Hefur engar áhyggjur af gagnrýni netverja á nýja lógóið Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. maí 2022 19:31 Frosti Ólafsson er framkvæmdastjóri Olís. Vísir/Arnar Olís vinnur nú að því að skipta út gamalgrónu merki sínu, sem hannað var fyrir nær fimmtíu árum, fyrir nýtt. Framkvæmdastjórinn hefur engar áhyggjur af gagnrýni þeirra sem þegar eru byrjaðir að sakna gamla merkisins. Nýja merkið hefur til dæmis verið sett upp á Olís-stöðinni í Norðlingaholti og þó að munurinn virðist kannski ekki mikill við fyrstu sýn má sjá samanburð á skýringarmyndinni hér fyrir neðan. Á hinu nýja merki er nýtt letur, auk þess sem talsvert betur loftar um stafina á nýja merkinu heldur en á því gamla - og kannski sögufræga. Gamlir tímar mæta nýjum. Netverjar hafa sett breytinguna í samhengi við yfirhalninguna á Bónusgrísnum sem var umdeild í fyrra. Þá tók Lýsi vörumerkið sem hér sést upp árið 2017 en hið gamla sést þó enn á vef og varningi fyrirtækisins.Kristján Jónsson Nýja merkið er liður í allsherjaryfirhalningu á Olís-útlitinu sem innleiða á smám saman á Olís-stöðvum landsins á næstu mánuðum. En margir eiga erfitt með að kyngja breytingum og á slíku bar á samfélagsmiðlum í vikunni þegar fregnir af nýju merki spurðust út. „HVAÐ Í FOKKANUM GERÐIST VIÐ OLÍS?“ var yfirskrift færslu inn á spjallþræði Íslendinga á samfélagsmiðlinum Reddit, hvar glöggur notandi hafði greinilega rambað á nýja merkið í Norðlingaholti. Og hér fyrir neðan má sjá örlitla samantekt af viðbrögðum á Twitter í kjölfarið. Kristján Jónsson Gamla merkið hefur enda staðið óbreytt í hartnær fimmtíu ár, líklega eitt það langlífasta á landinu. En Frosti Ólafsson framkvæmdastjóri Olís hefur engar áhyggjur af viðbrögðum netverja, breytingin sé einfaldlega í takt við nýjar þarfir. „Ég held það sé aðeins of seint að bakka úr því sem komið er,“ segir hann og hlær. „En eins og ég segi, maður þarf að venjast breytingum og við vonum að þær venjist vel í þessu tilfelli.“ „Þetta er auðvitað sögufrægt vörumerki og búið að standa tímans tönn. Ég held að það hafi verið sirka hálf öld sem það hefur enst, þannig að það hefur sannað gildi sitt og er geggjað vörumerki. En tímarnir breytast og þarfirnar í þessum myndheimi öllum með. Og við reyndum nú að sýna mikla virðingu gagnvart sögunni í þessari breytingu,“ segir Frosti. Auglýsinga- og markaðsmál Bensín og olía Tengdar fréttir Bónus lengir opnunartíma og gefur grísnum yfirhalningu Matvörurisinn Bónus hefur gert breytingar á útliti Bónusgríssins og þeirri leturgerð sem notast er við í firmamerki verslananna. Breytingarnar eru gerðar samhliða lengingu á opnunartíma verslana sem taka gildi í dag sem felur meðal annars í sér að sjö Bónusverslanir verða framvegis opnar til klukkan átta á kvöldin. 12. nóvember 2021 09:46 Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Nýja merkið hefur til dæmis verið sett upp á Olís-stöðinni í Norðlingaholti og þó að munurinn virðist kannski ekki mikill við fyrstu sýn má sjá samanburð á skýringarmyndinni hér fyrir neðan. Á hinu nýja merki er nýtt letur, auk þess sem talsvert betur loftar um stafina á nýja merkinu heldur en á því gamla - og kannski sögufræga. Gamlir tímar mæta nýjum. Netverjar hafa sett breytinguna í samhengi við yfirhalninguna á Bónusgrísnum sem var umdeild í fyrra. Þá tók Lýsi vörumerkið sem hér sést upp árið 2017 en hið gamla sést þó enn á vef og varningi fyrirtækisins.Kristján Jónsson Nýja merkið er liður í allsherjaryfirhalningu á Olís-útlitinu sem innleiða á smám saman á Olís-stöðvum landsins á næstu mánuðum. En margir eiga erfitt með að kyngja breytingum og á slíku bar á samfélagsmiðlum í vikunni þegar fregnir af nýju merki spurðust út. „HVAÐ Í FOKKANUM GERÐIST VIÐ OLÍS?“ var yfirskrift færslu inn á spjallþræði Íslendinga á samfélagsmiðlinum Reddit, hvar glöggur notandi hafði greinilega rambað á nýja merkið í Norðlingaholti. Og hér fyrir neðan má sjá örlitla samantekt af viðbrögðum á Twitter í kjölfarið. Kristján Jónsson Gamla merkið hefur enda staðið óbreytt í hartnær fimmtíu ár, líklega eitt það langlífasta á landinu. En Frosti Ólafsson framkvæmdastjóri Olís hefur engar áhyggjur af viðbrögðum netverja, breytingin sé einfaldlega í takt við nýjar þarfir. „Ég held það sé aðeins of seint að bakka úr því sem komið er,“ segir hann og hlær. „En eins og ég segi, maður þarf að venjast breytingum og við vonum að þær venjist vel í þessu tilfelli.“ „Þetta er auðvitað sögufrægt vörumerki og búið að standa tímans tönn. Ég held að það hafi verið sirka hálf öld sem það hefur enst, þannig að það hefur sannað gildi sitt og er geggjað vörumerki. En tímarnir breytast og þarfirnar í þessum myndheimi öllum með. Og við reyndum nú að sýna mikla virðingu gagnvart sögunni í þessari breytingu,“ segir Frosti.
Auglýsinga- og markaðsmál Bensín og olía Tengdar fréttir Bónus lengir opnunartíma og gefur grísnum yfirhalningu Matvörurisinn Bónus hefur gert breytingar á útliti Bónusgríssins og þeirri leturgerð sem notast er við í firmamerki verslananna. Breytingarnar eru gerðar samhliða lengingu á opnunartíma verslana sem taka gildi í dag sem felur meðal annars í sér að sjö Bónusverslanir verða framvegis opnar til klukkan átta á kvöldin. 12. nóvember 2021 09:46 Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Bónus lengir opnunartíma og gefur grísnum yfirhalningu Matvörurisinn Bónus hefur gert breytingar á útliti Bónusgríssins og þeirri leturgerð sem notast er við í firmamerki verslananna. Breytingarnar eru gerðar samhliða lengingu á opnunartíma verslana sem taka gildi í dag sem felur meðal annars í sér að sjö Bónusverslanir verða framvegis opnar til klukkan átta á kvöldin. 12. nóvember 2021 09:46