Lífið

Fengu sér McDonald's á milli æfinga

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Systur keppa í kvöld fyrir Íslands hönd í Eurovision.
Systur keppa í kvöld fyrir Íslands hönd í Eurovision. Vísir/Sylvía Rut

Undirbúningur stendur nú yfir fyrir lokakvöld Eurovision söngvakeppninnnar í Tórnínó á Ítalíu. Systurnar sem keppa fyrir Íslands hönd eru nú að undirbúa sig fyrir stóra kvöldið en eins og staðan er núna er búist við að Úkraína vinni keppnina.

Íslenski hópurinn upplifði smá þreytu eftir æfingarnar í gær en héldu þétt hópinn og borðuðu saman á McDonald's og slöppuðu af á milli æfingarennsla. Allar æfingar íslenska hópsins fyrir lokakvöldið hafa gengið einstaklega vel. 

Ísland er á uppleið í veðbönkunum fyrir kvöldið og er spáð í 19. sæti þegar þetta er skrifað.

Klippa: Stemningin í blaðamannahöllinni í Tórínó í hámarki

Sylvía Rut Sigfúsdóttir og Dóra Júlía Agnarsdóttir eru fulltrúar fréttastofunnar á Eurovision í Tórínó á Ítalíu. Munu þær birta fréttir, viðtöl, hlaðvörp og auðvitað líka reglulega þætti af Júrógarðinum

Alla umfjöllun okkar um Eurovision keppnina má finna HÉR á Lífinu á Vísi. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×