Hittust í fyrsta sinn á flugvellinum í L.A.: „Það var svakalegt móment sem við munum alltaf eiga“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 12. maí 2022 22:00 Þau Elli og Steinunn eru viðmælendur í nýjasta þætti af hlaðvarpinu Betri helmingurinn með Ása. Betri helmingurinn með Ása Elli hafði séð Steinunni þegar hún var í stúlknasveitinni Nylon og hafði honum alltaf þótt hún afar sæt. Það var þó ekki fyrr en mörgum árum síðar sem hann sá viðtal við hana í blaðinu og ákvað að senda henni vinabeiðni á Facebook. Það reyndist honum mikið gæfuspor, því í dag eru þau trúlofuð og eiga von á sínu öðru barni. Eins og frægt er gerði Steinunn Camilla Stones allt vitlaust hér árum áður með stúlknasveitinni Nylon. Ævintýri sem byrjaði sem sumarvinna vatt heldur betur upp á sig og voru stúlkurnar fljótt komnar í hóp vinsælustu tónlistarmanna landsins. Stúlkurnar ákváðu svo að elta drauminn til Los Angeles þar sem þær bjuggu um árabil. Í dag er Steinunn annar eigandi umboðsskrifstofunnar Iceland Sync, þar sem hún vinnur með tónlistarmönnum á borð við Bríeti. Betri helmingur Steinunnar, Erlingur Örn Hafsteinsson eða Elli, er einnig í eigin rekstri, en hann rekur fasteignafélag. Þau Steinunn og Elli voru gestir í 55. þætti af hlaðvarpinu Betri helmingurinn með Ása sem hóf göngu sína fyrir ári síðan. Umsjónarmaður þáttanna er Ásgrímur Geir Logason. Hann fær til sín þjóðþekkta einstaklinga ásamt þeirra betri helming og ræðir um ástarsambandið, lífið og tilveruna. Sá hana í Mogganum og sendi henni vinabeiðni á Facebook Í þættinum segja þau Steinunn og Elli frá því hvernig þeirra ástarævintýri hófst á veraldarvefnum þegar Steinunn var ennþá búsett í Los Angeles. „Ég bjó með vini mínum og það kom inn Mogginn. Ég skildi ekki af hverju af því við vorum ekki áskrifendur,“ segir Elli frá. „En í þessum Mogga var viðtal við hana og ég hugsaði „já mér fannst hún alltaf svo sæt og falleg“,“ og ákvað Elli því að láta til skarar skríða og senda Steinunni vinabeiðni á Facebook. Steinunn samþykkti vinabeiðnina og þurfti Elli þá að leggja höfðið í bleyti og finna einhvern góðan ísbrjót til þess að hefja samtal við hana. Lokaniðurstaðan var sú að hann sendi á hana spurninguna: „Spræk?“ „Hann sendi orðið „spræk“. Hver í fjandanum notar orðið „spræk“?“ segir Steinunn sem þótti þessi fyrstu skilaboð frá þessum ókunnuga manni heldur undarleg. Þau Elli og Steinunn kynntust á veraldarvefnum. Frelsandi að geta bara lokað tölvunni Upp frá þessu hófust þó miklar samræður sem stóðu í raun yfir í þrjá mánuði. Fyrsta stefnumótið fór svo fram á Skype, þar sem þau voru búsett sitt hvorum megin á hnettinum. „Ég var búin að búa úti í svo mörg ár og hef farið í gegnum misgóð sambönd, þannig við bara einhvern veginn létum allt flakka,“ segir Steinunn. „Það var eitthvað frelsandi við það að geta bara lokað tölvunni ef hann væri með eitthvað vesen. Við vorum ótrúlega heiðarleg og spjölluðum bara um allt á milli himins og jarðar.“ Það var svo einn daginn sem vinnufélagi Ella tók hann á tal og benti honum á hversu miklum tíma hann væri búinn að eyða í það að spjalla við þessa konu og spurði hvers vegna hann færi ekki bara og hitti hana. „Þá talaði ég við mömmu og mamma sagði „Erlingur, farðu bara og lentu í ævintýrum!“. Svo keypti ég flugmiða. Við ræddum þetta samt, ég var ekki að fara mæta óvænt til Los Angeles.“ Fyrsti kossinn á flugvellinum í L.A. Það var svo í október sem Elli lagði af stað í margra klukkutíma ferðalag til Los Angeles þar sem Steinunn beið eftir honum á flugvellinum. „Það er rosalega eftirminnilegt augnablik sem er alveg brennimerkt í mann. Ég sný mér við og þá er hún þarna tíu metrum frá mér. Maður man hvert sekúndubrot. Fyrstu viðbrögðin mín voru bara að brosa rosalega mikið, því manni var búið að hlakka svo mikið til.“ Elli lýsir því hvernig þau gengu að hvort öðru og áttu fyrsta kossinn. „Það var svakalegt móment sem við eigum alltaf eftir að eiga,“ en þau hlægja að því að þarna hafi þau átt sannkallað Hollywood augnablik í sjálfri Hollywood. Þurfti snemma að ákveða hvort hann væri „all-in“ eða ekki Heimsóknin gekk vel og Elli fékk strax að kynnast vinum Steinunnar. Það liðu þó aðeins tveir dagar þar til fyrsta prófraun sambandsins skall á, þegar Steinunn missti afa sinn. „Þá þurfti maður bara að ákveða hvort maður væri „all in“ í þessu eða ekki, því nú var farið að reyna á. Þegar fólk lendir í því í upphafi sambands að fólk greinist með eitthvað eða lendir í einhverju og fólk þarf að standa saman, þá þarf bara að taka ákvörðun. Þú getur alveg bakkað, af því þið eruð ennþá bara í upphafinu,“ segir Elli sem ákvað að gefa sig allan og vera til staðar fyrir Steinunni. Það er óhætt að segja að Steinunn og Elli hafi náð vel saman og lýsa þau því hvernig þeim fannst hversdagsleikinn grána eftir að Elli fór aftur heim til Íslands. Það liðu þó aðeins nokkrir mánuðir þar til þau hittust á ný, þegar Steinunn kom heim til Íslands yfir jólin. Hér fyrir neðan má heyra söguna af því hvernig Elli kynntist foreldrum Steinunnar án hennar vitundar. Klippa: Betri helmingurinn með Ása - Steinunn Camilla & Erlingur Örn „Það er enginn sem kennir manni að vera í sambandi“ Steinunn og Elli eru dugleg að rækta sambandið en gæta þess þó að þau fái bæði sitt rými. „Við erum tveir einstaklingar með ólíkan bakgrunn sem erum að reyna fara saman í gegnum þetta ferðalag sem heitir lífið.“ Steinunn var í löngu ofbeldissambandi á sínum yngri árum og því segir hún það hafa verið mikil viðbrigði að byrja í sambandi með einstakling sem vildi henni aðeins það besta. „Þetta hljómar alveg sturlað, en það tók á mig að vera í sambandi með hreinni ást. Á meðan hann var bara: „Ég er bara að gefa þér ást, af hverju geturðu ekki tekið við henni?“ og ég bara: „Útaf því ég kann það ekki.““ Þau hafa því lagt mikla vinnu í sambandið og ætti að þeirra mati að vera jafn sjálfsagður hlutur að fara til sambandsráðgjafa og sálfræðings, eins og það er að fara til einkaþjálfara. „Það er enginn sem kennir manni að vera í sambandi. Þú getur ekki farið bara og hætt með einhverjum og sagt að þetta hafi ekki gengið upp ef þú reyndir ekki þitt besta. Fórstu til pararáðgjafa til að fá ráðleggingar hvernig þú gætir verið betri maki? Ertu makinn sem þú vilt vera? Veistu hvað þú vilt í sambandi?“ Steinunn og Elli eru trúlofuð og eiga saman eina dóttur og er drengur væntanlegur í sumar. Takast á við lífið af æðruleysi Í dag eru Steinunn og Elli trúlofuð og eiga þau saman fjögurra ára dóttur og er lítill drengur væntanlegur í sumar. Bæði börnin komu undir með aðstoð IVF meðferðar en Steinunn hefur glímt við ófrjósemi, sem ekki margir vissu af. „Við höfum alltaf bara dílað við okkar hindranir og áskoranir saman. Þetta er ekkert alltaf auðvelt eða rétt í fyrsta skiptið. Við rekum okkur alveg milljón sinnum á.“ Þau hafa tileinkað sér æðruleysi og streitast þau ekki á móti lífsins flæði. Þau reyna sitt allra besta að viðhalda jafnvægi í sambandinu og passa að þau hafi bæði tíma og rými fyrir sína ástríðu og drauma. „Ég lýsi þessu oft sem vörn og sókn. Ef hún er í einhverju, eins og þegar þau héldu útgáfutónleikana með Bríeti sem eru flottustu tónleikar sem haldnir hafa verið í Eldborg, þá segi ég að það sé sókn. Þá tek ég vörnina. Ég tek heimilið, þríf og sé um stelpuna. Ef ég er í verkefni þá er það öfugt. Þá tekur hún vörnina og ég er í sókn,“ segir Erlingur um samstarfið þeirra á milli. Börðust við tjald og misstu af brúðkaupsathöfninni Í þættinum segja þau fyndna sögu af því þegar þau fóru í sveitabrúðkaup hjá frænku hans Ella eitt sumarið. Þegar kom svo til þess að þau þurftu að tjalda í brjáluðu roki í sparifötunum, má segja að það hafi reynt örlítið á sambandið. „Það var brjálað rok og bletturinn sem átti að tjalda á var sandur. Við vorum svo sein að við misstum af athöfninni því við vorum að reyna tjalda,“ segir Elli frá. „Þetta var svona eins og í Tomma og Jenna. Þegar ég náði tjaldinu niður öðrum megin, þá skaust það upp hinum megin. Ég fékk súlu í ennið og mætti í veisluna með svona línu á enninu. Við vorum bara að slást við tjaldið,“ bætir Steinunn við. Þó svo að margt hafi gengið á og þau hafi vissulega misst af athöfninni, tókst þeim á endanum að tjalda og komust þau loksins í brúðkaupsveisluna. Hér að neðan má hlusta á viðtalið við þau Steinunni og Ella í heild sinni. Betri helmingurinn með Ása Ástin og lífið Tónlist Tengdar fréttir Gleymdu barninu heima: „Hvar er Stefán?“ Magnús Geir Þórðarson og Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir eiga fimm börn og lentu í því ótrúlega atviki að upplifa alvöru „Home Alone“ augnablik þegar þau voru á leiðinni upp á flugvöll. 5. maí 2022 22:00 Spákonan vissi að þau ættu eftir að enda saman Linda og Siggi kynntust í menntaskóla og urðu þau fljótt góðir vinir. Það var þó ekki fyrr en leiðir þeirra lágu aftur saman á fullorðinsárunum sem neistinn kviknaði á milli þeirra og hafa þau verið saman síðan. 28. apríl 2022 22:00 „Við eigum Íslandsmet í fjarsambandi held ég“ Fótboltakonan Margrét Lára Viðarsdóttir og Einar Örn Guðmundsson, sjúkraþjálfari og fyrrum handboltamaður fundu ástina þegar örlögin leiddu þau saman árið 2007. Í kjölfarið slógu þau „Íslandsmet“ í fjarsambandi og hafa byggt upp fallegt líf saman. 19. apríl 2022 10:30 Hægðastoppandi lyf gerðu Sigga óleik á fyrsta stefnumótinu „Ég vissi ekki að hún væri einhleyp. En eftir á er bara mjög fínt að hafa haldið það, því ég var ekkert stressaður í kringum hana,“ segir Siggi Þór um fyrstu kynnin við unnustu sína Sonju. Þau smullu saman og fóru fljótlega á sitt fyrsta stefnumót sem tók óvæntan snúning fyrir Sigga. 7. apríl 2022 22:01 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Sjá meira
Eins og frægt er gerði Steinunn Camilla Stones allt vitlaust hér árum áður með stúlknasveitinni Nylon. Ævintýri sem byrjaði sem sumarvinna vatt heldur betur upp á sig og voru stúlkurnar fljótt komnar í hóp vinsælustu tónlistarmanna landsins. Stúlkurnar ákváðu svo að elta drauminn til Los Angeles þar sem þær bjuggu um árabil. Í dag er Steinunn annar eigandi umboðsskrifstofunnar Iceland Sync, þar sem hún vinnur með tónlistarmönnum á borð við Bríeti. Betri helmingur Steinunnar, Erlingur Örn Hafsteinsson eða Elli, er einnig í eigin rekstri, en hann rekur fasteignafélag. Þau Steinunn og Elli voru gestir í 55. þætti af hlaðvarpinu Betri helmingurinn með Ása sem hóf göngu sína fyrir ári síðan. Umsjónarmaður þáttanna er Ásgrímur Geir Logason. Hann fær til sín þjóðþekkta einstaklinga ásamt þeirra betri helming og ræðir um ástarsambandið, lífið og tilveruna. Sá hana í Mogganum og sendi henni vinabeiðni á Facebook Í þættinum segja þau Steinunn og Elli frá því hvernig þeirra ástarævintýri hófst á veraldarvefnum þegar Steinunn var ennþá búsett í Los Angeles. „Ég bjó með vini mínum og það kom inn Mogginn. Ég skildi ekki af hverju af því við vorum ekki áskrifendur,“ segir Elli frá. „En í þessum Mogga var viðtal við hana og ég hugsaði „já mér fannst hún alltaf svo sæt og falleg“,“ og ákvað Elli því að láta til skarar skríða og senda Steinunni vinabeiðni á Facebook. Steinunn samþykkti vinabeiðnina og þurfti Elli þá að leggja höfðið í bleyti og finna einhvern góðan ísbrjót til þess að hefja samtal við hana. Lokaniðurstaðan var sú að hann sendi á hana spurninguna: „Spræk?“ „Hann sendi orðið „spræk“. Hver í fjandanum notar orðið „spræk“?“ segir Steinunn sem þótti þessi fyrstu skilaboð frá þessum ókunnuga manni heldur undarleg. Þau Elli og Steinunn kynntust á veraldarvefnum. Frelsandi að geta bara lokað tölvunni Upp frá þessu hófust þó miklar samræður sem stóðu í raun yfir í þrjá mánuði. Fyrsta stefnumótið fór svo fram á Skype, þar sem þau voru búsett sitt hvorum megin á hnettinum. „Ég var búin að búa úti í svo mörg ár og hef farið í gegnum misgóð sambönd, þannig við bara einhvern veginn létum allt flakka,“ segir Steinunn. „Það var eitthvað frelsandi við það að geta bara lokað tölvunni ef hann væri með eitthvað vesen. Við vorum ótrúlega heiðarleg og spjölluðum bara um allt á milli himins og jarðar.“ Það var svo einn daginn sem vinnufélagi Ella tók hann á tal og benti honum á hversu miklum tíma hann væri búinn að eyða í það að spjalla við þessa konu og spurði hvers vegna hann færi ekki bara og hitti hana. „Þá talaði ég við mömmu og mamma sagði „Erlingur, farðu bara og lentu í ævintýrum!“. Svo keypti ég flugmiða. Við ræddum þetta samt, ég var ekki að fara mæta óvænt til Los Angeles.“ Fyrsti kossinn á flugvellinum í L.A. Það var svo í október sem Elli lagði af stað í margra klukkutíma ferðalag til Los Angeles þar sem Steinunn beið eftir honum á flugvellinum. „Það er rosalega eftirminnilegt augnablik sem er alveg brennimerkt í mann. Ég sný mér við og þá er hún þarna tíu metrum frá mér. Maður man hvert sekúndubrot. Fyrstu viðbrögðin mín voru bara að brosa rosalega mikið, því manni var búið að hlakka svo mikið til.“ Elli lýsir því hvernig þau gengu að hvort öðru og áttu fyrsta kossinn. „Það var svakalegt móment sem við eigum alltaf eftir að eiga,“ en þau hlægja að því að þarna hafi þau átt sannkallað Hollywood augnablik í sjálfri Hollywood. Þurfti snemma að ákveða hvort hann væri „all-in“ eða ekki Heimsóknin gekk vel og Elli fékk strax að kynnast vinum Steinunnar. Það liðu þó aðeins tveir dagar þar til fyrsta prófraun sambandsins skall á, þegar Steinunn missti afa sinn. „Þá þurfti maður bara að ákveða hvort maður væri „all in“ í þessu eða ekki, því nú var farið að reyna á. Þegar fólk lendir í því í upphafi sambands að fólk greinist með eitthvað eða lendir í einhverju og fólk þarf að standa saman, þá þarf bara að taka ákvörðun. Þú getur alveg bakkað, af því þið eruð ennþá bara í upphafinu,“ segir Elli sem ákvað að gefa sig allan og vera til staðar fyrir Steinunni. Það er óhætt að segja að Steinunn og Elli hafi náð vel saman og lýsa þau því hvernig þeim fannst hversdagsleikinn grána eftir að Elli fór aftur heim til Íslands. Það liðu þó aðeins nokkrir mánuðir þar til þau hittust á ný, þegar Steinunn kom heim til Íslands yfir jólin. Hér fyrir neðan má heyra söguna af því hvernig Elli kynntist foreldrum Steinunnar án hennar vitundar. Klippa: Betri helmingurinn með Ása - Steinunn Camilla & Erlingur Örn „Það er enginn sem kennir manni að vera í sambandi“ Steinunn og Elli eru dugleg að rækta sambandið en gæta þess þó að þau fái bæði sitt rými. „Við erum tveir einstaklingar með ólíkan bakgrunn sem erum að reyna fara saman í gegnum þetta ferðalag sem heitir lífið.“ Steinunn var í löngu ofbeldissambandi á sínum yngri árum og því segir hún það hafa verið mikil viðbrigði að byrja í sambandi með einstakling sem vildi henni aðeins það besta. „Þetta hljómar alveg sturlað, en það tók á mig að vera í sambandi með hreinni ást. Á meðan hann var bara: „Ég er bara að gefa þér ást, af hverju geturðu ekki tekið við henni?“ og ég bara: „Útaf því ég kann það ekki.““ Þau hafa því lagt mikla vinnu í sambandið og ætti að þeirra mati að vera jafn sjálfsagður hlutur að fara til sambandsráðgjafa og sálfræðings, eins og það er að fara til einkaþjálfara. „Það er enginn sem kennir manni að vera í sambandi. Þú getur ekki farið bara og hætt með einhverjum og sagt að þetta hafi ekki gengið upp ef þú reyndir ekki þitt besta. Fórstu til pararáðgjafa til að fá ráðleggingar hvernig þú gætir verið betri maki? Ertu makinn sem þú vilt vera? Veistu hvað þú vilt í sambandi?“ Steinunn og Elli eru trúlofuð og eiga saman eina dóttur og er drengur væntanlegur í sumar. Takast á við lífið af æðruleysi Í dag eru Steinunn og Elli trúlofuð og eiga þau saman fjögurra ára dóttur og er lítill drengur væntanlegur í sumar. Bæði börnin komu undir með aðstoð IVF meðferðar en Steinunn hefur glímt við ófrjósemi, sem ekki margir vissu af. „Við höfum alltaf bara dílað við okkar hindranir og áskoranir saman. Þetta er ekkert alltaf auðvelt eða rétt í fyrsta skiptið. Við rekum okkur alveg milljón sinnum á.“ Þau hafa tileinkað sér æðruleysi og streitast þau ekki á móti lífsins flæði. Þau reyna sitt allra besta að viðhalda jafnvægi í sambandinu og passa að þau hafi bæði tíma og rými fyrir sína ástríðu og drauma. „Ég lýsi þessu oft sem vörn og sókn. Ef hún er í einhverju, eins og þegar þau héldu útgáfutónleikana með Bríeti sem eru flottustu tónleikar sem haldnir hafa verið í Eldborg, þá segi ég að það sé sókn. Þá tek ég vörnina. Ég tek heimilið, þríf og sé um stelpuna. Ef ég er í verkefni þá er það öfugt. Þá tekur hún vörnina og ég er í sókn,“ segir Erlingur um samstarfið þeirra á milli. Börðust við tjald og misstu af brúðkaupsathöfninni Í þættinum segja þau fyndna sögu af því þegar þau fóru í sveitabrúðkaup hjá frænku hans Ella eitt sumarið. Þegar kom svo til þess að þau þurftu að tjalda í brjáluðu roki í sparifötunum, má segja að það hafi reynt örlítið á sambandið. „Það var brjálað rok og bletturinn sem átti að tjalda á var sandur. Við vorum svo sein að við misstum af athöfninni því við vorum að reyna tjalda,“ segir Elli frá. „Þetta var svona eins og í Tomma og Jenna. Þegar ég náði tjaldinu niður öðrum megin, þá skaust það upp hinum megin. Ég fékk súlu í ennið og mætti í veisluna með svona línu á enninu. Við vorum bara að slást við tjaldið,“ bætir Steinunn við. Þó svo að margt hafi gengið á og þau hafi vissulega misst af athöfninni, tókst þeim á endanum að tjalda og komust þau loksins í brúðkaupsveisluna. Hér að neðan má hlusta á viðtalið við þau Steinunni og Ella í heild sinni.
Betri helmingurinn með Ása Ástin og lífið Tónlist Tengdar fréttir Gleymdu barninu heima: „Hvar er Stefán?“ Magnús Geir Þórðarson og Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir eiga fimm börn og lentu í því ótrúlega atviki að upplifa alvöru „Home Alone“ augnablik þegar þau voru á leiðinni upp á flugvöll. 5. maí 2022 22:00 Spákonan vissi að þau ættu eftir að enda saman Linda og Siggi kynntust í menntaskóla og urðu þau fljótt góðir vinir. Það var þó ekki fyrr en leiðir þeirra lágu aftur saman á fullorðinsárunum sem neistinn kviknaði á milli þeirra og hafa þau verið saman síðan. 28. apríl 2022 22:00 „Við eigum Íslandsmet í fjarsambandi held ég“ Fótboltakonan Margrét Lára Viðarsdóttir og Einar Örn Guðmundsson, sjúkraþjálfari og fyrrum handboltamaður fundu ástina þegar örlögin leiddu þau saman árið 2007. Í kjölfarið slógu þau „Íslandsmet“ í fjarsambandi og hafa byggt upp fallegt líf saman. 19. apríl 2022 10:30 Hægðastoppandi lyf gerðu Sigga óleik á fyrsta stefnumótinu „Ég vissi ekki að hún væri einhleyp. En eftir á er bara mjög fínt að hafa haldið það, því ég var ekkert stressaður í kringum hana,“ segir Siggi Þór um fyrstu kynnin við unnustu sína Sonju. Þau smullu saman og fóru fljótlega á sitt fyrsta stefnumót sem tók óvæntan snúning fyrir Sigga. 7. apríl 2022 22:01 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Sjá meira
Gleymdu barninu heima: „Hvar er Stefán?“ Magnús Geir Þórðarson og Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir eiga fimm börn og lentu í því ótrúlega atviki að upplifa alvöru „Home Alone“ augnablik þegar þau voru á leiðinni upp á flugvöll. 5. maí 2022 22:00
Spákonan vissi að þau ættu eftir að enda saman Linda og Siggi kynntust í menntaskóla og urðu þau fljótt góðir vinir. Það var þó ekki fyrr en leiðir þeirra lágu aftur saman á fullorðinsárunum sem neistinn kviknaði á milli þeirra og hafa þau verið saman síðan. 28. apríl 2022 22:00
„Við eigum Íslandsmet í fjarsambandi held ég“ Fótboltakonan Margrét Lára Viðarsdóttir og Einar Örn Guðmundsson, sjúkraþjálfari og fyrrum handboltamaður fundu ástina þegar örlögin leiddu þau saman árið 2007. Í kjölfarið slógu þau „Íslandsmet“ í fjarsambandi og hafa byggt upp fallegt líf saman. 19. apríl 2022 10:30
Hægðastoppandi lyf gerðu Sigga óleik á fyrsta stefnumótinu „Ég vissi ekki að hún væri einhleyp. En eftir á er bara mjög fínt að hafa haldið það, því ég var ekkert stressaður í kringum hana,“ segir Siggi Þór um fyrstu kynnin við unnustu sína Sonju. Þau smullu saman og fóru fljótlega á sitt fyrsta stefnumót sem tók óvæntan snúning fyrir Sigga. 7. apríl 2022 22:01