Þór sló XY út í kaflaskiptum leikjum Snorri Rafn Hallsson skrifar 25. apríl 2022 15:31 Í síðasta leik 8 liða úrslitanna á Stórmeistaramótinu mættust Ljósleiðaradeildarliðin Þór og XY. Þór hafði lokið tímabilinu í öðru sæti Ljósleiðaradeildarinnar og fóru því beint á Stórmeistaramótið en XY vann tvo leiki á Áskorendamótinu og sló Kórdrengi út til að vinna sér inn þátttökurétt. Á Stórmeistaramótinu eru leiknir þrír leikir í hverri viðureign og það lið sem vinnur tvo leiki fer áfram. Liðin Lið Þórs skipuðu Peterr, Rean, Allee, Dell1 og Dabbehhh og markaði viðureign kvöldsins því endurkomu Dell1 í liðið en hann kom inn í stað Zolo sem hafði staðið sig gríðarlega vel undir lok tímabilsins. Allee var valinn Toppmaður Tomma vegna þess hve veigamikið hlutverk hann leikur í liði Þórs og hver erfitt getur reynst andstæðingunum að eiga við hann. Lið XY skipuðu Hozider, KeliTurbo, Pandaz, TripleG og J0n, að megninu til sá hópur sem lenti í 5. sæti Ljósleiðaradeildarinnar í vetur. Toppmaður Tomma var J0n, vappinn í liðinu Kortaval Liðin skiptust á að velja og hafna kortum og fór kortavalið þannig fram: XY bannaði Mirage Þór bannaði Vertigo XY valdi Inferno Þór valdi Overpass XY bannaði Dust 2 Þór bannaði Nuke Úrslitakort: Ancient Fyrstu tvö kortin sem voru valin komu lítið á óvart enda höfðu liðin tekist á bæði Inferno og Overpass á síðasta tímabili en það að úrslitakortið væri Ancient var skemmtilegt tilbreyting eftir ofspilun Nuke í Ljósleiðaradeildinni Leikur 1: Inferno XY valdi kortið svo Þór fékk að velja sér hlið og byrjaði í vörn. Skammbyssulotan féll í hlut Þórs eftir að XY kom sprengjunni fyrir og Þórsarar mættu af hörku til að aftengja hana. Í næstu lotu felldi Peterr þrjá leikmenn með MP-9 og náðu Þórsarar að nappa vopnunum af XY til að spara sér pening og klára þriðju lotuna á örskotsstundu. Fyrstu 5 loturnar féllu Þór í vil þar sem liðið hélt mörgum mönnum á lífi og náði að safna miklum pening í bankann. XY reyndi að sækja á bananann eftir að hafa gefið hann eftir í upphafi leiksins og höfðu erindi sem erfiði og vörðust endurtöku Þórs vel. Þór þétti þá raðir sínar til að stöðva XY í að koma sprengjunni fyrir til að byrja með og lék Þór vel á tímann til að tefja fyrir. XY dró þá hraða sókn upp úr hattinum sem kom Þórsurum að óvörum og skilaði XY öðru stigi sínu í leiknum. Þór tók þá leikhlé en XY var komið á bragðið, vann næstu lotur og sendu Þór rakleiðis í spar. Þór krækti í sitt sjöunda stig eftir að Rean felldi fjóra leikmenn en Hozider náði að jafna í liðum og koma sprengjunni fyrir. Dabbehhh sá þó við honum en Þórsarar voru enn blankir og skiptust liðin á lotum í kjölfarið. Þór reiddi sig um of á einstaklingsframtök og átti erfitt með að bregðast við samhæfðum aðgerðum XY þar sem Pandaz skapaði mikið pláss fyrir liðsfélaga sína. Þegar liðin skiptu um hlið hafði XY því saxað vel á forskotið sem Þór skapaði sér í upphafi leiks og gott betur. Staða í hálfleik: Þór 7 – 8 XY Þá var komið að XY að verjast og virtist skammbyssulotan ætla að fara til þeirra en Þórsarar jöfnuðu. Þórsarar voru nokkuð kærulausir í stöðluðum aðgerðum sínum en það kom ekki að sök. Gátu þeir treyst á að ná góðum fellum og spila út frá því til að raða inn lotunum í síðari hálfleik. Þegar kom að því að verja sprengjuna fyrir tilraunum XY til að aftengja hana tók Þór enga sénsa og stillti sér upp þannig að engin færi væru á þeim. Það þurfti ekkert minna en fjórfalda fellu frá Pandaz til að koma XY á blað í síðari hálfleik og byggðu þeir ágætis sprett út frá því. Það var þó heldur seint í rassinn gripið enda hafði Þór unnið 8 lotur í röð og þegar með 15 stig. Rean og Allee lokuðu svo leiknum. Lokatölur: Þór 16 - 11 XY Leikur 2: Overpass Þórsarar völdu Overpass kortið sem er nokkurs konar heimavöllur þeirra og því fengu XY að byrja í vörn. Í skammbyssulotunni fékk Þór frítt plant og var KeliTurbo nálægt því að sjá við þeim en endurtakan tókst ekki. Rean krækti svo í þá næstu fyrir Þór með flottri fléttu einn gegn tveimur. Þreföld fella frá Dell1 innsiglaði svo þriggja lotu runu fyrir Þór. XY lék þá sama leik, tafði fyrir Þór og felldi þá einn á einn. Hozider bjargaði fimmtu lotu fyrir horn einn gegn þremur og tvöföld opnun frá Pandaz kæfði sókn Þórs í fæðingu í sjöttu lotu. Staðan var þá jöfn 3–3. Þórsarar spýttu þá í lófana og juku hraðann til að ná forystunni á ný. Náðu þeir algjörum tökum á kortinu og leiknum og unnu sjö lotur í röð. Sterk notkun hand- og reyksprengja braut þeim leið í gegn um vörn XY og var Þór iðulega í yfirtölu til að verja sprengjuna. Það var í síðustu lotum fyrri hálfleiks sem XY sá loksins við þeim til þess að halda einhverju lífi í leiknum. J0n kom í bakið á Þór, felldi þrjá og nældi sér í vappann sem hann nýtti vel til að opna síðustu lotuna fyrir XY. Staða í hálfleik: Þór 10 – 5 XY Síðari hálfleikur var nokkuð kaflaskiptur eins og leikirnir höfðu verið. XY opnaði skammbyssulotuna en Þór tók hana að lokum með góðri endurtöku og vann einnig þá næstu. En þá var komið að XY að komast á skrið. XY eignaði sér meira svæði á kortinu en áður og senda Þór í spar. XY tók enga sénsa og nýtti fimmuna vel til þess að komast inn á sprengjusvæðið. Munaði miklu um sterkar opnanir frá Pandaz og J0n en engu að síður fór Þór langt með þá í loturnar og tókst að sigrana dýrkeypta í nokkrum lotum. XY var við það að komast við hlið Þórs í stöðunni 12–11 fyrir Þór en þá var ekkert annað í stöðunni fyrir Þór en að auka kraftinn og vinna einvígin þegar á réð. Þó þeir væru ekki sérlega vel vopnaðir skelltu Þórsarar í lás og voru duglegir að svara fellum og bregðast við hraðabreytingum XY. ekki skemmdi fjórföld fella frá Dabbehhh fyrir í upphafi 26. lotu og máttu XY ekki við neinum mistökum í kjölfarið. Það var svo Dell1 sem kláraði leikinn fyrir Þór og keypti fyrir þá miða á úrslitahelgina. Lokastaða: Þór 16 – 11 XY Áhorfendur fengu því ekki að sjá liðin takast á í Ancient enda Þór búinn að slá XY út, 2–0. Þór mætir því Vallea í undanúrslitum Stórmeistaramótsins, föstudaginn 29. apríl klukkan 21:00 og sýnt verður frá leiknum á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands. Ljósleiðaradeildin Rafíþróttir Þór Akureyri Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Íslenski boltinn
Þór hafði lokið tímabilinu í öðru sæti Ljósleiðaradeildarinnar og fóru því beint á Stórmeistaramótið en XY vann tvo leiki á Áskorendamótinu og sló Kórdrengi út til að vinna sér inn þátttökurétt. Á Stórmeistaramótinu eru leiknir þrír leikir í hverri viðureign og það lið sem vinnur tvo leiki fer áfram. Liðin Lið Þórs skipuðu Peterr, Rean, Allee, Dell1 og Dabbehhh og markaði viðureign kvöldsins því endurkomu Dell1 í liðið en hann kom inn í stað Zolo sem hafði staðið sig gríðarlega vel undir lok tímabilsins. Allee var valinn Toppmaður Tomma vegna þess hve veigamikið hlutverk hann leikur í liði Þórs og hver erfitt getur reynst andstæðingunum að eiga við hann. Lið XY skipuðu Hozider, KeliTurbo, Pandaz, TripleG og J0n, að megninu til sá hópur sem lenti í 5. sæti Ljósleiðaradeildarinnar í vetur. Toppmaður Tomma var J0n, vappinn í liðinu Kortaval Liðin skiptust á að velja og hafna kortum og fór kortavalið þannig fram: XY bannaði Mirage Þór bannaði Vertigo XY valdi Inferno Þór valdi Overpass XY bannaði Dust 2 Þór bannaði Nuke Úrslitakort: Ancient Fyrstu tvö kortin sem voru valin komu lítið á óvart enda höfðu liðin tekist á bæði Inferno og Overpass á síðasta tímabili en það að úrslitakortið væri Ancient var skemmtilegt tilbreyting eftir ofspilun Nuke í Ljósleiðaradeildinni Leikur 1: Inferno XY valdi kortið svo Þór fékk að velja sér hlið og byrjaði í vörn. Skammbyssulotan féll í hlut Þórs eftir að XY kom sprengjunni fyrir og Þórsarar mættu af hörku til að aftengja hana. Í næstu lotu felldi Peterr þrjá leikmenn með MP-9 og náðu Þórsarar að nappa vopnunum af XY til að spara sér pening og klára þriðju lotuna á örskotsstundu. Fyrstu 5 loturnar féllu Þór í vil þar sem liðið hélt mörgum mönnum á lífi og náði að safna miklum pening í bankann. XY reyndi að sækja á bananann eftir að hafa gefið hann eftir í upphafi leiksins og höfðu erindi sem erfiði og vörðust endurtöku Þórs vel. Þór þétti þá raðir sínar til að stöðva XY í að koma sprengjunni fyrir til að byrja með og lék Þór vel á tímann til að tefja fyrir. XY dró þá hraða sókn upp úr hattinum sem kom Þórsurum að óvörum og skilaði XY öðru stigi sínu í leiknum. Þór tók þá leikhlé en XY var komið á bragðið, vann næstu lotur og sendu Þór rakleiðis í spar. Þór krækti í sitt sjöunda stig eftir að Rean felldi fjóra leikmenn en Hozider náði að jafna í liðum og koma sprengjunni fyrir. Dabbehhh sá þó við honum en Þórsarar voru enn blankir og skiptust liðin á lotum í kjölfarið. Þór reiddi sig um of á einstaklingsframtök og átti erfitt með að bregðast við samhæfðum aðgerðum XY þar sem Pandaz skapaði mikið pláss fyrir liðsfélaga sína. Þegar liðin skiptu um hlið hafði XY því saxað vel á forskotið sem Þór skapaði sér í upphafi leiks og gott betur. Staða í hálfleik: Þór 7 – 8 XY Þá var komið að XY að verjast og virtist skammbyssulotan ætla að fara til þeirra en Þórsarar jöfnuðu. Þórsarar voru nokkuð kærulausir í stöðluðum aðgerðum sínum en það kom ekki að sök. Gátu þeir treyst á að ná góðum fellum og spila út frá því til að raða inn lotunum í síðari hálfleik. Þegar kom að því að verja sprengjuna fyrir tilraunum XY til að aftengja hana tók Þór enga sénsa og stillti sér upp þannig að engin færi væru á þeim. Það þurfti ekkert minna en fjórfalda fellu frá Pandaz til að koma XY á blað í síðari hálfleik og byggðu þeir ágætis sprett út frá því. Það var þó heldur seint í rassinn gripið enda hafði Þór unnið 8 lotur í röð og þegar með 15 stig. Rean og Allee lokuðu svo leiknum. Lokatölur: Þór 16 - 11 XY Leikur 2: Overpass Þórsarar völdu Overpass kortið sem er nokkurs konar heimavöllur þeirra og því fengu XY að byrja í vörn. Í skammbyssulotunni fékk Þór frítt plant og var KeliTurbo nálægt því að sjá við þeim en endurtakan tókst ekki. Rean krækti svo í þá næstu fyrir Þór með flottri fléttu einn gegn tveimur. Þreföld fella frá Dell1 innsiglaði svo þriggja lotu runu fyrir Þór. XY lék þá sama leik, tafði fyrir Þór og felldi þá einn á einn. Hozider bjargaði fimmtu lotu fyrir horn einn gegn þremur og tvöföld opnun frá Pandaz kæfði sókn Þórs í fæðingu í sjöttu lotu. Staðan var þá jöfn 3–3. Þórsarar spýttu þá í lófana og juku hraðann til að ná forystunni á ný. Náðu þeir algjörum tökum á kortinu og leiknum og unnu sjö lotur í röð. Sterk notkun hand- og reyksprengja braut þeim leið í gegn um vörn XY og var Þór iðulega í yfirtölu til að verja sprengjuna. Það var í síðustu lotum fyrri hálfleiks sem XY sá loksins við þeim til þess að halda einhverju lífi í leiknum. J0n kom í bakið á Þór, felldi þrjá og nældi sér í vappann sem hann nýtti vel til að opna síðustu lotuna fyrir XY. Staða í hálfleik: Þór 10 – 5 XY Síðari hálfleikur var nokkuð kaflaskiptur eins og leikirnir höfðu verið. XY opnaði skammbyssulotuna en Þór tók hana að lokum með góðri endurtöku og vann einnig þá næstu. En þá var komið að XY að komast á skrið. XY eignaði sér meira svæði á kortinu en áður og senda Þór í spar. XY tók enga sénsa og nýtti fimmuna vel til þess að komast inn á sprengjusvæðið. Munaði miklu um sterkar opnanir frá Pandaz og J0n en engu að síður fór Þór langt með þá í loturnar og tókst að sigrana dýrkeypta í nokkrum lotum. XY var við það að komast við hlið Þórs í stöðunni 12–11 fyrir Þór en þá var ekkert annað í stöðunni fyrir Þór en að auka kraftinn og vinna einvígin þegar á réð. Þó þeir væru ekki sérlega vel vopnaðir skelltu Þórsarar í lás og voru duglegir að svara fellum og bregðast við hraðabreytingum XY. ekki skemmdi fjórföld fella frá Dabbehhh fyrir í upphafi 26. lotu og máttu XY ekki við neinum mistökum í kjölfarið. Það var svo Dell1 sem kláraði leikinn fyrir Þór og keypti fyrir þá miða á úrslitahelgina. Lokastaða: Þór 16 – 11 XY Áhorfendur fengu því ekki að sjá liðin takast á í Ancient enda Þór búinn að slá XY út, 2–0. Þór mætir því Vallea í undanúrslitum Stórmeistaramótsins, föstudaginn 29. apríl klukkan 21:00 og sýnt verður frá leiknum á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands.
Ljósleiðaradeildin Rafíþróttir Þór Akureyri Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Íslenski boltinn