„Bíddu! Varst þú ekki í sjónvarpinu? Hvað veist þú um pólitík?“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 23. maí 2022 13:31 Útvarpsmaðurinn Gústi B sá sér leik á borði fyrir kosningarnar og fékk nokkra oddvita til að gera símahrekki í þættinum Veislan á FM957. Samsett mynd „Dragðu Gumma Ben og Felix með þér í Framsókn...Þá kannski breyti ég um skoðun!“ Símahrekkir oddvita vöktu mikla kátínu í þættinum Veislan á FM957 rétt fyrir kosningarnar. Samfélagsmiðlastjarnan og útvarpsmaðurinn Gústi B átti ekki erfitt með að fá stjórnmálamenn til að gera með sér símahrekki rétt fyrir kosningarnar. Útvarpsmaðurinn Ágúst Beinteinsson, eða Gústi B eins og hann er kallaður, fékk til sín nokkra oddvita stjórnmálaflokkanna og plataði þá til að gera með sér hressilega símahrekki. Aðspurður segir hann það ekki hafa verið erfitt að sannfæra stjórnmálamennina í þennan gjörning, enda allt undir svona rétt fyrir kosningar. „Það er nóg af fjölmiðlafólki á Íslandi til þess að sjá um að spyrja oddvitana hvort að þeir hjóli í vinnuna, það er ekki mitt. Ég kynnist þeim miklu betur með því að taka gott símaat með þeim.“ Ég er auðvitað bara unglingur í grunninn og yngsti útvarpsmaður landsins þannig að ég þarf að standa undir nafni - bjóða upp á flipp! Gústi fékk frambjóðendur til að hringja beint í það fólk sem hefur haft hátt í gagnrýni á þeirra flokk og kom símtalið því fólkinu eðlilega í opna skjöldu og áttu sumir erfitt með að leyna pirringnum. „Sanna var til dæmis kölluð sósíalistapakk og Hildur var sökuð um spillingu en flestir höfðu þó bara gaman af þessu, enda um græskulaust gaman að ræða,“ segir Gústi. „Dragðu Gumma Ben og Felix með þér í Framsókn...Þá kannski breyti ég um skoðun“ Oddviti Framsóknarflokksins, Einar Þorsteinsson, sló á þráðinn til Ólafar, konu sem hefur ítrekað tjáð sig á netinu um Framsóknarflokkinn, en flokkurinn er greinilega ekki í miklu uppáhaldi. Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins. Vísir/Vilhelm Þegar Einar kynnir sig og segist vera að hringja út og taka stöðuna á grjóthörðu Framsóknarfólki stendur ekki á svörum. Ólöf: „Ég skal bara stoppa þig þarna...! Nei, nei, nei... Þú ert með vitlausa Ólöfu, ég er ekki Framsóknarkona. “ Einar: „Erum við ekki öll Framsóknarfólk í hjarta okkar?“ Ólöf hikar aðeins, og spyr hann til nafns og þegar Einar kynnir sig á ný kvað við annan tón. Ólöf: „Bíddu, Varst þú ekki í sjónvarpinu? Hvað veist þú um pólitík?“ Einar svarar því rólega til að hann telji sig nú vita sitthvað um pólitík en Ólöf lætur sér það fátt um finnast og bendir honum pent á fýsilegri mannkosti. „Dragðu Gumma Ben og Felix með þér í Framsókn...Þá kannski breyti ég um skoðun.“ Einar segir hugmyndina bara frekar góða og spyr svo að lokum hvort að það sé eitthvað sem hann geti gert annað til að fá hana til að kjósa Framsókn. Svarið var nokkuð skýrt. Ólöf: „Það er ekkert sem þú getur gert fyrir mig Einar.“ Hér fyrir neðan er hægt að hlusta á símahrekk Einars í heild sinni: „Ég vil ekki heyra meira frá ykkur, helvítis Sósíalistapakk!“ Í símahrekk Sönnu Magdalenu oddvita Sósíalistaflokksins voru henni ekki beinlínis vandaðar kveðjurnar en fyrir valinu varð að hringja í konu að nafni Kristín. Það er skemmst frá því að segja að Kristín sú er ekki par hrifinn af flokknum. Sanna Magdalena, oddviti Sósíalistaflokksins. Vísir/Vilhelm Kristín: „Hvaðan sagðistu vera frá Só..???“ Sanna kynnir sig aftur. Kristín: „Er það ekki bara svona steypa fólki í skuldir og einhver vandræði?“ Sanna: „Nei alls ekki við erum að frelsa fólk frá skuldum og innheimtufyrirtækjum.“ Kristín segist nú ekki kaupa þá staðhæfingu og bendir á að það sé jú hlutverk Sjálfstæðisflokksins. Í lok símtalsins þegar Gústi kemur inn í símtalið og útskýrir að þetta sé nú bara saklaus símahrekkur voru skilaboðin skýr. „Ég vil ekki heyra meira frá ykkur! Helvítis sósíalistapakk!“ Símahrekkinn í heild sinni er hægt að nálgast hér fyrir neðan. „Þið virðist vera að reyna að eyðileggja allt það sem Dagur hefur komið á koppinn“ Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins sló á þráðinn til Jónínu, yfirlýstri jafnaðarkonu, sagðist vera að í hringja í flokksmenn og taka stöðuna. Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins.Vísir/Vilhelm Jónína: „Ég hef aldrei kosið Sjálfstæðisflokksins og mun aldrei gera. Sérstaklega eftir þessa bankasölu ykkar glæsilegu.“ Hildur kippir sér ekki upp við svarið og segist vera að hringja til að þakka henni sérstaklega fyrir stuðninginn og minnist á millifærslu sem hún hafi séð frá henni til framboðsins. Jónína: „Það er einhver að reyna að stríða mér!“ Hildur virðist þá gefa í stríðnistóninn og spyr hana hvort að hún gæti mögulega aðstoðað á matarvagninum í dag, því þeim vanti einhvern á vakt til að gefa frelsisborgara. Jónína: „Matarvagn? Veistu það vinan mín að þið virðist vera að reyna að eyðileggja allt það sem Dagur hefur komið á koppinn. Dagur er alveg yndislegur!“ Símahrekkinn í heild sinni er hægt að nálgast hér fyrir neðan. „Heldur þú að ég vilji eyðileggja allar samgöngur í Reykjavík?“ Þegar borgarstjórinn Dagur B Eggertsson hringdi í grjótharðan Sjálfstæðismann og kynnti sig varð strax fát hinum megin við línuna. Dagur B. Eggertsson oddviti Samfylkingarinnar og borgarstjóri. Vísir/Vilhelm Dagur: „Dagur heiti ég Eggertsson, félaginn þinn í Samfylkingunni.“ Einar: „Er þetta Dagur borgarstjóri? Þetta er ekki djók?“ Dagur útskýrir þá rólega að kosningar séu ekki djók þó vissulega sé hægt að hafa gaman af. Einar: „Fyrirgefðu, ég veit ekki hvaðan þú ert að fá þessar upplýsingar en ég myndi fyrr gera marga aðra hluti heldur en að skrá mig í Samfylkinguna.“ Dagur: „Nú erum við ekki Borgarlínumenn?“ Einar hlær þá hæðnishlátri og Dagur með honum. Einar: „Borgarlínumenn? Ertu eitthvað frá þér? Heldur þú að ég vilji eyðileggja allar samgöngur í Reykjavík?“ Símahrekkinn í heild sinni er hægt að nálgast hér fyrir neðan. Grín og gaman FM957 Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Mest lesið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Menning „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Fleiri fréttir Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Sjá meira
Samfélagsmiðlastjarnan og útvarpsmaðurinn Gústi B átti ekki erfitt með að fá stjórnmálamenn til að gera með sér símahrekki rétt fyrir kosningarnar. Útvarpsmaðurinn Ágúst Beinteinsson, eða Gústi B eins og hann er kallaður, fékk til sín nokkra oddvita stjórnmálaflokkanna og plataði þá til að gera með sér hressilega símahrekki. Aðspurður segir hann það ekki hafa verið erfitt að sannfæra stjórnmálamennina í þennan gjörning, enda allt undir svona rétt fyrir kosningar. „Það er nóg af fjölmiðlafólki á Íslandi til þess að sjá um að spyrja oddvitana hvort að þeir hjóli í vinnuna, það er ekki mitt. Ég kynnist þeim miklu betur með því að taka gott símaat með þeim.“ Ég er auðvitað bara unglingur í grunninn og yngsti útvarpsmaður landsins þannig að ég þarf að standa undir nafni - bjóða upp á flipp! Gústi fékk frambjóðendur til að hringja beint í það fólk sem hefur haft hátt í gagnrýni á þeirra flokk og kom símtalið því fólkinu eðlilega í opna skjöldu og áttu sumir erfitt með að leyna pirringnum. „Sanna var til dæmis kölluð sósíalistapakk og Hildur var sökuð um spillingu en flestir höfðu þó bara gaman af þessu, enda um græskulaust gaman að ræða,“ segir Gústi. „Dragðu Gumma Ben og Felix með þér í Framsókn...Þá kannski breyti ég um skoðun“ Oddviti Framsóknarflokksins, Einar Þorsteinsson, sló á þráðinn til Ólafar, konu sem hefur ítrekað tjáð sig á netinu um Framsóknarflokkinn, en flokkurinn er greinilega ekki í miklu uppáhaldi. Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins. Vísir/Vilhelm Þegar Einar kynnir sig og segist vera að hringja út og taka stöðuna á grjóthörðu Framsóknarfólki stendur ekki á svörum. Ólöf: „Ég skal bara stoppa þig þarna...! Nei, nei, nei... Þú ert með vitlausa Ólöfu, ég er ekki Framsóknarkona. “ Einar: „Erum við ekki öll Framsóknarfólk í hjarta okkar?“ Ólöf hikar aðeins, og spyr hann til nafns og þegar Einar kynnir sig á ný kvað við annan tón. Ólöf: „Bíddu, Varst þú ekki í sjónvarpinu? Hvað veist þú um pólitík?“ Einar svarar því rólega til að hann telji sig nú vita sitthvað um pólitík en Ólöf lætur sér það fátt um finnast og bendir honum pent á fýsilegri mannkosti. „Dragðu Gumma Ben og Felix með þér í Framsókn...Þá kannski breyti ég um skoðun.“ Einar segir hugmyndina bara frekar góða og spyr svo að lokum hvort að það sé eitthvað sem hann geti gert annað til að fá hana til að kjósa Framsókn. Svarið var nokkuð skýrt. Ólöf: „Það er ekkert sem þú getur gert fyrir mig Einar.“ Hér fyrir neðan er hægt að hlusta á símahrekk Einars í heild sinni: „Ég vil ekki heyra meira frá ykkur, helvítis Sósíalistapakk!“ Í símahrekk Sönnu Magdalenu oddvita Sósíalistaflokksins voru henni ekki beinlínis vandaðar kveðjurnar en fyrir valinu varð að hringja í konu að nafni Kristín. Það er skemmst frá því að segja að Kristín sú er ekki par hrifinn af flokknum. Sanna Magdalena, oddviti Sósíalistaflokksins. Vísir/Vilhelm Kristín: „Hvaðan sagðistu vera frá Só..???“ Sanna kynnir sig aftur. Kristín: „Er það ekki bara svona steypa fólki í skuldir og einhver vandræði?“ Sanna: „Nei alls ekki við erum að frelsa fólk frá skuldum og innheimtufyrirtækjum.“ Kristín segist nú ekki kaupa þá staðhæfingu og bendir á að það sé jú hlutverk Sjálfstæðisflokksins. Í lok símtalsins þegar Gústi kemur inn í símtalið og útskýrir að þetta sé nú bara saklaus símahrekkur voru skilaboðin skýr. „Ég vil ekki heyra meira frá ykkur! Helvítis sósíalistapakk!“ Símahrekkinn í heild sinni er hægt að nálgast hér fyrir neðan. „Þið virðist vera að reyna að eyðileggja allt það sem Dagur hefur komið á koppinn“ Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins sló á þráðinn til Jónínu, yfirlýstri jafnaðarkonu, sagðist vera að í hringja í flokksmenn og taka stöðuna. Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins.Vísir/Vilhelm Jónína: „Ég hef aldrei kosið Sjálfstæðisflokksins og mun aldrei gera. Sérstaklega eftir þessa bankasölu ykkar glæsilegu.“ Hildur kippir sér ekki upp við svarið og segist vera að hringja til að þakka henni sérstaklega fyrir stuðninginn og minnist á millifærslu sem hún hafi séð frá henni til framboðsins. Jónína: „Það er einhver að reyna að stríða mér!“ Hildur virðist þá gefa í stríðnistóninn og spyr hana hvort að hún gæti mögulega aðstoðað á matarvagninum í dag, því þeim vanti einhvern á vakt til að gefa frelsisborgara. Jónína: „Matarvagn? Veistu það vinan mín að þið virðist vera að reyna að eyðileggja allt það sem Dagur hefur komið á koppinn. Dagur er alveg yndislegur!“ Símahrekkinn í heild sinni er hægt að nálgast hér fyrir neðan. „Heldur þú að ég vilji eyðileggja allar samgöngur í Reykjavík?“ Þegar borgarstjórinn Dagur B Eggertsson hringdi í grjótharðan Sjálfstæðismann og kynnti sig varð strax fát hinum megin við línuna. Dagur B. Eggertsson oddviti Samfylkingarinnar og borgarstjóri. Vísir/Vilhelm Dagur: „Dagur heiti ég Eggertsson, félaginn þinn í Samfylkingunni.“ Einar: „Er þetta Dagur borgarstjóri? Þetta er ekki djók?“ Dagur útskýrir þá rólega að kosningar séu ekki djók þó vissulega sé hægt að hafa gaman af. Einar: „Fyrirgefðu, ég veit ekki hvaðan þú ert að fá þessar upplýsingar en ég myndi fyrr gera marga aðra hluti heldur en að skrá mig í Samfylkinguna.“ Dagur: „Nú erum við ekki Borgarlínumenn?“ Einar hlær þá hæðnishlátri og Dagur með honum. Einar: „Borgarlínumenn? Ertu eitthvað frá þér? Heldur þú að ég vilji eyðileggja allar samgöngur í Reykjavík?“ Símahrekkinn í heild sinni er hægt að nálgast hér fyrir neðan.
Grín og gaman FM957 Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Mest lesið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Menning „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Fleiri fréttir Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Sjá meira