Oddvitaáskorunin: Setti rafmagnsþeytara í hárið og hélt hún fengi krullur Samúel Karl Ólason skrifar 12. maí 2022 17:01 Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2022 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í sveitarfélögum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Ása Berglind Hjálmarsdóttir leiðir Íbúalistann í Ölfusi í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ég heiti Ása Berglind Hjálmarsdóttir og er 37 ára menningarstjórnandi og tónlistarkennari, en menntun mína sótti ég bæði í Listaháskóla Íslands og í Háskólann á Bifröst. Ég ólst upp í Þorlákshöfn og mér þykir alveg einstaklega vænt um þetta samfélag. Fyrir fjórum árum flutti ég aftur í Þorlákshöfn eftir að hafa verið á flakki í rúmlega tíu ár og bý í fallegu bláu bárujárnshúsi, sem er eitt af fyrstu húsunum sem byggð voru fyrir 70 árum síðan. Þar bý ég ásamt manni mínum Tómasi Jónssyni. Saman eigum við Jónatan Knút, 4 ára uppátækjasaman ævintýradreng en fyrir átti ég Þorgerði Kolbrá sem er að verða 13 ára og Ragnheiði Sól sem er nýorðin 20 ára. Það er í raun hvergi betra að vera heldur en í Sveitarfélaginu Ölfusi og sérstaklega þegar maður er að ala upp börn. Í Þorlákshöfn er ennþá þetta fallega frjálsræði sem einkennir minni samfélög, þorpið er raunverulega að hjálpast að við að ala upp hvert barn. Með stækkandi bæ er áskorun að halda í þennan sjarma. Bærinn er ekki nema um 70 ára svo hér býr enn fólk sem kom hingað þegar Þorlákshöfn var ekkert nema sandur og auðn. Ég ber ómælda virðingu fyrir frumbyggjum Þorlákshafnar og hvernig þau byggðu upp bæði bæ og samfélag. Þá hjálpaðist fólk að við að byggja húsin og önnur mannvirki, eins og Þorlákskirkju og það er áskorun fyrir okkur sem yngri eru að halda í þennan anda sem ætti auðvitað að einkenna öll samfélög. Ég hef reynt að leggja mitt af mörkum í þessum efnum og unnið að því að gera samfélagið bæði betra og skemmtilegra, t.d. með því að starfa í stjórn Lúðrasveitar Þorlákshafnar sem hefur um árabil staðið fyrir virkilega metnaðarfullum viðburðum. Árið 2007 fór ég af stað með verkefnið Tónar og trix, sem gekk út á að vinna að tónlist á skapandi hátt með eldra fólki í sveitarfélaginu. Við gáfum meðal annars út plötu með landsþekktu tónlistarfólki og héldum að því tilefni tvenna útgáfutónleika, bæði í Þorlákshöfn og fyrir fullum sal í Gamla bíói. Árið sem ég flutti aftur í Þorlákshöfn fór ég af stað með skammdegishátíðina Þollóween ásamt nokkrum kraftmiklum konum og hef leitt þá vinnu til dagsins í dag. Allar gefum við vinnu okkar í þágu þess að búa til skemmtun fyrir fjölskyldur á þessum dimmasta tíma ársins. Það er þannig að ég hef mikla þörf fyrir að hafa jákvæð áhrif á samfélagið og það að fara í pólitík er sannarlega farvegur til að láta gott af sér leiða. Tækifærin eru á hverju strái hér í Sveitarfélaginu Ölfusi. Hjá okkur er kraftmikil uppbygging, öflugt íþróttastarf og skemmtileg menning. Við á Íbúalistanum teljum að nú standi samfélagið á krossgötum, við þurfum að færa fókusinn inn á við, hlúa að innviðum og mannauð Sveitarfélagsins Ölfuss. Við á Íbúalistanum í Ölfusi viljum auka lífsgæði aldraðra, bæta kjör fjölskyldna og leggja grunn að fjölbreyttu atvinnulífi. Ef þú hefur áhuga á að kynna þér stefnumál Íbúalistans má lesa þau inn á ibualistinn.is. Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Selvogurinn í Ölfusi á sérstakan stað í hjarta mínu og þessvegna finnst mér hann fallegasti staðurinn á Íslandi. Þar mætast nútíminn og fortíðin á einhvern undarlegan hátt, fjaran er ævintýraheimur og undantekningalaust stútfyllist orkutankurinn eftir heimasókn í Selvoginn. Er eitthvað lítilvægt sem fer þó í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt að sé lagað? Það sem fer helst í taugarnar á mér í sveitarfélaginu mínu flokkast ekki sem lítilvægt, en er í raun ástæða þess að ég ásamt fleiri frambjóðendum á Íbúalistanum fórum af stað með þetta nýja framboð. Hvert er þitt uppáhalds áhugamál sem gæti þótt skrítið? Ég á mörg áhugamál, elska tónlist og að spila og syngja. Sjálf spila ég á trompet og uppáhalds hljómsveitin mín í öllum heiminum er Lúðrasveit Þorlákshafnar sem ég hef spilað með frá því ég var unglingur. Kannski finnst einhverjum það skrítið, en „hlutlaust” mat er að hún er klárlega besta lúðrasveitin á landinu. Hver eru þín minnistæðustu samskipti við lögregluna? Ég bjó með lögreglumanni í nokkur ár og fór í mjög skemmtileg partý með vinnunni hans, það eru minnistæðustu samskiptin sem tengjast lögreglunni. Hvað færðu þér á pizzu? Ég elska að setja bæði banana og döðlur á pizzur og eitthvað sterkt með. Hvaða lag peppar þig mest? Svo ótrúlega mörg! En Sir Duke með Stevie Wonder er klárlega eitt mest peppandi lag sem til er. Hvað getur þú tekið margar armbeygjur? Enga hugmynd, ég fer frekar út í göngutúr heldur en í armbeygjur. Göngutúr eða skokk? Göngutúr. Uppáhalds brandari? Ég get aldrei munað brandara, heyri þá og gleymi þeim. Hvað er þitt draumafríi? Mig dreymir um að flakka um sveitir Ítalíu og Frakklands, en svo elskum við fjölskyldan að hreiðra um okkur í íslenskri náttúru í tjaldvagninum okkar. Höfum í raun alveg svakalega mikið úthald í útilegum og erum stundum á flakki í nokkrar vikur samfellt á sumrin. T.d. þegar ég og Tómas, eiginmaður minn fórum hringinn í kringum landið árið 2014 til þess að spila á hverju einasta hjúkrunarheimili landsins, þá bjuggum við í tjaldvagni í mánuð. Það var magnað ævintýri. Hvort fannst þér 2020 eða 2021 vera verra ár? Klárlega 2021, ég ætla að vona að það verði aldrei annað eins ár. 2020 var hinsvegar stórkostlegt, við hjónin náðum að gifta okkur í einni covid pásunni með öllu uppáhalds fólkinu okkar, besta partý lífs míns. Uppáhalds tónlistarmaður? Þessi er auðveld, maðurinn minn Tómas Jónsson hljómborðsleikari og lagahöfundur. Algjörlega uppáhalds! Hvað er það skrýtnasta sem þú manst eftir að hafa gert? Einusinni þegar ég var barn setti ég rafmagnsþeytara í hárið á mér, hélt ég fengi krullur en það endaði þannig að járnin snéru sig föst í hárinu á mér. Það var ekki þægilegt. Ef það væri gerð kvikmynd um ævi þína, hver ætti að leika þig? Má vera íslenskur eða útlenskur. Ég fæ reglulega að heyra að ég líkist hinni eða þessari leikkonu, en sú sem mér finnst mest töff af þeim er Helena Bonham Carter svo hún mætti gjarnan leika mig. Hefur þú verið í verbúð? Ég hef ekki átt heimili í verbúð en þegar ég var unglingur var enn verið að halda partý í verbúðum í Þorlákshöfn og ég fór í nokkur. Áhrifamesta kvikmyndin? Schindler’s List er klárlega ein af þeim. Skelfileg áminning um það hvað manneskjan getur verið rosalegt villidýr. Áttu eftir að sakna Nágranna? Nei. Hefðir þú spurt mig fyrir 20 árum hefði ég sennilega sagt já. Ef þú yrðir að flytja úr þínu sveitarfélagi, hvert myndir þú helst vilja fara? Kannski bara í okkar góða nágrannasveitarfélag Hveragerði. Eða til útlanda. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Ég skammast mín í raun ekki fyrir neitt sem ég hlusta á, en stundum þegar mig vantar að komast í tiltektargírinn heima hjá mér þá set ég á tónlistina úr þáttunum Ally McBeal þar sem Vonda Shepard og fleiri fara á kostum. Kannski er það smá guilty pleasure. Oddvitaáskorunin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Ölfus Mest lesið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum Lífið Fleiri fréttir Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Sjá meira
Ása Berglind Hjálmarsdóttir leiðir Íbúalistann í Ölfusi í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ég heiti Ása Berglind Hjálmarsdóttir og er 37 ára menningarstjórnandi og tónlistarkennari, en menntun mína sótti ég bæði í Listaháskóla Íslands og í Háskólann á Bifröst. Ég ólst upp í Þorlákshöfn og mér þykir alveg einstaklega vænt um þetta samfélag. Fyrir fjórum árum flutti ég aftur í Þorlákshöfn eftir að hafa verið á flakki í rúmlega tíu ár og bý í fallegu bláu bárujárnshúsi, sem er eitt af fyrstu húsunum sem byggð voru fyrir 70 árum síðan. Þar bý ég ásamt manni mínum Tómasi Jónssyni. Saman eigum við Jónatan Knút, 4 ára uppátækjasaman ævintýradreng en fyrir átti ég Þorgerði Kolbrá sem er að verða 13 ára og Ragnheiði Sól sem er nýorðin 20 ára. Það er í raun hvergi betra að vera heldur en í Sveitarfélaginu Ölfusi og sérstaklega þegar maður er að ala upp börn. Í Þorlákshöfn er ennþá þetta fallega frjálsræði sem einkennir minni samfélög, þorpið er raunverulega að hjálpast að við að ala upp hvert barn. Með stækkandi bæ er áskorun að halda í þennan sjarma. Bærinn er ekki nema um 70 ára svo hér býr enn fólk sem kom hingað þegar Þorlákshöfn var ekkert nema sandur og auðn. Ég ber ómælda virðingu fyrir frumbyggjum Þorlákshafnar og hvernig þau byggðu upp bæði bæ og samfélag. Þá hjálpaðist fólk að við að byggja húsin og önnur mannvirki, eins og Þorlákskirkju og það er áskorun fyrir okkur sem yngri eru að halda í þennan anda sem ætti auðvitað að einkenna öll samfélög. Ég hef reynt að leggja mitt af mörkum í þessum efnum og unnið að því að gera samfélagið bæði betra og skemmtilegra, t.d. með því að starfa í stjórn Lúðrasveitar Þorlákshafnar sem hefur um árabil staðið fyrir virkilega metnaðarfullum viðburðum. Árið 2007 fór ég af stað með verkefnið Tónar og trix, sem gekk út á að vinna að tónlist á skapandi hátt með eldra fólki í sveitarfélaginu. Við gáfum meðal annars út plötu með landsþekktu tónlistarfólki og héldum að því tilefni tvenna útgáfutónleika, bæði í Þorlákshöfn og fyrir fullum sal í Gamla bíói. Árið sem ég flutti aftur í Þorlákshöfn fór ég af stað með skammdegishátíðina Þollóween ásamt nokkrum kraftmiklum konum og hef leitt þá vinnu til dagsins í dag. Allar gefum við vinnu okkar í þágu þess að búa til skemmtun fyrir fjölskyldur á þessum dimmasta tíma ársins. Það er þannig að ég hef mikla þörf fyrir að hafa jákvæð áhrif á samfélagið og það að fara í pólitík er sannarlega farvegur til að láta gott af sér leiða. Tækifærin eru á hverju strái hér í Sveitarfélaginu Ölfusi. Hjá okkur er kraftmikil uppbygging, öflugt íþróttastarf og skemmtileg menning. Við á Íbúalistanum teljum að nú standi samfélagið á krossgötum, við þurfum að færa fókusinn inn á við, hlúa að innviðum og mannauð Sveitarfélagsins Ölfuss. Við á Íbúalistanum í Ölfusi viljum auka lífsgæði aldraðra, bæta kjör fjölskyldna og leggja grunn að fjölbreyttu atvinnulífi. Ef þú hefur áhuga á að kynna þér stefnumál Íbúalistans má lesa þau inn á ibualistinn.is. Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Selvogurinn í Ölfusi á sérstakan stað í hjarta mínu og þessvegna finnst mér hann fallegasti staðurinn á Íslandi. Þar mætast nútíminn og fortíðin á einhvern undarlegan hátt, fjaran er ævintýraheimur og undantekningalaust stútfyllist orkutankurinn eftir heimasókn í Selvoginn. Er eitthvað lítilvægt sem fer þó í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt að sé lagað? Það sem fer helst í taugarnar á mér í sveitarfélaginu mínu flokkast ekki sem lítilvægt, en er í raun ástæða þess að ég ásamt fleiri frambjóðendum á Íbúalistanum fórum af stað með þetta nýja framboð. Hvert er þitt uppáhalds áhugamál sem gæti þótt skrítið? Ég á mörg áhugamál, elska tónlist og að spila og syngja. Sjálf spila ég á trompet og uppáhalds hljómsveitin mín í öllum heiminum er Lúðrasveit Þorlákshafnar sem ég hef spilað með frá því ég var unglingur. Kannski finnst einhverjum það skrítið, en „hlutlaust” mat er að hún er klárlega besta lúðrasveitin á landinu. Hver eru þín minnistæðustu samskipti við lögregluna? Ég bjó með lögreglumanni í nokkur ár og fór í mjög skemmtileg partý með vinnunni hans, það eru minnistæðustu samskiptin sem tengjast lögreglunni. Hvað færðu þér á pizzu? Ég elska að setja bæði banana og döðlur á pizzur og eitthvað sterkt með. Hvaða lag peppar þig mest? Svo ótrúlega mörg! En Sir Duke með Stevie Wonder er klárlega eitt mest peppandi lag sem til er. Hvað getur þú tekið margar armbeygjur? Enga hugmynd, ég fer frekar út í göngutúr heldur en í armbeygjur. Göngutúr eða skokk? Göngutúr. Uppáhalds brandari? Ég get aldrei munað brandara, heyri þá og gleymi þeim. Hvað er þitt draumafríi? Mig dreymir um að flakka um sveitir Ítalíu og Frakklands, en svo elskum við fjölskyldan að hreiðra um okkur í íslenskri náttúru í tjaldvagninum okkar. Höfum í raun alveg svakalega mikið úthald í útilegum og erum stundum á flakki í nokkrar vikur samfellt á sumrin. T.d. þegar ég og Tómas, eiginmaður minn fórum hringinn í kringum landið árið 2014 til þess að spila á hverju einasta hjúkrunarheimili landsins, þá bjuggum við í tjaldvagni í mánuð. Það var magnað ævintýri. Hvort fannst þér 2020 eða 2021 vera verra ár? Klárlega 2021, ég ætla að vona að það verði aldrei annað eins ár. 2020 var hinsvegar stórkostlegt, við hjónin náðum að gifta okkur í einni covid pásunni með öllu uppáhalds fólkinu okkar, besta partý lífs míns. Uppáhalds tónlistarmaður? Þessi er auðveld, maðurinn minn Tómas Jónsson hljómborðsleikari og lagahöfundur. Algjörlega uppáhalds! Hvað er það skrýtnasta sem þú manst eftir að hafa gert? Einusinni þegar ég var barn setti ég rafmagnsþeytara í hárið á mér, hélt ég fengi krullur en það endaði þannig að járnin snéru sig föst í hárinu á mér. Það var ekki þægilegt. Ef það væri gerð kvikmynd um ævi þína, hver ætti að leika þig? Má vera íslenskur eða útlenskur. Ég fæ reglulega að heyra að ég líkist hinni eða þessari leikkonu, en sú sem mér finnst mest töff af þeim er Helena Bonham Carter svo hún mætti gjarnan leika mig. Hefur þú verið í verbúð? Ég hef ekki átt heimili í verbúð en þegar ég var unglingur var enn verið að halda partý í verbúðum í Þorlákshöfn og ég fór í nokkur. Áhrifamesta kvikmyndin? Schindler’s List er klárlega ein af þeim. Skelfileg áminning um það hvað manneskjan getur verið rosalegt villidýr. Áttu eftir að sakna Nágranna? Nei. Hefðir þú spurt mig fyrir 20 árum hefði ég sennilega sagt já. Ef þú yrðir að flytja úr þínu sveitarfélagi, hvert myndir þú helst vilja fara? Kannski bara í okkar góða nágrannasveitarfélag Hveragerði. Eða til útlanda. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Ég skammast mín í raun ekki fyrir neitt sem ég hlusta á, en stundum þegar mig vantar að komast í tiltektargírinn heima hjá mér þá set ég á tónlistina úr þáttunum Ally McBeal þar sem Vonda Shepard og fleiri fara á kostum. Kannski er það smá guilty pleasure.
Oddvitaáskorunin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Ölfus Mest lesið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum Lífið Fleiri fréttir Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Sjá meira