Hélt að Anníe Mist væri að grínast þegar goðsögnin hafði samband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. maí 2022 08:30 Anníe Mist hefur komið CrossFit heiminum á óvart síðustu ár og það á jákvæðan hátt. Hér er hún með Freyju Mist sinni. Instagram/@anniethorisdottir Anníe Mist Þórisdóttir hefur stundað það að koma CrossFit heiminum á óvart síðustu ár og það kemur vel fram í umfjöllun heimasíðu heimsleikanna um nýjasta ævintýri íslensku CrossFit drottningarinnar. Anníe Mist verður ekki með í einstaklingskeppninni á leikunum í ár þrátt fyrir að hafa verið á verðlaunapalli fyrir aðeins tæpu ári síðan. Hún hefur unnið allt og gert allt sem einstaklingur í CrossFit íþróttinni en að þessu sinni vill hún fá að upplifa það að keppa í liði á heimsleikanna. Instagram/@crossfitgames Nú styttist í undankeppnina þar sem kemur í ljós hvort liðið hennar Anníe Mistar, lið CrossFit Reykjavík, takist að tryggja sér farseðilinn á heimsleikanna. Heimasíða heimsleikanna í CrossFit fjallaði sérstaklega um lið Anníe Mistar og þá líka um hina þrjá meðlimina í liðinu sem hafa ekki orðið heimsmeistarar eins og Anníe en hafa öll gert það gott í CrossFit íþróttinni. Frá ágúst 2020 til ágúst 2021 þá sjokkeraði Íslands-Anníe CrossFit samfélagið með því að eignast barn og komast á verðlaunapallinn á heimsleikunum innan við ári síðar segir í umfjölluninni. „Eftir að hún átti þessa ótrúlegu frammistöðu á síðasta ári þá var svolítið sjokkerandi að sjá Anníe skipta yfir í liðakeppnina,“ sagði Annie Sakamoto, sérfræðingur CrossFit samtakanna. Anníe Mist hafði fyrst samband við Lauren Fisher þegar hún setti saman CrossFit Reykjavík liðið. Hún bað hana um að koma í liðið sitt á Instagram en Lauren sjálf segir að hún hafi ekki verið vss um hvort að Anníe væri að grínast eða ekki. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=odxYUWSVSW4">watch on YouTube</a> „Varstu virkilega að spyrja mig í gegnum Instagram hvort ég sé klár í að keppa í liðakeppni á heimsleikunum,“ sagði Lauren Fisher hafa spurt til baka. „Ekki spurning. Ég vil setja saman rétta liðið. Mér er alvara. Ég vil líka vinna heimsleikanna sem hluti af liði,“ svaraði Anníe Mist. Fisher samþykkti ekki bara að koma í liðið heldur flutti hún einnig til Íslands. Þær leituðu síðan uppi tvo karla til að fylla liðið. Um miðjan janúar var liðið farið að æfa saman á Íslandi. Karlmennirnir sem komu liðið eru þeir Khan Porter og Tola Morakinyo. Það má lesa alla umfjöllunina á heimasíðu heimsleikanna í CrossFit með því að smella hér. CrossFit Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Sjá meira
Anníe Mist verður ekki með í einstaklingskeppninni á leikunum í ár þrátt fyrir að hafa verið á verðlaunapalli fyrir aðeins tæpu ári síðan. Hún hefur unnið allt og gert allt sem einstaklingur í CrossFit íþróttinni en að þessu sinni vill hún fá að upplifa það að keppa í liði á heimsleikanna. Instagram/@crossfitgames Nú styttist í undankeppnina þar sem kemur í ljós hvort liðið hennar Anníe Mistar, lið CrossFit Reykjavík, takist að tryggja sér farseðilinn á heimsleikanna. Heimasíða heimsleikanna í CrossFit fjallaði sérstaklega um lið Anníe Mistar og þá líka um hina þrjá meðlimina í liðinu sem hafa ekki orðið heimsmeistarar eins og Anníe en hafa öll gert það gott í CrossFit íþróttinni. Frá ágúst 2020 til ágúst 2021 þá sjokkeraði Íslands-Anníe CrossFit samfélagið með því að eignast barn og komast á verðlaunapallinn á heimsleikunum innan við ári síðar segir í umfjölluninni. „Eftir að hún átti þessa ótrúlegu frammistöðu á síðasta ári þá var svolítið sjokkerandi að sjá Anníe skipta yfir í liðakeppnina,“ sagði Annie Sakamoto, sérfræðingur CrossFit samtakanna. Anníe Mist hafði fyrst samband við Lauren Fisher þegar hún setti saman CrossFit Reykjavík liðið. Hún bað hana um að koma í liðið sitt á Instagram en Lauren sjálf segir að hún hafi ekki verið vss um hvort að Anníe væri að grínast eða ekki. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=odxYUWSVSW4">watch on YouTube</a> „Varstu virkilega að spyrja mig í gegnum Instagram hvort ég sé klár í að keppa í liðakeppni á heimsleikunum,“ sagði Lauren Fisher hafa spurt til baka. „Ekki spurning. Ég vil setja saman rétta liðið. Mér er alvara. Ég vil líka vinna heimsleikanna sem hluti af liði,“ svaraði Anníe Mist. Fisher samþykkti ekki bara að koma í liðið heldur flutti hún einnig til Íslands. Þær leituðu síðan uppi tvo karla til að fylla liðið. Um miðjan janúar var liðið farið að æfa saman á Íslandi. Karlmennirnir sem komu liðið eru þeir Khan Porter og Tola Morakinyo. Það má lesa alla umfjöllunina á heimasíðu heimsleikanna í CrossFit með því að smella hér.
CrossFit Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Sjá meira