Fagna tíu árum FM95BLÖ með kvöldi sem verður „aldrei toppað“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 29. apríl 2022 15:03 Auðunn Blöndal og félagar í útvarpsþættinum FM95BLÖ slá til stórtónleika í Laugardalshöllinni til að fagna áratug í loftinu. „Ótrúlegt en satt þá finnst mér þetta ennþá jafn gaman, eftir 10 ár í loftinu,“ segir Auðunn Blöndal í samtali við Vísi. Föstudaginn 4. nóvember 2011 fór fyrsti þáttur F595BLÖ í loftið á útvarpsstöðinni FM957 og var því þátturinn tíu ára í vetur. En eins og flest stórafmæli undanfarin misseri frestaðist þetta afmæli um nokkra mánuði og verður því slegið til veislu þann 13. maí með stórtónleikum í Laugardalshöll. Í tilefni stórafmælis FM95blö hentu þeir Auddi, Steindi og Egill í nýtt lag sem ber nafnið Aldrei toppað. Hefðir þú trúað því þá að þátturinn yrði svona langlífur þegar þið byrjuðuð fyrir áratug? „Nei aldrei. Og trúi því varla ennþá...!“ Auðunn segir lykill að velgengni þáttanna vera metnað og góðan undirbúning og hann svekki sig alltaf á því ef honum finnist ekki nógu vel til takast. Ég finn það ennþá strax eftir hvern þátt hvort hann hafi verið góður eða ekki. Ég verð pirraður ef mér fannst hann bara lala og passa að það endurtaki sig ekki næsta föstudag. Aðspurður hvort að hann ætli sér að stefna á tíu ár í viðbót hlær hann og segir: „Tökum bara einn þátt í einu en ég hef lært það í gegnum árin að maður á ekki að setja sér tímaramma á neitt svona. Bara að njóta þess á meðan það er.“ Félagarnir í FM95Blö eru þekktir fyrir að gefa út sín eigin þjóðhátíðarlög sem hafa notið mikilla vinsælda í gegnum árin en í tilefni stórafmælisins ákváðu þeir að splæsa í einn afmælis-hittara. Lagið heitir Aldrei toppað og er samið af FM95BLÖ í samstarfi við Ásgeir Orra úr Stop Wait Go. „Lagið er í raun og veru um það að við séum búnir að vera í loftinu í áratug og ætlum að fagna því í Laugardalshöllinni. Á kvöldi sem aldrei verður toppað. Við hverju geta tónleikagestir búist? „Við erum búnir að sanka að okkur geggjuðu tónlistarfólki sem ætlar að troða þarna upp með okkur afmælisbörnunum en svo mun Basehunter loka kvöldinu,“ ,segir Auðunn augljóslega vel peppaður. Meðal glæsilegra gesta á afmælistónleikunum verða þau Frikki Dór, Bríet, Aron Can, Birgitta Haukdal, Clubdub, Jóhanna Guðrún, Sverrir Bergmann, Flóni, Birnir og Sveppi. Tónleikar á Íslandi FM95BLÖ Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira
Föstudaginn 4. nóvember 2011 fór fyrsti þáttur F595BLÖ í loftið á útvarpsstöðinni FM957 og var því þátturinn tíu ára í vetur. En eins og flest stórafmæli undanfarin misseri frestaðist þetta afmæli um nokkra mánuði og verður því slegið til veislu þann 13. maí með stórtónleikum í Laugardalshöll. Í tilefni stórafmælis FM95blö hentu þeir Auddi, Steindi og Egill í nýtt lag sem ber nafnið Aldrei toppað. Hefðir þú trúað því þá að þátturinn yrði svona langlífur þegar þið byrjuðuð fyrir áratug? „Nei aldrei. Og trúi því varla ennþá...!“ Auðunn segir lykill að velgengni þáttanna vera metnað og góðan undirbúning og hann svekki sig alltaf á því ef honum finnist ekki nógu vel til takast. Ég finn það ennþá strax eftir hvern þátt hvort hann hafi verið góður eða ekki. Ég verð pirraður ef mér fannst hann bara lala og passa að það endurtaki sig ekki næsta föstudag. Aðspurður hvort að hann ætli sér að stefna á tíu ár í viðbót hlær hann og segir: „Tökum bara einn þátt í einu en ég hef lært það í gegnum árin að maður á ekki að setja sér tímaramma á neitt svona. Bara að njóta þess á meðan það er.“ Félagarnir í FM95Blö eru þekktir fyrir að gefa út sín eigin þjóðhátíðarlög sem hafa notið mikilla vinsælda í gegnum árin en í tilefni stórafmælisins ákváðu þeir að splæsa í einn afmælis-hittara. Lagið heitir Aldrei toppað og er samið af FM95BLÖ í samstarfi við Ásgeir Orra úr Stop Wait Go. „Lagið er í raun og veru um það að við séum búnir að vera í loftinu í áratug og ætlum að fagna því í Laugardalshöllinni. Á kvöldi sem aldrei verður toppað. Við hverju geta tónleikagestir búist? „Við erum búnir að sanka að okkur geggjuðu tónlistarfólki sem ætlar að troða þarna upp með okkur afmælisbörnunum en svo mun Basehunter loka kvöldinu,“ ,segir Auðunn augljóslega vel peppaður. Meðal glæsilegra gesta á afmælistónleikunum verða þau Frikki Dór, Bríet, Aron Can, Birgitta Haukdal, Clubdub, Jóhanna Guðrún, Sverrir Bergmann, Flóni, Birnir og Sveppi.
Tónleikar á Íslandi FM95BLÖ Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira