Kom á óvart hvað Eurovision var fjölskylduvænt og þægilegt Dóra Júlía Agnarsdóttir og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 14. maí 2022 15:01 Ragnar, María og börn skelltu sér á Eurovision í Tórínó. Júrógarðurinn Hjónin Ragnar Jónasson og María Margrét Jóhannsdóttir skelltu sér til Tórínó ásamt dætrum sínum til að sjá Ísland á sviði. Þau segja Eurovision hina bestu fjölskylduskemmtun og stefna sannarlega á að fara aftur. Júrógarðurinn tók púlsinn á þeim og fékk að heyra meira um þessa fjölskylduferð. „Ítalía er eitt okkar uppáhalds land og þetta var bara ákveðið tækifæri fyrir fjölskylduna að fara heimsækja uppáhalds landið okkar og fagna með Íslendingum góðu gengi“, segir María aðspurð um af hverju þau ákváðu að skella sér. „Það er gaman að sjá Eurovision“, segir Ragnar og bætir við: „Mér hefur aldrei áður dottið í hug að fara og sjá það, en hef að sjálfsögðu horft á Eurovision eins og allir Íslendingar á hverju ári. Svo reyndist það vera ótrúlega skemmtilegt og mikil stemning í kringum það. Það er frábært að vera á Ítalíu, frábært að vera í Tórínó, Juventus völlurinn er rétt hjá, góður matur og gott veður, það er ekki hægt að kvarta yfir þessu.“ En hvað fannst fjölskyldunni skemmtilegast við Eurovision upplifunina? „Stemningin meðal gesta“, segir María og Ragnar bætir við: „Svo kom á óvart hvað þetta var auðvelt, þægilegt og fjölskylduvænt.“ Þau segja upplifunina í alla staði hafa verið virkilega góða og skemmtilega og gaman að fá að sjá þetta með eigin augum. Dætur Ragnars og Maríu skemmtu sér vel á Eurovision síðastliðið þriðjudagskvöld.Aðsend Og haldið þið að þið farið aftur? „Já við erum nú þegar farin að ræða það. Það kemur í ljós hvert við förum um helgina, eftir að tilkynnt hefur verið um hvaða land vinnur,“ segir María og hlær. Að lokum spurði blaðamaður hvaða land þau telji að muni bera sigur úr býtum í kvöld og þurftu þau ekki að hugsa sig tvisvar um þegar þau svöruðu brosandi: „Ísland!“ Júrógarðurinn Eurovision Tónlist Tengdar fréttir Þetta eru lögin sem keppa á lokakvöldi Eurovision Eurovision keppnin nær hámarki í kvöld þegar 25 lönd keppast um að fá glerstyttuna eftirsóttu. Úkraínu er spáð öruggum sigri en sagan hefur kennt okkur að allt getur gerst í þessari keppni. 14. maí 2022 11:20 Rúlluðu upp dómararennslinu og áhorfendur klöppuðu með Systur luku rétt í þessu við flutning sinn á laginu Með hækkandi sól á dómararennslinu sem fram fer nú í Pala Alpitour höllinni. 13. maí 2022 20:49 Vel heppnuð æfing hjá íslenska hópnum en tæknivandamál hjá Corneliu Rétt í þessu kláruðu Systur sína fyrstu formlegu æfingu á sviðinu fyrir lokakvöld Eurovision. Rennsli þeirra gekk mjög vel og hljómuðu systkinin virkilega vel á sviðinu. 13. maí 2022 13:04 Aldrei öskrað jafn hátt á ævinni Júrógarðurinn var á vaktinni í blaðamannahöllinni í Tórínó í allan gærdag. 11. maí 2022 21:59 Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Fleiri fréttir „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Sjá meira
„Ítalía er eitt okkar uppáhalds land og þetta var bara ákveðið tækifæri fyrir fjölskylduna að fara heimsækja uppáhalds landið okkar og fagna með Íslendingum góðu gengi“, segir María aðspurð um af hverju þau ákváðu að skella sér. „Það er gaman að sjá Eurovision“, segir Ragnar og bætir við: „Mér hefur aldrei áður dottið í hug að fara og sjá það, en hef að sjálfsögðu horft á Eurovision eins og allir Íslendingar á hverju ári. Svo reyndist það vera ótrúlega skemmtilegt og mikil stemning í kringum það. Það er frábært að vera á Ítalíu, frábært að vera í Tórínó, Juventus völlurinn er rétt hjá, góður matur og gott veður, það er ekki hægt að kvarta yfir þessu.“ En hvað fannst fjölskyldunni skemmtilegast við Eurovision upplifunina? „Stemningin meðal gesta“, segir María og Ragnar bætir við: „Svo kom á óvart hvað þetta var auðvelt, þægilegt og fjölskylduvænt.“ Þau segja upplifunina í alla staði hafa verið virkilega góða og skemmtilega og gaman að fá að sjá þetta með eigin augum. Dætur Ragnars og Maríu skemmtu sér vel á Eurovision síðastliðið þriðjudagskvöld.Aðsend Og haldið þið að þið farið aftur? „Já við erum nú þegar farin að ræða það. Það kemur í ljós hvert við förum um helgina, eftir að tilkynnt hefur verið um hvaða land vinnur,“ segir María og hlær. Að lokum spurði blaðamaður hvaða land þau telji að muni bera sigur úr býtum í kvöld og þurftu þau ekki að hugsa sig tvisvar um þegar þau svöruðu brosandi: „Ísland!“
Júrógarðurinn Eurovision Tónlist Tengdar fréttir Þetta eru lögin sem keppa á lokakvöldi Eurovision Eurovision keppnin nær hámarki í kvöld þegar 25 lönd keppast um að fá glerstyttuna eftirsóttu. Úkraínu er spáð öruggum sigri en sagan hefur kennt okkur að allt getur gerst í þessari keppni. 14. maí 2022 11:20 Rúlluðu upp dómararennslinu og áhorfendur klöppuðu með Systur luku rétt í þessu við flutning sinn á laginu Með hækkandi sól á dómararennslinu sem fram fer nú í Pala Alpitour höllinni. 13. maí 2022 20:49 Vel heppnuð æfing hjá íslenska hópnum en tæknivandamál hjá Corneliu Rétt í þessu kláruðu Systur sína fyrstu formlegu æfingu á sviðinu fyrir lokakvöld Eurovision. Rennsli þeirra gekk mjög vel og hljómuðu systkinin virkilega vel á sviðinu. 13. maí 2022 13:04 Aldrei öskrað jafn hátt á ævinni Júrógarðurinn var á vaktinni í blaðamannahöllinni í Tórínó í allan gærdag. 11. maí 2022 21:59 Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Fleiri fréttir „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Sjá meira
Þetta eru lögin sem keppa á lokakvöldi Eurovision Eurovision keppnin nær hámarki í kvöld þegar 25 lönd keppast um að fá glerstyttuna eftirsóttu. Úkraínu er spáð öruggum sigri en sagan hefur kennt okkur að allt getur gerst í þessari keppni. 14. maí 2022 11:20
Rúlluðu upp dómararennslinu og áhorfendur klöppuðu með Systur luku rétt í þessu við flutning sinn á laginu Með hækkandi sól á dómararennslinu sem fram fer nú í Pala Alpitour höllinni. 13. maí 2022 20:49
Vel heppnuð æfing hjá íslenska hópnum en tæknivandamál hjá Corneliu Rétt í þessu kláruðu Systur sína fyrstu formlegu æfingu á sviðinu fyrir lokakvöld Eurovision. Rennsli þeirra gekk mjög vel og hljómuðu systkinin virkilega vel á sviðinu. 13. maí 2022 13:04
Aldrei öskrað jafn hátt á ævinni Júrógarðurinn var á vaktinni í blaðamannahöllinni í Tórínó í allan gærdag. 11. maí 2022 21:59