Nick Cave missir annan son Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 9. maí 2022 17:12 Jethro Lazenby er frumburður Nick Cave. Ekki liggur fyrir að svo stöddu hvað olli andláti Jethro. Vísir/getty Ástralska fyrirsætan Jethro Lazenby er látinn þrjátíu og eins árs að aldri. Hann hafði nýlega losnað úr fangelsi eftir að hafa setið inni fyrir ofbeldisbrot gegn móður sinni, Beau Lazenby. Dánarorsök liggur ekki fyrir að svo stöddu. Jethro er sonur ástralska tónlistarmannsins Nick Cave. Tónlistarmaðurinn er Íslendingum að góðu kunnur enda hefur hann nokkrum sinnum haldið tónleika hér á landi. Cave segir í yfirlýsingu: „Ég staðfesti, með mikilli sorg, að sonur minn, Jethro, er fallinn frá. Við yrðum þakklát ef þið gætuð virt einkalíf fjölskyldunnar.“ Jethro var elsti sonur Caves en hann eignaðist hann með áströlsku fyrirsætunni Beau Lazenby. Jethro ólst upp í Ástralíu en hann kynntist föður sínum ekki fyrr en hann var orðinn sjö ára. Cave sagði í viðtali árið 2008 að þetta hefði verið erfiður tími. „Ég mun ávallt sjá eftir því að hafa ekki haft mikið samband við Jethro á hans æskuárum. Í dag eigum við þó frábært samband.“ Þegar Jethro komst á aldur flutti hann til Bretlands til að vinna fyrir sér sem fyrirsæta. Þar vann hann fyrir stór og virt tískhús á borð við Balenciaga og Versace. Þá fetaði Jethro í fótspor föður síns á tímabili þegar hann vann að nokkrum sjálfstæðum tónlistarverkefnum. Á síðustu árum tók að síga á ógæfuhliðina hjá Jethro og var hann greindur með geðklofa. Hann hefur verið sakfelldur fyrir að hafa beitt bæði kærustu sína og móður ofbeldi. Nick Cave hefur nú misst tvo syni en Arthur Cave, sonur hans, lést árið 2015. Hann var aðeins fimmtán ára. Arthur var undir áhrifum ofskynjunarefna þegar hann féll fram af kletti nærri Brighton. Sonarmissirinn er miðlægt yrkisefni á síðustu tveimur plötum Nick Cave & the Bad Seeds; Skeleton Tree (2016) og Ghosteen (2019) Tónlist Andlát Ástralía Tengdar fréttir Nick Cave: Tekst á við sonarmissinn með nýrri plötu og mynd Tónlistarmaðurinn gefur út samtímis plötuna The Skeleton Key og myndina One more time with feeling í september. 30. júní 2016 14:47 Fimmtán ára sonur Nick Cave lést af slysförum Fjölskyldan biður um frið. 15. júlí 2015 12:42 Mest lesið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Lífið Fleiri fréttir Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Bitist um miða á ball vinstri sinnaðs ábreiðubands Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi „Sorgleg þróun“ Líf og fjör í teiti 66°Norður í Kaupmannahöfn „Fann það á mér að það væri of mikil fórn“ Kanye og Censori séu við það að skilja Öðruvísi hugmyndir fyrir Valentínusardaginn Blár hvalur í kveðjugjöf „Geta tveir einstaklingar með svona ólíka lífssýn átt í hjónabandi?“ Russell Brand stefnt vegna kynferðislegrar áreitni Eyþór Wöhler hefur fundið ástina Björn Hlynur og Rakel slettu úr klaufunum Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja „Ég gerði ein mistök, eða tvö“ Sjá meira
Jethro er sonur ástralska tónlistarmannsins Nick Cave. Tónlistarmaðurinn er Íslendingum að góðu kunnur enda hefur hann nokkrum sinnum haldið tónleika hér á landi. Cave segir í yfirlýsingu: „Ég staðfesti, með mikilli sorg, að sonur minn, Jethro, er fallinn frá. Við yrðum þakklát ef þið gætuð virt einkalíf fjölskyldunnar.“ Jethro var elsti sonur Caves en hann eignaðist hann með áströlsku fyrirsætunni Beau Lazenby. Jethro ólst upp í Ástralíu en hann kynntist föður sínum ekki fyrr en hann var orðinn sjö ára. Cave sagði í viðtali árið 2008 að þetta hefði verið erfiður tími. „Ég mun ávallt sjá eftir því að hafa ekki haft mikið samband við Jethro á hans æskuárum. Í dag eigum við þó frábært samband.“ Þegar Jethro komst á aldur flutti hann til Bretlands til að vinna fyrir sér sem fyrirsæta. Þar vann hann fyrir stór og virt tískhús á borð við Balenciaga og Versace. Þá fetaði Jethro í fótspor föður síns á tímabili þegar hann vann að nokkrum sjálfstæðum tónlistarverkefnum. Á síðustu árum tók að síga á ógæfuhliðina hjá Jethro og var hann greindur með geðklofa. Hann hefur verið sakfelldur fyrir að hafa beitt bæði kærustu sína og móður ofbeldi. Nick Cave hefur nú misst tvo syni en Arthur Cave, sonur hans, lést árið 2015. Hann var aðeins fimmtán ára. Arthur var undir áhrifum ofskynjunarefna þegar hann féll fram af kletti nærri Brighton. Sonarmissirinn er miðlægt yrkisefni á síðustu tveimur plötum Nick Cave & the Bad Seeds; Skeleton Tree (2016) og Ghosteen (2019)
Tónlist Andlát Ástralía Tengdar fréttir Nick Cave: Tekst á við sonarmissinn með nýrri plötu og mynd Tónlistarmaðurinn gefur út samtímis plötuna The Skeleton Key og myndina One more time with feeling í september. 30. júní 2016 14:47 Fimmtán ára sonur Nick Cave lést af slysförum Fjölskyldan biður um frið. 15. júlí 2015 12:42 Mest lesið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Lífið Fleiri fréttir Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Bitist um miða á ball vinstri sinnaðs ábreiðubands Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi „Sorgleg þróun“ Líf og fjör í teiti 66°Norður í Kaupmannahöfn „Fann það á mér að það væri of mikil fórn“ Kanye og Censori séu við það að skilja Öðruvísi hugmyndir fyrir Valentínusardaginn Blár hvalur í kveðjugjöf „Geta tveir einstaklingar með svona ólíka lífssýn átt í hjónabandi?“ Russell Brand stefnt vegna kynferðislegrar áreitni Eyþór Wöhler hefur fundið ástina Björn Hlynur og Rakel slettu úr klaufunum Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja „Ég gerði ein mistök, eða tvö“ Sjá meira
Nick Cave: Tekst á við sonarmissinn með nýrri plötu og mynd Tónlistarmaðurinn gefur út samtímis plötuna The Skeleton Key og myndina One more time with feeling í september. 30. júní 2016 14:47