Lífið

Innlit í fataskápa Gumma Kíró

Stefán Árni Pálsson skrifar
Gummi Kíró er ekkert að grínast þegar kemur að fatnaði. 
Gummi Kíró er ekkert að grínast þegar kemur að fatnaði. 

Kírópraktorinn Guðmundur Birkir Pálmason eða Gummi Kíró kannast eflaust margir við. Sindri Sindrason leit við hjá Gumma á dögunum fyrir Ísland í dag og fékk að líta inn í fataskápana hans, en Gummi er þekktur fyrir smekklegan fatasmekk og kosta flíkurnar sitt.

Gummi býr ásamt Línu Birgittu kærustunni sinni og börnunum hans þremur. Þá má með sanni segja að Gummi á mikið af fötum og hann elskar merkjavörur.

Uppáhalds merkin eru Celine, Balenciaga og Balmain. Í gegnum tíðina hefur hann einnig verið hrifinn af Gucci og Louis Vuitton. Í innslaginu sýnir Gummi nýjustu Celine peysuna sem hann fjárfesti í og kostaði hún 120 þúsund krónur.

„Mér finnst skemmtilegast að versla í París. En Stokkhólmur er líka æðislegur staður til að versla. Ég bjó þar á sínum tíma og það er gaman að segja frá því að þegar ég geng inn í Gucci búðina þá kemur sá sem sér um búðina alltaf til mín og gefur mér kampavín og kaffi og við spjöllum mjög mikið og það er mjög skemmtilegt,“ segir Gummi sem er einnig mikill vínáhugamaður en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni þar sem farið er yfir fataskápa Gumma á mjög skemmtilegan hátt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.