Viðskipti innlent

Björn for­maður Fram­leiðslu­ráðs Sam­taka iðnaðarins

Bjarki Sigurðsson skrifar
Björn Ingi Victorsson er nýr formaður Framleiðsluráðs Samtaka iðnaðarins.
Björn Ingi Victorsson er nýr formaður Framleiðsluráðs Samtaka iðnaðarins. Aðsend

Nýtt Framleiðsluráð Samtaka iðnaðarins var skipað á ársfundi ráðsins sem fram fór á Hilton Reykjavík Nordica í dag. 

Formaður ráðsins er Björn Ingi Victorsson, forstjóri Steypustöðvarinnar​. Aðrir í ráðinu eru Einar Sveinn Ólafsson hjá Ískalki​, Sigurður Gunnarsson hjá Ístex​, Ingibjörg Steinunn Ingjaldsdóttir hjá Prentmet​, Guðrún Halla Finnsdóttir hjá Norðurál​i, Andri Daði Aðalsteinsson hjá Límtré-Vírnet​, og Reynir Bragason hjá Össur​i.

„Það er með mikilli ánægju sem ég tek að mér formennsku í Framleiðsluráði SI. Það reynir mikið á íslenskan framleiðsluiðnað nú þegar efnahagslífið er að taka við sér að nýju að loknum heimsfaraldri þó það séu blikur á lofti vegna stríðsátaka í Evrópu,“ segir Björn Ingi.

Hann segir atvinnugreinina vera umfangsmikla en um 17.600 starfa við hana. 

„Velta framleiðsluiðnaðar á Íslandi er 830 milljarðar króna. Það er jákvætt að viðsnúningur er að verða í framleiðsluiðnaði hér á landi líkt og í öðrum ríkjum. Eftirspurnin er að aukast en á sama tíma eru miklar áskoranir sem felast meðal annars í hækkun á verði hrávara og flutninga.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×