Ákall um aukna fjárfestingu til bólusetninga Heimsljós 26. apríl 2022 10:34 UNICEF/Fahdl Liam Neeson, góðgerðarsendiherra UNICEF og stórleikari, fer í ár fyrir alþjóðlegu ákalli UNICEF um aukna fjárfestingu til bólusetninga en einnig er vísindafólki, foreldrum og forráðamönnum, heilbrigðisstarfsfólki og öðrum sem koma að bólusetningum barna færðar þakkir fyrir framlag síðustu tvo áratugina. Tilefnið er Alþjóðleg vika bólusetninga sem nú er hafin. „Bóluefni eru einhver merkilegasta árangurssaga mannkyns,“ segir Liam Neeson í tilkynningu UNICEF. „Síðustu 75 árin hafa milljarðar barna verið bólusettir, þökk sé vísindafólki, heilbrigðisstarfsfólki og sjálfboðaliðum. Ef þú hefur einhvern tímann verið bólusett/ur, eða látið bólusetja barn, þá ert þú hlekkur í gríðarlangri keðju þeirra sem standa saman um bætta velferð mannkyns. Við lifum nú áhyggjulaus um bólusótt og mænusótt ógnar ekki lengur meirihluta heimsbyggðarinnar. Umræðan um bóluefni síðustu ár hefur misst sjónar af öllu því góða sem bólusetningar hafa gert fyrir okkur. Við þurfum að fagna því góða, því það er eitt stærsta afrek mannkynssögunnar.“ Samfélagsmiðlafjáröflun þar sem læk verða að lausn Fyrir hvert einasta „like“, deilingu eða athugasemd við færslur á samfélagsmiðlum, þar sem minnst er á „UNICEF“ með myllumerkinu #longlifeforall fram til 10. maí verður einn Bandaríkjadalur gefinn til UNICEF, upp að 10 milljónum dala, og með þeim peningum verður fjárfest í bólusetningaþjónustu um allan heim. Styrktaraðilar verkefnisins eru Shot@life verkefni United Nations Foundation og Bill og Melinda Gates Foundation. UNICEF segir að þrátt fyrir allt það mikla sem áunnist hafi í bólusetningum barna um allan heim hafi 23 milljónir barna misst af grunnbólusetningum árið 2020. „Þetta bil verður aðeins brúað með auknu átaki og fjárfestingu í bólusetningum á heimsvísu,“ segir UNICEF. UNICEF leiðandi afl í bólusetningu barna í heiminum UNICEF er leiðandi afl í að útvega og dreifa bóluefnum í yfir 100 löndum um allan heim. Í samastarfi við bólusetningarbandalagið Gavi og samstarfsaðila, útvegar UNICEF 45 prósent af öllu bóluefni í heiminum fyrir börn undir fimm ára aldri. UNICEF vinnur einnig með stjórnvöldum í yfir 130 löndum við að styðja við og styrkja heilbrigðis- og bólusetningaverkefni í hverju þeirra. „Undanfarin tvö ár hafa kennt okkur að heilbrigðiskerfi sem skilur sum börn eftir berskjölduð er heilbrigðiskerfi sem skilur öll börn eftir berskjölduð,“ segir Catherine Russell, framkvæmdastjóri UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna. „Besta leiðin fyrir heimsbyggðina að ná sér eftir þennan heimsfaraldur – og búa sig undir heilbrigðisvá framtíðarinnar – er að fjárfesta í heilbrigðiskerfum og bólusetningum og nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn.“ Alþjóðleg vika bólusetninga er haldin hátíðleg á hverju ári í apríl undir forystu Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) sem leiðir saman alþjóðlega samstarfsaðila til að minna á mikilvægi bólusetninga til að vernda fólk á öllum aldri gegn alvarlegum sjúkdómum. Þema vikunnar í ár er langlífi fyrir alla eða „#LongLifeForAll“. Framlög heimsforeldra UNICEF nýtast meðal annars í að bólusetja börn gegn lífshættulegum sjúkdómum. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Bólusetningar Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent
„Bóluefni eru einhver merkilegasta árangurssaga mannkyns,“ segir Liam Neeson í tilkynningu UNICEF. „Síðustu 75 árin hafa milljarðar barna verið bólusettir, þökk sé vísindafólki, heilbrigðisstarfsfólki og sjálfboðaliðum. Ef þú hefur einhvern tímann verið bólusett/ur, eða látið bólusetja barn, þá ert þú hlekkur í gríðarlangri keðju þeirra sem standa saman um bætta velferð mannkyns. Við lifum nú áhyggjulaus um bólusótt og mænusótt ógnar ekki lengur meirihluta heimsbyggðarinnar. Umræðan um bóluefni síðustu ár hefur misst sjónar af öllu því góða sem bólusetningar hafa gert fyrir okkur. Við þurfum að fagna því góða, því það er eitt stærsta afrek mannkynssögunnar.“ Samfélagsmiðlafjáröflun þar sem læk verða að lausn Fyrir hvert einasta „like“, deilingu eða athugasemd við færslur á samfélagsmiðlum, þar sem minnst er á „UNICEF“ með myllumerkinu #longlifeforall fram til 10. maí verður einn Bandaríkjadalur gefinn til UNICEF, upp að 10 milljónum dala, og með þeim peningum verður fjárfest í bólusetningaþjónustu um allan heim. Styrktaraðilar verkefnisins eru Shot@life verkefni United Nations Foundation og Bill og Melinda Gates Foundation. UNICEF segir að þrátt fyrir allt það mikla sem áunnist hafi í bólusetningum barna um allan heim hafi 23 milljónir barna misst af grunnbólusetningum árið 2020. „Þetta bil verður aðeins brúað með auknu átaki og fjárfestingu í bólusetningum á heimsvísu,“ segir UNICEF. UNICEF leiðandi afl í bólusetningu barna í heiminum UNICEF er leiðandi afl í að útvega og dreifa bóluefnum í yfir 100 löndum um allan heim. Í samastarfi við bólusetningarbandalagið Gavi og samstarfsaðila, útvegar UNICEF 45 prósent af öllu bóluefni í heiminum fyrir börn undir fimm ára aldri. UNICEF vinnur einnig með stjórnvöldum í yfir 130 löndum við að styðja við og styrkja heilbrigðis- og bólusetningaverkefni í hverju þeirra. „Undanfarin tvö ár hafa kennt okkur að heilbrigðiskerfi sem skilur sum börn eftir berskjölduð er heilbrigðiskerfi sem skilur öll börn eftir berskjölduð,“ segir Catherine Russell, framkvæmdastjóri UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna. „Besta leiðin fyrir heimsbyggðina að ná sér eftir þennan heimsfaraldur – og búa sig undir heilbrigðisvá framtíðarinnar – er að fjárfesta í heilbrigðiskerfum og bólusetningum og nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn.“ Alþjóðleg vika bólusetninga er haldin hátíðleg á hverju ári í apríl undir forystu Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) sem leiðir saman alþjóðlega samstarfsaðila til að minna á mikilvægi bólusetninga til að vernda fólk á öllum aldri gegn alvarlegum sjúkdómum. Þema vikunnar í ár er langlífi fyrir alla eða „#LongLifeForAll“. Framlög heimsforeldra UNICEF nýtast meðal annars í að bólusetja börn gegn lífshættulegum sjúkdómum. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Bólusetningar Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent