Einn besti snókerþjálfari í heiminum er fluttur til Íslands Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. maí 2022 10:00 Íslandsmeistarinn í snóker 2022, Þorri Jensson ræðir málin við Alan Trigg sem er að þjálfa snóker og pool hér á landi. S2 Sport Hafnfirðingurinn Þorri Jensson varð á dögunum Íslandsmeistari í snóker í annað skiptið á ferlinum en hann vonast til að fá hjálp frá skólunum til að auka vinsældir íþróttarinnar. „Þetta var stressandi og ég lenti í miklu basli með hann Sigurð. Ég lenti 7-2 undir þegar verst var en náði að snúa því við og vinna 9-7. Ég er mjög ánægður með það,“ sagði Þorri Jensson í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur. Það voru ungu strákarnir í sportinu sem mættust í úrslitaleiknum að þessu sinni en gömlu refirnir hafa oft verið erfiðir við að eiga síðustu ár. Gott að yngja þetta aðeins upp „Við erum tveir af yngri meistaraflokksmönnunum sem loksins mættust í úrslitunum. Þetta hafa oft verið eldri og reyndari menn en það var gott að yngja þetta aðeins upp,“ sagði Þorri. En eru keppendur að yngjast í snóker. Hafnfirðingurinn Þorri Jensson varð líka Íslandsmeistari árið 2020.S2 Sport „Nei í rauninni ekki. Það er verið að vinna í þvi. Það er verið að pressa á grunnskóla að hafa snóker og pool sem valgreinar í skólum. Það gengur ágætlega og sú vinna heldur áfram. Það voru nokkrir grunnskólar sem tóku mjög vel í þetta og þetta var gert rétt fyrir Covid því voru krakkar úr skólum að æfa,“ sagði Þorri. Er meiri áhugi á snókeríþróttinni nú en á árum áður? Strákarnir í Eyjum hafa verið mjög duglegir „Já klárlega. Rétt undir 2010 þá datt þetta svolítið niður en núna síðustu ár hefur verið meiri áhugi. Eurosport hefur verið að sýna meira af atvinnumönnunum og strákarnir í Eyjum hafa verið mjög duglegir til dæmis. Þeir eru með mörg mót og margir að taka þátt,“ sagði Þorri. „Eyjamenn eiga til dæmis Íslandsmeistarann undir 21 árs, hann Rúnar Gauta sem er frábær spilar og efnilegur. Hann hefur verið að keppa með okkur í meistaraflokki og er mjög góður. Þetta hefur samt meira verið reyndari leikmenn sem voru hættir en eru að koma aftur,“ sagði Þorri en af hverju áttu að fara að æfa snóker. S2 Sport „Ég tala bara af eigin reynslu en ég var alltaf erfiður í skapinu og frekar villtur þegar ég var yngri. Þetta hjálpar mikið með það og gefur manni smá aga. Þetta er svolítið eins og skákin,“ sagði Þorri. Íslensku snókerspilararnir njóta nú góðs af leiðsögn hjá mjög reyndum erlendum þjálfara. Þorri fagnar því að geta leitað til svo öflugs þjálfara hér á landi. Hefur þjálfað marga af betri atvinnumönnum í heiminum „Hann Alan Trigg sem er af mörgum talinn einn besti þjálfari í heiminum. Hann er fyrrverandi atvinnumaður og hefur þjálfað marga af betri atvinnumönnum í heiminum. Hann er fluttur til Íslands og er mikið að þjálfa bæði pool og snóker. Við erum mjög ánægðir með að hafa hann hérna og það kveikti svolítið blossann,“ sagði Þorri. „Hann var að þjálfa John Higgins þegar hann varð heimsmeistari 2012. Hann hefur verið í kringum þessa atvinnumenn í áratugi og ég held meira að segja að hann hafi hafnað Ronnie O'Sullivan þegar Roonie var kringum 25 ára og svolítið villtur,“ sagði Þorri. Það má horfa á allt viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við Íslandsmeistarann í snóker Snóker Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Fleiri fréttir Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sjá meira
„Þetta var stressandi og ég lenti í miklu basli með hann Sigurð. Ég lenti 7-2 undir þegar verst var en náði að snúa því við og vinna 9-7. Ég er mjög ánægður með það,“ sagði Þorri Jensson í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur. Það voru ungu strákarnir í sportinu sem mættust í úrslitaleiknum að þessu sinni en gömlu refirnir hafa oft verið erfiðir við að eiga síðustu ár. Gott að yngja þetta aðeins upp „Við erum tveir af yngri meistaraflokksmönnunum sem loksins mættust í úrslitunum. Þetta hafa oft verið eldri og reyndari menn en það var gott að yngja þetta aðeins upp,“ sagði Þorri. En eru keppendur að yngjast í snóker. Hafnfirðingurinn Þorri Jensson varð líka Íslandsmeistari árið 2020.S2 Sport „Nei í rauninni ekki. Það er verið að vinna í þvi. Það er verið að pressa á grunnskóla að hafa snóker og pool sem valgreinar í skólum. Það gengur ágætlega og sú vinna heldur áfram. Það voru nokkrir grunnskólar sem tóku mjög vel í þetta og þetta var gert rétt fyrir Covid því voru krakkar úr skólum að æfa,“ sagði Þorri. Er meiri áhugi á snókeríþróttinni nú en á árum áður? Strákarnir í Eyjum hafa verið mjög duglegir „Já klárlega. Rétt undir 2010 þá datt þetta svolítið niður en núna síðustu ár hefur verið meiri áhugi. Eurosport hefur verið að sýna meira af atvinnumönnunum og strákarnir í Eyjum hafa verið mjög duglegir til dæmis. Þeir eru með mörg mót og margir að taka þátt,“ sagði Þorri. „Eyjamenn eiga til dæmis Íslandsmeistarann undir 21 árs, hann Rúnar Gauta sem er frábær spilar og efnilegur. Hann hefur verið að keppa með okkur í meistaraflokki og er mjög góður. Þetta hefur samt meira verið reyndari leikmenn sem voru hættir en eru að koma aftur,“ sagði Þorri en af hverju áttu að fara að æfa snóker. S2 Sport „Ég tala bara af eigin reynslu en ég var alltaf erfiður í skapinu og frekar villtur þegar ég var yngri. Þetta hjálpar mikið með það og gefur manni smá aga. Þetta er svolítið eins og skákin,“ sagði Þorri. Íslensku snókerspilararnir njóta nú góðs af leiðsögn hjá mjög reyndum erlendum þjálfara. Þorri fagnar því að geta leitað til svo öflugs þjálfara hér á landi. Hefur þjálfað marga af betri atvinnumönnum í heiminum „Hann Alan Trigg sem er af mörgum talinn einn besti þjálfari í heiminum. Hann er fyrrverandi atvinnumaður og hefur þjálfað marga af betri atvinnumönnum í heiminum. Hann er fluttur til Íslands og er mikið að þjálfa bæði pool og snóker. Við erum mjög ánægðir með að hafa hann hérna og það kveikti svolítið blossann,“ sagði Þorri. „Hann var að þjálfa John Higgins þegar hann varð heimsmeistari 2012. Hann hefur verið í kringum þessa atvinnumenn í áratugi og ég held meira að segja að hann hafi hafnað Ronnie O'Sullivan þegar Roonie var kringum 25 ára og svolítið villtur,“ sagði Þorri. Það má horfa á allt viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við Íslandsmeistarann í snóker
Snóker Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Fleiri fréttir Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sjá meira