Dusty Stórmeistarar enn á ný Snorri Rafn Hallsson skrifar 1. maí 2022 11:07 Strákarnir í Dusty glaðir með sigurinn Það var spenna í loftinu í Arena þegar ríkjandi meistarar Dusty mættu Þór í úrslitum Stórmeistaramótsins í CS:GO í gærkvöldi, en Dusty unnu 2–0. Dusty og Þór eru þau lið sem enduðu í fyrsta og öðru sæti Ljósleiðaradeildarinnar á síðasta tímabili og fengu Þórsarar því eitt lokatækifæri í gær til að sjá við Dusty og sýna hvað í þeim býr. Bæði lið fóru taplaust í gegnum mótið þar sem Dusty sló BadCompany og Sögu út 2–0 í bæði skiptin en Þór lagði Xy 2–0 og Vallea 2–1. Á Stórmeistaramótinu eru leiknir þrír leikir í hverri viðureign og það lið sem vinnur tvo leiki fer áfram. Nautin og Kúrekarnir Að vanda, á úrslitakvöldi Stórmeistaramótsins tókust Nautin og Kúrekarnir á. Það eru liðin sem Kristján Einar og Tómas velja í á ári hverju en sú nýlunda var á þetta árið að Tómas og Kristján léku sjálfir með liðum sínum. Naut Tómasar „Izedi“ skipuðu Brnr, Wnkr, Pat, J0n og Izedi sjálfur. Kúrekar Kristjáns „Monty“ samanstóðu af Vargi, Dell1, Capping, Thor og Monty. Bæði lið mættu sjóðheit inn á leikjaþjóninn þar sem leiknir voru tveir leikir. Sá fyrri fór fram í Vertigo þar sem Kúrekarnir vörðust í fyrri hálfleik. Eitthvað reyndist þeim þó erfitt að ráða við Nautin sem fengu að leika lausum hala og voru 12–3 yfir í hálfleik og unnu 16–3. Síðari viðureignin fór fram í Train, sem strangt til tekið er ekki hluti af kortavali atvinnu-CS:GO um þessar mundir. Aftur vörðust Kúrekarnir í fyrri hálfleik, í þetta skiptið með öllu betri árangri. Voru þeir ekki lengi að koma snörunni á Nautin og smala þeim saman upp við vegg. Féllu allar lotur fyrri hálfleiks með Kúrekunum og var staðan því 15–0 þegar liðin skiptu um hlið. Fjórföld fella Vargs í fyrstu lotu síðari hálfleiks skilaði Kúrekunum svo 16–0 sigri og enn og aftur skilja Kúrekarnir og Nautin jöfn, 1–1. Liðin Lið Dusty skipuðu Clvr, Eddezennn, Thor, LeFluff og Bjarni. Lið Þórs skipuðu Rean, Dell1, Allee, Peterrr og Dabbehhh. Kortaval Liðin skiptust á að velja og hafna kortum og fór kortavalið þannig fram: Þór bannaði Inferno Dusty bannaði Ancient Þór valdi Overpass Dusty valdi Nuke Þór bannaði Dust 2 Dusty bannaði Mirage Úrslitakort: Vertigo Í Ljósleiðaradeildinni sá Dusty við Þór 16–13 í Vertigo. Þórsarar jöfnuðu svo í Overpass 16–11 en Dusty vann innbyrðis viðureignina með 16–6 sigri í Mirage þar sem Dusty fór á kostum en Þór átti sennilega sinn versta leik á tímabilinu. Kortavalið í gær kom því ekki á óvart. Leikur 1: Overpass Þór valdi kortið sem er þeirra heimavöllur og því fékk Dusty að velja hvort þeir myndu byrja í vörn eða sókn. Dusty valdi að verjast í fyrri hálfleik en Þórsarar unnu skammbyssulotuna með því að leika vel hver af öðrum. Allee kom sprengjunni niður með einungis 1 hp eftir og þreföld fella Rean hindraði endurtöku Dusty. Dusty svaraði um hæl með því að hrifsa til sín völdin á stórum hluta kortsins en með mikilli þolinmæði náði Þór forskotinu snemma í leiknum, 5-2. Aðgerðir liðsins voru vel upp settar og gátu þeir alltaf svarað fellum Dusty um leið. Dusty tók þá leikhlé til að núllstilla sig eftir erfiða byrjun og léleg vopnakaup. Eftir að hafa tapað enn einu sparinu komst Dusty loks á skrið og gat lagað efnahaginn. Loks tókst þeim að loka B-svæðinu sem hafði reynst Þórsurum gjöfult og jafna leikinn 6–6. Það var svo stórskemmtileg fjórföld fella frá Eddezennn í 13. lotu sem kom Dusty yfir í fyrsta sinn í leiknum. Liðin skiptu svo með sér síðustu lotunum og útlitið öllu bjartara fyrir Dusty en framan af þegar þeir voru 6–2 undir. Staða í hálfleik: Dusty 8 – 7 Þór Í síðari hálfleik skiptu liðin um hlutverk og vann Dusty fyrstu tvær loturnar í þetta skiptið. Eitthvað klikkaði þó í lotunni eftir það þar sem Þórsarar sáu við þeim með einungis skammbyssur að vopni. Dusty vann þá sína sparlotu og var leikurinn nokkuð fram og til baka en Dusty slapp með skrekkinn þegar Dell1 vantaði kitt til að aftengja sprengjuna í tæka tíð í 20. lotu. Það reyndust afdrifarík mistök því þá var peningurinn á þrotum hjá Þórsurum og Dusty með öll völd á kortinu. Þá voru góð ráð dýr og stillti Þór upp tveimur vöppum þegar Dusty vantaði einungis tvö stig til að vinna leikinn. Það skilaði Þór fyrstu lotunni í dágóðan tíma og fengu þeir því ákveðna líflínu með því að vinna þá lotu. Entist það þó ekki lengi því Dusty svaraði með fjórfaldri fellu frá LeFluff til að komast í sigurstigið. Þó Þórsarar næðu tíundu lotunni sinni og sendu Dusty í spar náði Thor að nappa vappanum frá Þór og fella þrjá til að vinna fyrsta leikinn fyrir Dusty. Lokatölur: Dusty 16 – 10 Þór Leikur 2: Nuke Þá lá leiðin í kortið sem Dusty valdi, kjarnorkuverið í einhverju af I-ríkjum Bandaríkjanna. Þór hóf leikinn í vörn og lék árasárgjarnt í skammbyssulotunni þar sem Rean og Peterrr afgreiddu Dusty auðveldlega og Þór missti ekki eitt einasta hp. Þór lék sama leik í annarri lotunni en Dusty galopnaði vörnina í þriðju lotu og átti því auðvelt með að koma sprengjunni fyrir og verja hana. Dusty fór þá hægar um kortið sem Þór leysti vel úr, sendi Dusty í spar og komst í 4–1. Dusty brást við því með stöðluðum reyksprengjum á útisvæði til að koma sér í leynið og sjá við vörn Þórs. LeFluff var atkvæðamikill í þeim aðgerðum og átti stóran þátt í því að Dusty jafnaði og komst yfir. Eftir aðra erfiða byrjun hafði Dusty slegið vopnin úr höndum Þórs, bókstaflega, og yfirspilaði þá algjörlega. Þórsarar þurftu að spara mikið við sig í vopnakaupum og náði því ekki að nýta sér styrkleika sína gegn hraðabreytingum og öguðum aðgerðum Dusty. Það var áhugavert að Þór tók aldrei leikhlé til að brjóta upp siglingu Dusty og leita annarra lausna en þegar hálfleikurinn var yfirstaðinn hafði Dusty unnið 9 lotur í röð og í góðri stöðu til að tryggja sér titillinn með sigri í öðru kortinu. Staða í hálfleik: Dusty 10 – 5 Þór Þórsarar unnu skammbyssulotuna þegar liðin skiptu um hlið og fylgdu því eftir með hraðri innrás á B-svæðið. Dusty lagði ekki í að reyna að aftengja sprengjuna og kaus heldur að halda vopnum sínum inn í næstu lotu. Þannig var Dusty ekki alveg á núlli þegar Eddezennn lét skammbyssuna syngja í 18. lotu. Eftir það fengu Þórsarar engin tækifæri til að snúa leiknum við þar sem Dusty voru í fantaformi og gríðarlega hittnir. LeFluff fékk þann heiður að fella Peterrr í 23. lotu til að innsigla sigurinn. Lokatölur: Dusty 16 – 7 Þór Með sigrinum vann Dusty einvígið 2–0 og tryggði sér þar með fjórða titillinn hér á landi. Leikmenn Dusty voru að vonum kátir með árangurinn og sagði fyrirliðinn Bjarni að það væri engin ástæða til að stoppa við þetta og vonaðist til þess að önnur lið stoppuðu ekki heldur. Thor var valinn maður mótsins en hann stóð sig með prýði í nýju hlutverki innan liðs Dusty þar sem hann mundar vappann. Ljósleiðaradeildin Dusty Þór Akureyri Rafíþróttir Mest lesið Stjórnarmennirnir gátu ekki horft í augun á Frey Fótbolti Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Handbolti Heimsmeistarinn frá 2023 úr leik Sport Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Enski boltinn Víkingar unnu sér inn 830 milljónir Fótbolti Störðu á hvor annan í ellefu mínútur Sport Víkingar mæta liði Sverris og Harðar Fótbolti Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Handbolti „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Enski boltinn Víkingar í flugi þegar dregið verður í Sambandsdeildinni: „Gæti ekki verið stoltari“ Fótbolti
Dusty og Þór eru þau lið sem enduðu í fyrsta og öðru sæti Ljósleiðaradeildarinnar á síðasta tímabili og fengu Þórsarar því eitt lokatækifæri í gær til að sjá við Dusty og sýna hvað í þeim býr. Bæði lið fóru taplaust í gegnum mótið þar sem Dusty sló BadCompany og Sögu út 2–0 í bæði skiptin en Þór lagði Xy 2–0 og Vallea 2–1. Á Stórmeistaramótinu eru leiknir þrír leikir í hverri viðureign og það lið sem vinnur tvo leiki fer áfram. Nautin og Kúrekarnir Að vanda, á úrslitakvöldi Stórmeistaramótsins tókust Nautin og Kúrekarnir á. Það eru liðin sem Kristján Einar og Tómas velja í á ári hverju en sú nýlunda var á þetta árið að Tómas og Kristján léku sjálfir með liðum sínum. Naut Tómasar „Izedi“ skipuðu Brnr, Wnkr, Pat, J0n og Izedi sjálfur. Kúrekar Kristjáns „Monty“ samanstóðu af Vargi, Dell1, Capping, Thor og Monty. Bæði lið mættu sjóðheit inn á leikjaþjóninn þar sem leiknir voru tveir leikir. Sá fyrri fór fram í Vertigo þar sem Kúrekarnir vörðust í fyrri hálfleik. Eitthvað reyndist þeim þó erfitt að ráða við Nautin sem fengu að leika lausum hala og voru 12–3 yfir í hálfleik og unnu 16–3. Síðari viðureignin fór fram í Train, sem strangt til tekið er ekki hluti af kortavali atvinnu-CS:GO um þessar mundir. Aftur vörðust Kúrekarnir í fyrri hálfleik, í þetta skiptið með öllu betri árangri. Voru þeir ekki lengi að koma snörunni á Nautin og smala þeim saman upp við vegg. Féllu allar lotur fyrri hálfleiks með Kúrekunum og var staðan því 15–0 þegar liðin skiptu um hlið. Fjórföld fella Vargs í fyrstu lotu síðari hálfleiks skilaði Kúrekunum svo 16–0 sigri og enn og aftur skilja Kúrekarnir og Nautin jöfn, 1–1. Liðin Lið Dusty skipuðu Clvr, Eddezennn, Thor, LeFluff og Bjarni. Lið Þórs skipuðu Rean, Dell1, Allee, Peterrr og Dabbehhh. Kortaval Liðin skiptust á að velja og hafna kortum og fór kortavalið þannig fram: Þór bannaði Inferno Dusty bannaði Ancient Þór valdi Overpass Dusty valdi Nuke Þór bannaði Dust 2 Dusty bannaði Mirage Úrslitakort: Vertigo Í Ljósleiðaradeildinni sá Dusty við Þór 16–13 í Vertigo. Þórsarar jöfnuðu svo í Overpass 16–11 en Dusty vann innbyrðis viðureignina með 16–6 sigri í Mirage þar sem Dusty fór á kostum en Þór átti sennilega sinn versta leik á tímabilinu. Kortavalið í gær kom því ekki á óvart. Leikur 1: Overpass Þór valdi kortið sem er þeirra heimavöllur og því fékk Dusty að velja hvort þeir myndu byrja í vörn eða sókn. Dusty valdi að verjast í fyrri hálfleik en Þórsarar unnu skammbyssulotuna með því að leika vel hver af öðrum. Allee kom sprengjunni niður með einungis 1 hp eftir og þreföld fella Rean hindraði endurtöku Dusty. Dusty svaraði um hæl með því að hrifsa til sín völdin á stórum hluta kortsins en með mikilli þolinmæði náði Þór forskotinu snemma í leiknum, 5-2. Aðgerðir liðsins voru vel upp settar og gátu þeir alltaf svarað fellum Dusty um leið. Dusty tók þá leikhlé til að núllstilla sig eftir erfiða byrjun og léleg vopnakaup. Eftir að hafa tapað enn einu sparinu komst Dusty loks á skrið og gat lagað efnahaginn. Loks tókst þeim að loka B-svæðinu sem hafði reynst Þórsurum gjöfult og jafna leikinn 6–6. Það var svo stórskemmtileg fjórföld fella frá Eddezennn í 13. lotu sem kom Dusty yfir í fyrsta sinn í leiknum. Liðin skiptu svo með sér síðustu lotunum og útlitið öllu bjartara fyrir Dusty en framan af þegar þeir voru 6–2 undir. Staða í hálfleik: Dusty 8 – 7 Þór Í síðari hálfleik skiptu liðin um hlutverk og vann Dusty fyrstu tvær loturnar í þetta skiptið. Eitthvað klikkaði þó í lotunni eftir það þar sem Þórsarar sáu við þeim með einungis skammbyssur að vopni. Dusty vann þá sína sparlotu og var leikurinn nokkuð fram og til baka en Dusty slapp með skrekkinn þegar Dell1 vantaði kitt til að aftengja sprengjuna í tæka tíð í 20. lotu. Það reyndust afdrifarík mistök því þá var peningurinn á þrotum hjá Þórsurum og Dusty með öll völd á kortinu. Þá voru góð ráð dýr og stillti Þór upp tveimur vöppum þegar Dusty vantaði einungis tvö stig til að vinna leikinn. Það skilaði Þór fyrstu lotunni í dágóðan tíma og fengu þeir því ákveðna líflínu með því að vinna þá lotu. Entist það þó ekki lengi því Dusty svaraði með fjórfaldri fellu frá LeFluff til að komast í sigurstigið. Þó Þórsarar næðu tíundu lotunni sinni og sendu Dusty í spar náði Thor að nappa vappanum frá Þór og fella þrjá til að vinna fyrsta leikinn fyrir Dusty. Lokatölur: Dusty 16 – 10 Þór Leikur 2: Nuke Þá lá leiðin í kortið sem Dusty valdi, kjarnorkuverið í einhverju af I-ríkjum Bandaríkjanna. Þór hóf leikinn í vörn og lék árasárgjarnt í skammbyssulotunni þar sem Rean og Peterrr afgreiddu Dusty auðveldlega og Þór missti ekki eitt einasta hp. Þór lék sama leik í annarri lotunni en Dusty galopnaði vörnina í þriðju lotu og átti því auðvelt með að koma sprengjunni fyrir og verja hana. Dusty fór þá hægar um kortið sem Þór leysti vel úr, sendi Dusty í spar og komst í 4–1. Dusty brást við því með stöðluðum reyksprengjum á útisvæði til að koma sér í leynið og sjá við vörn Þórs. LeFluff var atkvæðamikill í þeim aðgerðum og átti stóran þátt í því að Dusty jafnaði og komst yfir. Eftir aðra erfiða byrjun hafði Dusty slegið vopnin úr höndum Þórs, bókstaflega, og yfirspilaði þá algjörlega. Þórsarar þurftu að spara mikið við sig í vopnakaupum og náði því ekki að nýta sér styrkleika sína gegn hraðabreytingum og öguðum aðgerðum Dusty. Það var áhugavert að Þór tók aldrei leikhlé til að brjóta upp siglingu Dusty og leita annarra lausna en þegar hálfleikurinn var yfirstaðinn hafði Dusty unnið 9 lotur í röð og í góðri stöðu til að tryggja sér titillinn með sigri í öðru kortinu. Staða í hálfleik: Dusty 10 – 5 Þór Þórsarar unnu skammbyssulotuna þegar liðin skiptu um hlið og fylgdu því eftir með hraðri innrás á B-svæðið. Dusty lagði ekki í að reyna að aftengja sprengjuna og kaus heldur að halda vopnum sínum inn í næstu lotu. Þannig var Dusty ekki alveg á núlli þegar Eddezennn lét skammbyssuna syngja í 18. lotu. Eftir það fengu Þórsarar engin tækifæri til að snúa leiknum við þar sem Dusty voru í fantaformi og gríðarlega hittnir. LeFluff fékk þann heiður að fella Peterrr í 23. lotu til að innsigla sigurinn. Lokatölur: Dusty 16 – 7 Þór Með sigrinum vann Dusty einvígið 2–0 og tryggði sér þar með fjórða titillinn hér á landi. Leikmenn Dusty voru að vonum kátir með árangurinn og sagði fyrirliðinn Bjarni að það væri engin ástæða til að stoppa við þetta og vonaðist til þess að önnur lið stoppuðu ekki heldur. Thor var valinn maður mótsins en hann stóð sig með prýði í nýju hlutverki innan liðs Dusty þar sem hann mundar vappann.
Ljósleiðaradeildin Dusty Þór Akureyri Rafíþróttir Mest lesið Stjórnarmennirnir gátu ekki horft í augun á Frey Fótbolti Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Handbolti Heimsmeistarinn frá 2023 úr leik Sport Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Enski boltinn Víkingar unnu sér inn 830 milljónir Fótbolti Störðu á hvor annan í ellefu mínútur Sport Víkingar mæta liði Sverris og Harðar Fótbolti Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Handbolti „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Enski boltinn Víkingar í flugi þegar dregið verður í Sambandsdeildinni: „Gæti ekki verið stoltari“ Fótbolti