í venjulegum leiktíma og lauk leiknum með 44 fellur. Það má því segja að Dói hafi haft rétt fyrir sér, úrslitin í einvíginu 2–1 fyrir Sögu. Föstudaginn 29. apríl mætir liðið sigurvegaranum úr viðureign Dusty og BadCompany klukkan 18:15. Sýnt verður frá leiknum á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands. Ármann Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport
Í fyrsta leik 8 liða úrslita Stórmeistaramótsins mættust tvö lið sem léku í Ljósleiðaradeildinni á síðasta tímabili. Ármann tryggði sér þátttökurétt á Stórmeistaramótinu með því að lenda í 4. sæti deildarinnar. Saga endaði í 6. sæti en með góðum árangri í Áskorendamótinu fyrr í mánuðinum komu þeir sér á mótið. Saga þurfti því að hafa meira fyrir því að fá að leika í kvöld og þurftu að mæta blóðþyrstir inn í viðureignina. Á Stórmeistaramótinu eru leiknir þrír leikir í hverri viðureign og það lið sem vinnur tvo leiki fer áfram. Liðin Lið Ármanns skipuðu Ofvirkur, Hundzi, Kruzer, 7homsen og Vargur. Þetta var sami hópur og lék fyrir liðið stærstan hluta síðasta tímabils og valdi Tommi „Izedi“ Varg sem Toppmann Tomma. Lið Sögu skipuðu Brnr, Wzrd, ZerQ, ADHD og Skoon. Uppistaða liðsins var sú sama og lék undir lok tímabilsins, að undanskildu því að Dom hafði verið skipt út fyrir ZerQ sem áður lék fyrir Fylki. Toppmaður Tomma var svo Brnr. Kortaval Liðin skiptust á að velja og hafna kortum og fór kortavalið þannig fram: Saga bannaði Inferno Ármann bannaði Vertigo Saga valdi Ancient Ármann valdi Dust 2 Saga bannaði Mirage Ármann bannaði Overpass Úrslitakort: Nuke Kristján Einar, Tommi og Dói létu vel um sig fara í settinu. Höfðu þáttastjórnendur orð á að kortavalið gæti hentað Sögu betur enda liðið þekkt fyrir að kunna vel við sig bæði í Dust 2 og Nuke. Aðspurður spáði Dói Sögu 2–1 sigri, en Tommi gerði ráð fyrir að viðureignin færi 2–1 fyrir Ármanni en Saga myndi vinna fyrsta leikinn. Leikur 1: Ancient Saga valdi kortið svo Ármann fékk að velja sér hlið og kaus að byrja í vörn (Counter-Terrorists) og Saga sótti. Saga var ekki lengi að koma sér inn á sprengjusvæðið í upphafi fyrstu lotu og varðist endurtöku af krafti til að tryggja sér fyrsta stigið í leiknum. Önnur lotan var einnig hægur leikur fyrir Sögu sem sótti aftur hratt á B-svæðið og voru leikmenn Ármanns afar bitlausir í vörninni. Í þeirri þriðju fékk Saga svo frítt plant þar sem Ármann reyndi að ná svæðinu til baka en það gekk ekki eftir. Loks gat Ármann vopnast og sá við Sögu á miðju kortsins, náði í sitt fyrsta stig með fjóra menn á lífi. Rétti það efnahaginn heldur betur við fyrir Ármann sem vann einnig næstu lotu. Ármann var svo ekki lengi að jafna þegar Vargur skellti í lás í sjöttu lotu og komst svo yfir í 4–3. Voru Hundzi, Vargur og Kruzer mjög atkvæðamiklir fyrir Ármann, voru árásargjarnir og áttu stóran þátt í því að Ármann vann loturnar gjarnan með marga menn á lífi. Saga reyndi þó nokkrar hraðabreytingar og var við það að vinna níundu lotu þegar Kruzer bjargaði lotunni fyrir horn með því að fella tvo síðustu leikmenn Sögu, aftengja sprengjuna og hirða vappann fyrir Ofvirkan. Hafði Ármann þá unnið sex lotur í röð áður en Saga krækti í sitt fjórða stig í tíundu lotu. Einungis tvö stig skildu liðin að þegar lokasprettur fyrri hálfleiks hófst en Ármann á mun meiri siglingu. Fjórföld fella frá 7homsen og sigur í loka einvíginu kom Ármanni í 7–4 og Ármann því á góðri leið með að vinna hálfleikinn. Góðar reddingar þegar á reyndi og aðlögunarhæfni í að taka á móti ólíkum aðgerðum Sögu skilaði Ármanni að lokum 5 stiga forskoti inn í síðari hálfleikinn þar sem liðin skiptu um stöður. Staða í hálfleik: Ármann 10 – 5 Saga Í skammbyssulotunni hafði Ármann betur með þrefaldri fellu frá Hundza. Fjórföld fella og algjör redding skilaði Ármanni tólfta stiginu og greinilegt að þessar bjarganir skiluðu Ármanni gríðarlega mikilvægum stigum. Það vantaði herlsumuninn hjá Sögu til að loka lotunum og róðurinn því erfiður. Sóknarleikur Ármanns var engu síðri en varnarleikurinn og þó Ancient kortið eigi að teljast nokkuð varnarmiðað komst Saga ekki á blað fyrr en Ármann hafði unnið fjórar lotur í röð en markaðist sú lota af stefnuleysi Ármanns sem Saga nýtti sér til að vinna einvígin einn á einn. Náði Saga einungis einni lotu í viðbót áður en Ármann lokaði leiknum. Lokatölur: Ármann 16 – 7 Saga Leikur 2: Dust 2 Í þetta skiptið hafði Ármann valið kortið svo Saga byrjaði í vörninni. Ármann hóf leikinn af krafti þar sem Kruzer felldi þrjá andstæðinga einn síns liðs í skammbyssulotunni. Saga náði yfirhöndinni í annari lotu en Ármann teygði listilega vel á vörninni og sneri lotunni sér í hag. Það var ekki fyrr en í fimmtu lotu sem Saga komst á blað með öflugri deiglulotu þar sem þeir stöfluðu sér á A svæðið og höfðu betur. Í lotunni þar á eftir tók þeim aftur að fella alla leikmenn Ármanns og aftengja sprengjuna og í kjölfarið gat Saga fullvopnast. Reyndist það Ármanni dýrt þar sem ZerQ felldi þrjá andstæðinga. Mjótt var orðið á mununum og Ármann einungis með skammbyssur. Féllu leikmenn Ármanns allt of auðveldlega í framhaldinu þegar Saga jafnaði í 4–4 og komst svo yfir. Saga var þá komið á góða siglingu og ADHD í miklu stuði í þessari sigurhrinu liðsins. Henni lauk með enn einni reddingunni frá Kruzer sem hafði betur í einvígi gegn Wzrd. Saga svaraði um hæl og tók næstu 3 lotur þar sem Wzrd fór á kostum í að styðja við ADHD. Höfðu leikar því snúist við frá því í Ancient og Saga með gott forskot að þessu sinni þó Kruzer hefði bjargað þeirri síðustu fyrir horn. Staða í hálfleik: Ármann 6 – 9 Saga Í skammbyssulotunni lét Saga miðjuna eiga sig og sótti í gegnum lengjuna að A-svæði. Ármann hafði stillt sér upp á B-svæði en tókst rétt svo að sjá við sögu þar sem Vargur var heppinn að finna kit á sprengjusvæðinu. Þreföld fella frá Vargi í næstu lotu á eftir minnkaði muninn í eitt stig og reyndist þeim hægur leikur að jafna metin í 9–9. Kruzer var óhræddur við að hlaupa í gegnum reyksprengju til að koma Ármanni loks yfir í fyrsta sinn frá því í fyrri hálfleik. Hafði Ármann þá unnið sex lotur í röð og studdi Ofvirkur vel við Varg þegar Ármann bætti þeirri sjöundu í röð við og komst í 12–9. Ofvirkur hafði ekki látið mikið fyrir sér fara en með fjórfaldri fellu stimplaði hann sig loks inn í leikinn og brekkan orðin ansi brött fyrir Sögu sem hafði ekki unnið eina einustu lotu í síðari hálfleik. Saga var þó ekki dauð úr öllum æðum og sópaði Ármanni upp í 23. lotu. Átti Ármann ekkert í þá í næstu lotu og reyndi ekki einu sinni að aftengja sprengjuna til þess að halda vopnum sínum örugglega. Baráttan var hörð í kjölfarið en Sögu tókst að fella B-svæðið þriðju lotuna í röð og senda Ármann í spar. Wzrd jafnaði leika fyrir Sögu, 13–13 í lotu þar sem Saga missti ekki eitt einasta hp og hafði leikurinn snúist algjörlega við í annað skiptið. Ármann var komið með bakið upp við vegg og Saga náði yfirhöndinni á ný með því að keyra hart á B-svæðið sem var veiki punkturinn í vörn Ármanns. Þegar Saga breytti um taktík sá Ármann við þeim, jafnaði og hleypti af stað spennandi lokaspretti. Skiptust liðin á lotum og voru leikmenn Ármanns blankir þegar Saga var komið í sigurstigið. Var Vargur eina von Ármanns einn gegn ADHD og Brnr en allt kom fyrir ekkert. Fjórföld fella frá Brnr hét lífi í viðureigninni þar sem Saga van 7 af síðustu 8 lotum leiksins sem var óvenjulega kaflaskiptur. Lokatölur: Ármann 14 – 16 Saga Leikur 3: Nuke Þar sem jafnt var í viðureigninni þurfti þriðja leikinn til að skera úr um hvort liði færi í undanúrslit. Það var því allt undir í Nuke kortinu en leikurinn hófst á hnífalotu. Þar hafði Ármann betur með enn einni björguninni og kaus að byrja í vörn. Saga sótti af mikilli hörku strax frá upphafi, Zerq felldi þrjá og Saga krækti í fyrsta stigið í leiknum og einnig næstu tvö áður en bæði lið gátu vopnast til fulls. Liðin skiptust á mönnum í fjórðu lotu í dramatískum slag þar sem Ofvirkur og Zerq stóðu einir eftir. Náði Ofvirkur að aftengja sprengjuna á meðan Zerq lá í laumi og þorði ekki í hann. Liðin skiptust þá á lotum og seigla Ármanns skein í gegn þegar liðið vann sparlotu í erfiðri stöðu. Klaufaskapur hjá Sögu gerði Ármanni kleift að jafna. Vargur kom sér í gríðarlega góða stöðu aftan við kassa við rampinn í níundu lotu og tókst að fella alla leikmenn Sögu sem enn of aftur töðuðu lotu án þess að koma sprengjunni fyrir. Var Ármann þá komið yfir og liði með byr undir báðum vængjum. Öflug sókn frá Skoon og Zerq minnkaði þó muninn á ný og jafnaði Saga í lotunni þar á eftir, 6–6. 7homsen og Kruzer voru við það að koma Ármanni afturþegar Zerq reis upp og tók forskotið til Sögu á ný. Hljóp hann lipur um kortið og olli usla hvar sem hann mætti. Ármann náði þó síðustu lotunni með fjórfaldri fellur frá Vargi og var allt í járnum þegar liðin skiptu um hlutverk Staða í hálfleik: Ármann 7 – 8 Saga Ármann jafnaði í upphafi síðari hálfleiks til að auka enn frekar á spennuna. Saga náði með ótrúlegri lagni að bjarga næstu lotunni fyrir horn þar sem Ármann lék vel framan af en voru of aftarlega þegar kom að því að verja sprengjuna eftir plant. Tók Ármann þá fyrsta leikhléið í viðureigninni allri en komu ekki sprækir til baka. Saga afgreiddi þá í fullkominni lotu og var vörnin gríðarlega þétt. Fjörföld fella frá Brnr tryggði Sögu ellefta stigið og þurfti Ármann að verja öllum sínum fjármunum í vopn. Það borgaði sig og náði Saga ekki að aftengja sprengjuna. Saga hafði þó leikinn algjörlega á sínu valdi um stund þar sem Ármann fann enga leið í gegnum vörnina fyrr en í 24. lotu en þá var Saga þegar með fjögurra lotu forskot, 14–10. Ármann reif sig þá í gang og sótti af mikilli hörku en það skilaði sér í því að liðinu tókst að jafna leika á ný, 14–14, og bjóða upp á gríðarlega spennandi lokasprett. Ofvirkur byrjaði á því að opna á ADHD og tók Kruzer Wzrd áður en Ármann skellti niður sprengjunni. Saga lagði ekki í því að aftengja sprengjuna og var Ármann því í versta falli búið að tryggja sér framlengingu. Ármann keyrði hratt í næstu lotu og komst fljótt á sprengjusvæðið. Leikmenn sögu voru svifaseinir í vörninni en þegar þeir loks mættu náði ADHD að aftengja sprengjuna á síðustu stundu. Staða eftir venjulegan leiktíma: Ármann 15 – 15 Saga Í framlengingu eru leiknar sex lotur og þarf lið að hafa betur fjórum þeirra til að vinna leikinn. Í upphafi skiptust liðin á leikmönnum en Saga krækti í fyrsta stigið. Ármann var ekki lengi að koma sprengjunni fyrir í næstu lotu og þurftu Zerq og Wzrd að taka á honum stóra sínum til að hafa betur gegn fjórum leikmönnum Ármanns og tókst Zerq að aftengja sprengjuna á síðustu sekúndu. Þriðja lotan var svo auðveld fyrir Sögu og liðið því komið með annan fótinn í undanúrslitin. Þegar Hundzi felldi tvo og aftengdi sprengjuna í fjórðu lotu framlengingar kastaði hann líflínu til Ármanns, líflínu sem Saga var ekki lengi að skera á. Lokatölur: Ármann 16 – 19 Saga Það var ekki síst Zerq að þakka að Saga er á leiðinni í undanúrslitin sem fram fara næstu helgi. Hann rauf 30-múrinn í venjulegum leiktíma og lauk leiknum með 44 fellur. Það má því segja að Dói hafi haft rétt fyrir sér, úrslitin í einvíginu 2–1 fyrir Sögu. Föstudaginn 29. apríl mætir liðið sigurvegaranum úr viðureign Dusty og BadCompany klukkan 18:15. Sýnt verður frá leiknum á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands.
Ármann Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport