Lífið

Niðurlægði Völu og rukkaði fimmtíu þúsund

Stefán Árni Pálsson skrifar
Dóri fékk að heyra nokkuð skemmtilega sögu frá Völu.
Dóri fékk að heyra nokkuð skemmtilega sögu frá Völu.

Þættirnir Skítamix eru á dagskrá Stöðvar 2 á sunnudagskvöldum og í þeim fer Halldór Halldórsson, Dóri DNA, heim til þekktra Íslendinga sem þurfa að ráðast í framkvæmdir á heimilinu.

Skítamix fór af stað á nýjan leik á dögunum og er um að ræða þáttaröð númer tvö. Í þættinum í gær fór Halldór heim til leikkonunnar Völu Kristínar Eiríksdóttur þar sem hún býr við Leifsgötu.

Hún fékk aðstoð við að setja upp loftlista með Dóra og gekk það upp og niður en tókst að lokum. Eitt atriði vakti aftur á móti athygli þegar Vala Kristín sagði sögu af því þegar hún fékk rafvirkja í heimsókn sem endaði með að niðurlægja hana fyrir flísalögn, sem hún gerði sjálf.

Hér að neðan má sjá brot úr þættinum í gærkvöldi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.