Ári á undan skynjaði ég að henni leið ekki vel Stefán Árni Pálsson skrifar 4. maí 2022 12:31 Ellý Katrín Guðmundsdóttir og Magnús Karl Magnússon. Hvernig bregst maður við þegar makinn greinist með Alzheimer aðeins um fimmtug að aldri? Fyrir tæpum sex árum stóð Magnús Karl Magnússon læknir í þeirri stöðu að eiginkona hans lögmaðurinn Ellý Katrín Guðmundsdóttir fékk greiningu. Farið var yfir söguna í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Við kynntumst þegar við vorum tvítug, nýbyrjuð í háskólanum og ég í læknisfræði og hún í lögfræði. Við byrjuðum snemma saman og höfum verið saman síðan,“ segir Magnús en sínum tíma eignuðust þau saman tvö börn sem eru núna uppkomin. „Það er erfitt að koma auga á því hvenær okkur fór að gruna að það væri eitthvað að. Við þekkjum það vel í okkar hversdagslega lífi að gleyma einhverju. Ellý fann fyrir því en svona til viðbótar, sem var alveg nýtt fyrir henni var að hún fór allt í einu að verða óörugg með sig í starfi. Þetta voru svona óljós einkenni en það var augljóslega eitthvað að.“ Ári fyrir greiningu skynjaði Magnús að Ellý leið ekki vel. Vissi sjálf að þetta þyrfti að skoða „Hún var sjálf mjög skynsöm og tók strax ákvörðun um að þetta væri eitthvað sem þyrfti að skoða. Ég var eiginlega sjálfur sannfærðari heldur en læknarnir strax frá upphafi. Fyrst héldu læknar að þetta væri kulnun en þegar hún tók minnispróf þá sé ég að þetta var eitthvað alvarlegt. Þegar greiningin kemur kemur yfir mann yfirþyrmandi þörf að styðja við maka sinn.“ Ellý hélst sjálf fyrirlestur ekki svo löngu eftir greiningu og má sjá brot úr þeim fyrirlestri í innlaginu hér að neðan. „Við höfum bara fundið ást og umhyggju frá okkar nánustu vinum og ættingjum og það hefur breytt öllu. Það skiptir alveg gífurlega miklu máli að tala um hlutina og það hef ég lært ef Ellý enda hefur hún sjálf tekið forystuna í því hjá okkur.“ Núna er sex ár liðin frá því að grunur vaknaði að Ellý væri með sjúkdóminn en hún er núna komin á hjúkrunarheimili og gerðist það aðeins fyrir þremur vikum. „Þar búa ellefu konur saman og hún brosir og hlær í hvert sinn sem ég kem til hennar.“ Hér að neðan má sjá innslaginu í heild sinni. Klippa: Ári á undan skynjaði ég að henni leið ekki vel Ísland í dag Heilbrigðismál Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Fleiri fréttir Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Sjá meira
„Við kynntumst þegar við vorum tvítug, nýbyrjuð í háskólanum og ég í læknisfræði og hún í lögfræði. Við byrjuðum snemma saman og höfum verið saman síðan,“ segir Magnús en sínum tíma eignuðust þau saman tvö börn sem eru núna uppkomin. „Það er erfitt að koma auga á því hvenær okkur fór að gruna að það væri eitthvað að. Við þekkjum það vel í okkar hversdagslega lífi að gleyma einhverju. Ellý fann fyrir því en svona til viðbótar, sem var alveg nýtt fyrir henni var að hún fór allt í einu að verða óörugg með sig í starfi. Þetta voru svona óljós einkenni en það var augljóslega eitthvað að.“ Ári fyrir greiningu skynjaði Magnús að Ellý leið ekki vel. Vissi sjálf að þetta þyrfti að skoða „Hún var sjálf mjög skynsöm og tók strax ákvörðun um að þetta væri eitthvað sem þyrfti að skoða. Ég var eiginlega sjálfur sannfærðari heldur en læknarnir strax frá upphafi. Fyrst héldu læknar að þetta væri kulnun en þegar hún tók minnispróf þá sé ég að þetta var eitthvað alvarlegt. Þegar greiningin kemur kemur yfir mann yfirþyrmandi þörf að styðja við maka sinn.“ Ellý hélst sjálf fyrirlestur ekki svo löngu eftir greiningu og má sjá brot úr þeim fyrirlestri í innlaginu hér að neðan. „Við höfum bara fundið ást og umhyggju frá okkar nánustu vinum og ættingjum og það hefur breytt öllu. Það skiptir alveg gífurlega miklu máli að tala um hlutina og það hef ég lært ef Ellý enda hefur hún sjálf tekið forystuna í því hjá okkur.“ Núna er sex ár liðin frá því að grunur vaknaði að Ellý væri með sjúkdóminn en hún er núna komin á hjúkrunarheimili og gerðist það aðeins fyrir þremur vikum. „Þar búa ellefu konur saman og hún brosir og hlær í hvert sinn sem ég kem til hennar.“ Hér að neðan má sjá innslaginu í heild sinni. Klippa: Ári á undan skynjaði ég að henni leið ekki vel
Ísland í dag Heilbrigðismál Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Fleiri fréttir Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Sjá meira