Elmar Gauti vann Norðurlandameistarann í bardaga kvöldsins á Icebox Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. maí 2022 12:00 Elmar Gauti Halldórsson sýndi styrk sinn í aðalbardaga kvöldsins. Instagram/@elmarg Elmar Gauti Halldórsson hefndi fyrir tap í úrslitabardaga Norðurlandamótsins í hnefaleikum þegar hann vann í aðalbardaga Icebox sem fór fram um helgina og heppnaðist vel. Bardagi Elmars Gauta á móti Andreas “Andycandy” Skarsvold Iversen frá Romerike Bokseklub í Noregi var endurtekning á viðureign þeirra á Norðurlandamótinu fyrr á árinu þar sem Andreas sigraði eftir klofna dómaraákvörðun í hnífjöfnum bardaga. Bardaginn á laugardaginn stóð svo sannarlega undir væntingum en í þetta sinn sigraði Elmar, einnig eftir klofna dómaraákvörðun. Bardaginn var svo valinn besti bardagi kvöldsins. Fjögur unnu Norðmennina Aron Franz Bergmann, Erika Nótt og Óliver Örn Davíðsson, öll úr Hnefaleikafélagi Reykjavíkur, höfðu líka eins og Elmar Gauti, betur í bardögum sínum við norska andstæðinga. Hildur Ósk Indriðadóttir frá Hnefaleikafélagi Reykjaness og Kári Jóhannesson unnu líka sína bardaga á móti íslenskum mótherjum. Norðmennirnir unnu þrjá bardaga á móti íslenskum andstæðingum en það voru þeir Raivis Katens frá Bogatyr, Julian Elias Torhaug Ullaug frá Romerike Bokseklubb og norski landsliðsmaðurinn Martin Skogheim frá Romerike Bokseklubb, sem fögnuðu allir sigri. Martin Skoghaim var síðan valinn besti boxari mótsins eða „Icebox Champion“ og fékk fyrir það hið eftirsótta belti. View this post on Instagram A post shared by Mjo lnir (@mjolnirmma) Á dagskrá voru tíu bardagar og þar af sex bardagar á milli íslenskra hnefaleikakeppenda og norskra. Margir af þeim sem börðust eru í landsliðum þjóðanna tveggja. Kvöldið byrjaði á fjórum bardögum á milli keppenda frá íslenskum klúbbum og voru þeir hver öðrum skemmtilegri og mikil spenna um úrslitin. Hildur Ósk Indriðadóttir frá Hnefaleikafélagi Reykjaness hafði betur í fyrsta bardaga kvöldsins gegn Lenu Dís Sesseljudóttur frá Hnefaleikadeild Þórs á einróma dómaraákvörðun. Næst mættust þeir Aron Franz Bergmann frá Hnefaleikafélagi Reykjavíkur og Tomas Griauslys frá Bogatyr en þar hafði Aron Franz að lokum sigurinn eftir klofna dómaraákvörðun í mjög jöfnum bardaga. Í þriðju viðureign kvöldsins mættust þeir Hákon Garðarsson frá Hnefaleikafélagi Reykjavíkur og Raivis Katens frá Bogatyr en þar hafði Raivis sigurinn eftir einróma dómaraákvörðun eftir harða viðureign. Í síðasta bardaga fyrir hlé mættust þeir Kári Jóhannesson og Rúnar Geirmundsson en Kári Jóhannesson sigraði þann bardaga á einróma dómaraákvörðun eftir mjög tæknilegan bardaga. Eftir tónlistaratriðin með hinum fimmtán ára Jónasi Víkingi eða „Johnny Boy“ og Flóna kom að þjóðsöngvum beggja landa en svo loks viðureignum milli íslensku og norsku keppendanna. Erika Nótt kom dansandi inn í hringinn Sá hluti byrjaði með sannkölluðum hvelli þegar hin fimmtán ára landsliðskona í hnefaleikum, Erika Nótt frá Hnefaleikafélagi Reykjavíkur, kom inn dansandi og fékk salinn með sér sem hafði greinilega mjög gaman af. Erika nótt mætti hinni norsku Mariu Helen Östhassel Torp frá Romerike Bokseklubb, Erika hafði betur eftir einróma dómaraákvörðun að lokum og fékk mikið lof áhorfenda. Í öðrum bardaga eftir hlé mætti fimmtán ára landsliðsmaður í hnefaleikum, Nóel Freyr Ragnarsson frá Hnefaleikafélagi Reykjavíkur, Julian Elias Torhaug Ullaug frá Romerike Bokseklubb. Julian sigraði þann bardaga eftir klofna dómaraákvörðun en þessi viðureign var valin besti ungmenna bardagi kvöldsins. Í þriðja bardaga eftir hlé mætti sextán ára landsliðsmaðurinn Mikael Hrafn Helgason frá Hnefaleikafélagi Reykjavíkur hinum norska Mathias Saxeide Offerdal frá Stavanger Bokseklubb. Mathias hafði að lokum sigur eftir einróma dómaraákvörðun eftir mjög jafna viðureign. Í þriðja seinasta bardaga kvöldsins mætti 16 ára landsliðsmaðurinn Óliver Örn Davíðsson frá Hnefaleikafélagi Reykjavíkur þeim norska Brage Andreas Elverhoj frá Romerike Bokseklubb. Óliver hafði betur eftir klofna dómaraákvörðun eftir virkilega tæknilega viðureign. View this post on Instagram A post shared by Elmar Gauti Halldórsson (@elmarg) Í næstsíðasta bardaga kvöldsins mættust þeir Emin Kadri Eminsson frá Hnefaleikafélagi Kópavogs og hinn norski Martin Skogheim úr norska landsliðinu frá Romerike Bokseklubb. Það er óhætt að segja að viðureignin hafi verið mjög spennandi sem endaði þó með því að Martin vann eftir klofna dómaraákvörðun að lokum. Í aðal bardaga kvöldsins mættust þeir Elmar Gauti Halldórsson frá Hnefaleikafélagi Reykjavíkur og norski landsliðsmaðurinn Andreas „Andycandy“ Skarsvold Iversen frá Romerike Bokseklubb en þeir mættust á norðurlandamótinu sem haldið var hér á landi fyrir nokkrum vikum og hafði þá Andreas betur eftir klofna dómaraákvörðun eftir mjög jafnan bardaga og óhætt að segja að þessi síðasti bardagi kvöldsins hafði verið spennandi viðureign frá fyrstu sekúndu. Að lokum vann Elmar Gauti á klofinni dómaraákvörðun og uppskar mikil lof og læti. Viðureign þeirra var síðar valinn bardagi kvöldsins. Að móti loknu var Martin Skoghaim síðan valinn besti boxari mótsins eða „Icebox Champion“ og fékk fyrir það hið eftirsótta belti. Box Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Körfubolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Körfubolti Fleiri fréttir Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sabonis ekki með Litháen á EM Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Almar kjörinn varaforseti „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Sjá meira
Bardagi Elmars Gauta á móti Andreas “Andycandy” Skarsvold Iversen frá Romerike Bokseklub í Noregi var endurtekning á viðureign þeirra á Norðurlandamótinu fyrr á árinu þar sem Andreas sigraði eftir klofna dómaraákvörðun í hnífjöfnum bardaga. Bardaginn á laugardaginn stóð svo sannarlega undir væntingum en í þetta sinn sigraði Elmar, einnig eftir klofna dómaraákvörðun. Bardaginn var svo valinn besti bardagi kvöldsins. Fjögur unnu Norðmennina Aron Franz Bergmann, Erika Nótt og Óliver Örn Davíðsson, öll úr Hnefaleikafélagi Reykjavíkur, höfðu líka eins og Elmar Gauti, betur í bardögum sínum við norska andstæðinga. Hildur Ósk Indriðadóttir frá Hnefaleikafélagi Reykjaness og Kári Jóhannesson unnu líka sína bardaga á móti íslenskum mótherjum. Norðmennirnir unnu þrjá bardaga á móti íslenskum andstæðingum en það voru þeir Raivis Katens frá Bogatyr, Julian Elias Torhaug Ullaug frá Romerike Bokseklubb og norski landsliðsmaðurinn Martin Skogheim frá Romerike Bokseklubb, sem fögnuðu allir sigri. Martin Skoghaim var síðan valinn besti boxari mótsins eða „Icebox Champion“ og fékk fyrir það hið eftirsótta belti. View this post on Instagram A post shared by Mjo lnir (@mjolnirmma) Á dagskrá voru tíu bardagar og þar af sex bardagar á milli íslenskra hnefaleikakeppenda og norskra. Margir af þeim sem börðust eru í landsliðum þjóðanna tveggja. Kvöldið byrjaði á fjórum bardögum á milli keppenda frá íslenskum klúbbum og voru þeir hver öðrum skemmtilegri og mikil spenna um úrslitin. Hildur Ósk Indriðadóttir frá Hnefaleikafélagi Reykjaness hafði betur í fyrsta bardaga kvöldsins gegn Lenu Dís Sesseljudóttur frá Hnefaleikadeild Þórs á einróma dómaraákvörðun. Næst mættust þeir Aron Franz Bergmann frá Hnefaleikafélagi Reykjavíkur og Tomas Griauslys frá Bogatyr en þar hafði Aron Franz að lokum sigurinn eftir klofna dómaraákvörðun í mjög jöfnum bardaga. Í þriðju viðureign kvöldsins mættust þeir Hákon Garðarsson frá Hnefaleikafélagi Reykjavíkur og Raivis Katens frá Bogatyr en þar hafði Raivis sigurinn eftir einróma dómaraákvörðun eftir harða viðureign. Í síðasta bardaga fyrir hlé mættust þeir Kári Jóhannesson og Rúnar Geirmundsson en Kári Jóhannesson sigraði þann bardaga á einróma dómaraákvörðun eftir mjög tæknilegan bardaga. Eftir tónlistaratriðin með hinum fimmtán ára Jónasi Víkingi eða „Johnny Boy“ og Flóna kom að þjóðsöngvum beggja landa en svo loks viðureignum milli íslensku og norsku keppendanna. Erika Nótt kom dansandi inn í hringinn Sá hluti byrjaði með sannkölluðum hvelli þegar hin fimmtán ára landsliðskona í hnefaleikum, Erika Nótt frá Hnefaleikafélagi Reykjavíkur, kom inn dansandi og fékk salinn með sér sem hafði greinilega mjög gaman af. Erika nótt mætti hinni norsku Mariu Helen Östhassel Torp frá Romerike Bokseklubb, Erika hafði betur eftir einróma dómaraákvörðun að lokum og fékk mikið lof áhorfenda. Í öðrum bardaga eftir hlé mætti fimmtán ára landsliðsmaður í hnefaleikum, Nóel Freyr Ragnarsson frá Hnefaleikafélagi Reykjavíkur, Julian Elias Torhaug Ullaug frá Romerike Bokseklubb. Julian sigraði þann bardaga eftir klofna dómaraákvörðun en þessi viðureign var valin besti ungmenna bardagi kvöldsins. Í þriðja bardaga eftir hlé mætti sextán ára landsliðsmaðurinn Mikael Hrafn Helgason frá Hnefaleikafélagi Reykjavíkur hinum norska Mathias Saxeide Offerdal frá Stavanger Bokseklubb. Mathias hafði að lokum sigur eftir einróma dómaraákvörðun eftir mjög jafna viðureign. Í þriðja seinasta bardaga kvöldsins mætti 16 ára landsliðsmaðurinn Óliver Örn Davíðsson frá Hnefaleikafélagi Reykjavíkur þeim norska Brage Andreas Elverhoj frá Romerike Bokseklubb. Óliver hafði betur eftir klofna dómaraákvörðun eftir virkilega tæknilega viðureign. View this post on Instagram A post shared by Elmar Gauti Halldórsson (@elmarg) Í næstsíðasta bardaga kvöldsins mættust þeir Emin Kadri Eminsson frá Hnefaleikafélagi Kópavogs og hinn norski Martin Skogheim úr norska landsliðinu frá Romerike Bokseklubb. Það er óhætt að segja að viðureignin hafi verið mjög spennandi sem endaði þó með því að Martin vann eftir klofna dómaraákvörðun að lokum. Í aðal bardaga kvöldsins mættust þeir Elmar Gauti Halldórsson frá Hnefaleikafélagi Reykjavíkur og norski landsliðsmaðurinn Andreas „Andycandy“ Skarsvold Iversen frá Romerike Bokseklubb en þeir mættust á norðurlandamótinu sem haldið var hér á landi fyrir nokkrum vikum og hafði þá Andreas betur eftir klofna dómaraákvörðun eftir mjög jafnan bardaga og óhætt að segja að þessi síðasti bardagi kvöldsins hafði verið spennandi viðureign frá fyrstu sekúndu. Að lokum vann Elmar Gauti á klofinni dómaraákvörðun og uppskar mikil lof og læti. Viðureign þeirra var síðar valinn bardagi kvöldsins. Að móti loknu var Martin Skoghaim síðan valinn besti boxari mótsins eða „Icebox Champion“ og fékk fyrir það hið eftirsótta belti.
Box Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Körfubolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Körfubolti Fleiri fréttir Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sabonis ekki með Litháen á EM Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Almar kjörinn varaforseti „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Sjá meira