Sigurður Bragason: Þess ber nú að geta að þetta var leikur númer 40 Þorsteinn Hjálmsson skrifar 12. maí 2022 22:23 Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV. Vísir/Hulda Margrét Í kvöld lauk tímabili ÍBV í Olís-deildinni. En liðið tapaði þriðja leiknum í röð í einvígi sínu gegn Fram í undanúrslitum, 27-24. Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV, fannst sínar stelpur þreyttar eftir strembnar vikur. „Rosalega erfiður leikur. Vorum þreyttar og það sást svolítið, en þegar stoltið kom í restina og gáfumst ekki upp, var ég hrikalega stoltur. Við vorum bara aðeins of þungar á þær, svona ef ég skoða þetta svona strax. Varnarlega vorum við á eftir þeim í fyrri hálfleik og þær skora 15 mörk, sem er ólíkt okkur. Við vorum bara á eftir þeim og því kenni ég um smá blýi í rassinum og þær orðnar þreyttar, margir leikir og mikið álag. Við náðum bara ekki að hrista það úr okkur.“ ÍBV átti örlítinn séns á að jafna leikinn á lokamínútunum, en Marta Wawrzynkowska, markvörður ÍBV, átti risa þátt í því áhlaupi. „Marta kom bara mjög flott inn í seinni, en við vorum líka með mjög litla markvörslu í fyrri. Hún skuldaði okkur að koma inn. Ég meina það lið sem hefur markvörslu, sama í hvaða deildarleik eða úrslitum, það er oftast á undan og við skorum ekki á Hafdísi úr dauðafærum og þá fóru þær bara á undan. Marta var flott, eins og stelpurnar hérna undir restina. Við vorum ekkert að gefast upp.“ Marta Jovanovic, leikmaður ÍBV átti slakan dag á parketinu og lauk leik með þrjár brottvísanir á 40. mínútu. „Ég ætla ekkert að fara að taka einhverja eina út fyrir svigann í svona. Hún er svolítið öðruvísi. Hún er villt, Balkan. Ég er bara stoltur af henni eins og öllu liðinu.“ Eftir langt tímabil skilur Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV, við það sem vonbrigði, enda keppnismaður mikill. „Ég er ekki sáttur, ef ég á að segja þér alveg eins og er. Ég fór með meiri væntingar inn í þetta tímabil. Auðvitað verða allskonar áföll á leiðinni. Þetta var lærdómsríkt líka, en ég er ekkert sáttur. Ég ætlaði mér einu þrepi lengra. Þegar ég signaði hér fyrir þremur árum og tók við þessu þá ætlaði ég að reyna að vinna eina dós, ég ætla ekki að ljúga neinum um það. Nú er sá tími búinn og mér tókst það ekki, þannig að ég er svolítið leiður og pirraður sem keppnismaður. En tímabilið er búið að vera rosalegt. Þetta er búið að vera gífurlegt álag og áföll. Þess ber nú að geta að þetta var leikur númer 40, keppnisleikur númer 40. Ég held að við séum það lið í boltaíþróttum í vetur sem er með flesta leiki, bæði karla og kvenna og í körfu. Þetta er ekki risa hópur. Núna er maður þungur í hausnum, en svo þegar ég fæ mér einn kaldann á morgun þá verð ég aftur glaður.“ Þriggja ára samningur Sigurðs er runninn út og því óvíst hvað tekur næst við hjá honum. Mögulega sjómennska. „Samningurinn er bara búinn og ég er búinn að vinna í ÍBV síðan 1995, bara ekki búinn að sleppa tímabili og alltaf verið í þessu. Nú sest ég aðeins niður og skoða þetta. Kannski fer ég á einhvern síðutogara.“ Olís-deild kvenna ÍBV Tengdar fréttir Leik lokið: Fram - ÍBV | Sópurinn á lofti og Fram á leið í úrslit Fram tryggði sig í kvöld í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn í Olís-deild kvenna í handbolta, með sigri í þriðju rimmu liðsins gegn ÍBV. Lokatölur 27-24 og lokastaða einvígsins í heild 3-0 í leikjum. 12. maí 2022 22:35 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Sjá meira
Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV, fannst sínar stelpur þreyttar eftir strembnar vikur. „Rosalega erfiður leikur. Vorum þreyttar og það sást svolítið, en þegar stoltið kom í restina og gáfumst ekki upp, var ég hrikalega stoltur. Við vorum bara aðeins of þungar á þær, svona ef ég skoða þetta svona strax. Varnarlega vorum við á eftir þeim í fyrri hálfleik og þær skora 15 mörk, sem er ólíkt okkur. Við vorum bara á eftir þeim og því kenni ég um smá blýi í rassinum og þær orðnar þreyttar, margir leikir og mikið álag. Við náðum bara ekki að hrista það úr okkur.“ ÍBV átti örlítinn séns á að jafna leikinn á lokamínútunum, en Marta Wawrzynkowska, markvörður ÍBV, átti risa þátt í því áhlaupi. „Marta kom bara mjög flott inn í seinni, en við vorum líka með mjög litla markvörslu í fyrri. Hún skuldaði okkur að koma inn. Ég meina það lið sem hefur markvörslu, sama í hvaða deildarleik eða úrslitum, það er oftast á undan og við skorum ekki á Hafdísi úr dauðafærum og þá fóru þær bara á undan. Marta var flott, eins og stelpurnar hérna undir restina. Við vorum ekkert að gefast upp.“ Marta Jovanovic, leikmaður ÍBV átti slakan dag á parketinu og lauk leik með þrjár brottvísanir á 40. mínútu. „Ég ætla ekkert að fara að taka einhverja eina út fyrir svigann í svona. Hún er svolítið öðruvísi. Hún er villt, Balkan. Ég er bara stoltur af henni eins og öllu liðinu.“ Eftir langt tímabil skilur Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV, við það sem vonbrigði, enda keppnismaður mikill. „Ég er ekki sáttur, ef ég á að segja þér alveg eins og er. Ég fór með meiri væntingar inn í þetta tímabil. Auðvitað verða allskonar áföll á leiðinni. Þetta var lærdómsríkt líka, en ég er ekkert sáttur. Ég ætlaði mér einu þrepi lengra. Þegar ég signaði hér fyrir þremur árum og tók við þessu þá ætlaði ég að reyna að vinna eina dós, ég ætla ekki að ljúga neinum um það. Nú er sá tími búinn og mér tókst það ekki, þannig að ég er svolítið leiður og pirraður sem keppnismaður. En tímabilið er búið að vera rosalegt. Þetta er búið að vera gífurlegt álag og áföll. Þess ber nú að geta að þetta var leikur númer 40, keppnisleikur númer 40. Ég held að við séum það lið í boltaíþróttum í vetur sem er með flesta leiki, bæði karla og kvenna og í körfu. Þetta er ekki risa hópur. Núna er maður þungur í hausnum, en svo þegar ég fæ mér einn kaldann á morgun þá verð ég aftur glaður.“ Þriggja ára samningur Sigurðs er runninn út og því óvíst hvað tekur næst við hjá honum. Mögulega sjómennska. „Samningurinn er bara búinn og ég er búinn að vinna í ÍBV síðan 1995, bara ekki búinn að sleppa tímabili og alltaf verið í þessu. Nú sest ég aðeins niður og skoða þetta. Kannski fer ég á einhvern síðutogara.“
Olís-deild kvenna ÍBV Tengdar fréttir Leik lokið: Fram - ÍBV | Sópurinn á lofti og Fram á leið í úrslit Fram tryggði sig í kvöld í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn í Olís-deild kvenna í handbolta, með sigri í þriðju rimmu liðsins gegn ÍBV. Lokatölur 27-24 og lokastaða einvígsins í heild 3-0 í leikjum. 12. maí 2022 22:35 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Sjá meira
Leik lokið: Fram - ÍBV | Sópurinn á lofti og Fram á leið í úrslit Fram tryggði sig í kvöld í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn í Olís-deild kvenna í handbolta, með sigri í þriðju rimmu liðsins gegn ÍBV. Lokatölur 27-24 og lokastaða einvígsins í heild 3-0 í leikjum. 12. maí 2022 22:35