Sigurður Bragason: Þess ber nú að geta að þetta var leikur númer 40 Þorsteinn Hjálmsson skrifar 12. maí 2022 22:23 Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV. Vísir/Hulda Margrét Í kvöld lauk tímabili ÍBV í Olís-deildinni. En liðið tapaði þriðja leiknum í röð í einvígi sínu gegn Fram í undanúrslitum, 27-24. Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV, fannst sínar stelpur þreyttar eftir strembnar vikur. „Rosalega erfiður leikur. Vorum þreyttar og það sást svolítið, en þegar stoltið kom í restina og gáfumst ekki upp, var ég hrikalega stoltur. Við vorum bara aðeins of þungar á þær, svona ef ég skoða þetta svona strax. Varnarlega vorum við á eftir þeim í fyrri hálfleik og þær skora 15 mörk, sem er ólíkt okkur. Við vorum bara á eftir þeim og því kenni ég um smá blýi í rassinum og þær orðnar þreyttar, margir leikir og mikið álag. Við náðum bara ekki að hrista það úr okkur.“ ÍBV átti örlítinn séns á að jafna leikinn á lokamínútunum, en Marta Wawrzynkowska, markvörður ÍBV, átti risa þátt í því áhlaupi. „Marta kom bara mjög flott inn í seinni, en við vorum líka með mjög litla markvörslu í fyrri. Hún skuldaði okkur að koma inn. Ég meina það lið sem hefur markvörslu, sama í hvaða deildarleik eða úrslitum, það er oftast á undan og við skorum ekki á Hafdísi úr dauðafærum og þá fóru þær bara á undan. Marta var flott, eins og stelpurnar hérna undir restina. Við vorum ekkert að gefast upp.“ Marta Jovanovic, leikmaður ÍBV átti slakan dag á parketinu og lauk leik með þrjár brottvísanir á 40. mínútu. „Ég ætla ekkert að fara að taka einhverja eina út fyrir svigann í svona. Hún er svolítið öðruvísi. Hún er villt, Balkan. Ég er bara stoltur af henni eins og öllu liðinu.“ Eftir langt tímabil skilur Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV, við það sem vonbrigði, enda keppnismaður mikill. „Ég er ekki sáttur, ef ég á að segja þér alveg eins og er. Ég fór með meiri væntingar inn í þetta tímabil. Auðvitað verða allskonar áföll á leiðinni. Þetta var lærdómsríkt líka, en ég er ekkert sáttur. Ég ætlaði mér einu þrepi lengra. Þegar ég signaði hér fyrir þremur árum og tók við þessu þá ætlaði ég að reyna að vinna eina dós, ég ætla ekki að ljúga neinum um það. Nú er sá tími búinn og mér tókst það ekki, þannig að ég er svolítið leiður og pirraður sem keppnismaður. En tímabilið er búið að vera rosalegt. Þetta er búið að vera gífurlegt álag og áföll. Þess ber nú að geta að þetta var leikur númer 40, keppnisleikur númer 40. Ég held að við séum það lið í boltaíþróttum í vetur sem er með flesta leiki, bæði karla og kvenna og í körfu. Þetta er ekki risa hópur. Núna er maður þungur í hausnum, en svo þegar ég fæ mér einn kaldann á morgun þá verð ég aftur glaður.“ Þriggja ára samningur Sigurðs er runninn út og því óvíst hvað tekur næst við hjá honum. Mögulega sjómennska. „Samningurinn er bara búinn og ég er búinn að vinna í ÍBV síðan 1995, bara ekki búinn að sleppa tímabili og alltaf verið í þessu. Nú sest ég aðeins niður og skoða þetta. Kannski fer ég á einhvern síðutogara.“ Olís-deild kvenna ÍBV Tengdar fréttir Leik lokið: Fram - ÍBV | Sópurinn á lofti og Fram á leið í úrslit Fram tryggði sig í kvöld í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn í Olís-deild kvenna í handbolta, með sigri í þriðju rimmu liðsins gegn ÍBV. Lokatölur 27-24 og lokastaða einvígsins í heild 3-0 í leikjum. 12. maí 2022 22:35 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti „Erum í basli undir körfunni“ Körfubolti Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Fótbolti Finnur Freyr framlengdi til 2028 Körfubolti FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Handbolti Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Körfubolti Fleiri fréttir FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sjá meira
Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV, fannst sínar stelpur þreyttar eftir strembnar vikur. „Rosalega erfiður leikur. Vorum þreyttar og það sást svolítið, en þegar stoltið kom í restina og gáfumst ekki upp, var ég hrikalega stoltur. Við vorum bara aðeins of þungar á þær, svona ef ég skoða þetta svona strax. Varnarlega vorum við á eftir þeim í fyrri hálfleik og þær skora 15 mörk, sem er ólíkt okkur. Við vorum bara á eftir þeim og því kenni ég um smá blýi í rassinum og þær orðnar þreyttar, margir leikir og mikið álag. Við náðum bara ekki að hrista það úr okkur.“ ÍBV átti örlítinn séns á að jafna leikinn á lokamínútunum, en Marta Wawrzynkowska, markvörður ÍBV, átti risa þátt í því áhlaupi. „Marta kom bara mjög flott inn í seinni, en við vorum líka með mjög litla markvörslu í fyrri. Hún skuldaði okkur að koma inn. Ég meina það lið sem hefur markvörslu, sama í hvaða deildarleik eða úrslitum, það er oftast á undan og við skorum ekki á Hafdísi úr dauðafærum og þá fóru þær bara á undan. Marta var flott, eins og stelpurnar hérna undir restina. Við vorum ekkert að gefast upp.“ Marta Jovanovic, leikmaður ÍBV átti slakan dag á parketinu og lauk leik með þrjár brottvísanir á 40. mínútu. „Ég ætla ekkert að fara að taka einhverja eina út fyrir svigann í svona. Hún er svolítið öðruvísi. Hún er villt, Balkan. Ég er bara stoltur af henni eins og öllu liðinu.“ Eftir langt tímabil skilur Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV, við það sem vonbrigði, enda keppnismaður mikill. „Ég er ekki sáttur, ef ég á að segja þér alveg eins og er. Ég fór með meiri væntingar inn í þetta tímabil. Auðvitað verða allskonar áföll á leiðinni. Þetta var lærdómsríkt líka, en ég er ekkert sáttur. Ég ætlaði mér einu þrepi lengra. Þegar ég signaði hér fyrir þremur árum og tók við þessu þá ætlaði ég að reyna að vinna eina dós, ég ætla ekki að ljúga neinum um það. Nú er sá tími búinn og mér tókst það ekki, þannig að ég er svolítið leiður og pirraður sem keppnismaður. En tímabilið er búið að vera rosalegt. Þetta er búið að vera gífurlegt álag og áföll. Þess ber nú að geta að þetta var leikur númer 40, keppnisleikur númer 40. Ég held að við séum það lið í boltaíþróttum í vetur sem er með flesta leiki, bæði karla og kvenna og í körfu. Þetta er ekki risa hópur. Núna er maður þungur í hausnum, en svo þegar ég fæ mér einn kaldann á morgun þá verð ég aftur glaður.“ Þriggja ára samningur Sigurðs er runninn út og því óvíst hvað tekur næst við hjá honum. Mögulega sjómennska. „Samningurinn er bara búinn og ég er búinn að vinna í ÍBV síðan 1995, bara ekki búinn að sleppa tímabili og alltaf verið í þessu. Nú sest ég aðeins niður og skoða þetta. Kannski fer ég á einhvern síðutogara.“
Olís-deild kvenna ÍBV Tengdar fréttir Leik lokið: Fram - ÍBV | Sópurinn á lofti og Fram á leið í úrslit Fram tryggði sig í kvöld í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn í Olís-deild kvenna í handbolta, með sigri í þriðju rimmu liðsins gegn ÍBV. Lokatölur 27-24 og lokastaða einvígsins í heild 3-0 í leikjum. 12. maí 2022 22:35 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti „Erum í basli undir körfunni“ Körfubolti Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Fótbolti Finnur Freyr framlengdi til 2028 Körfubolti FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Handbolti Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Körfubolti Fleiri fréttir FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sjá meira
Leik lokið: Fram - ÍBV | Sópurinn á lofti og Fram á leið í úrslit Fram tryggði sig í kvöld í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn í Olís-deild kvenna í handbolta, með sigri í þriðju rimmu liðsins gegn ÍBV. Lokatölur 27-24 og lokastaða einvígsins í heild 3-0 í leikjum. 12. maí 2022 22:35
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti