Laufey greindi frá fæðingunni á samfélagsmiðlum en hún segir barnið hafa komið í heiminn þann 9. maí síðastliðinn. Morgunblaðið greindi fyrst frá gleðitíðindunum.
Um er að ræða fyrsta barn þeirra Bergþórs og Laufeyjar en Bergþór á eitt barn úr fyrra sambandið.
Parið byrjaði saman fyrir rétt rúmlega ári síðan.
Laufey er 33 ára en Bergþór er 46 ára og því þrettán ára aldursmunur á þeim tveimur. En ástin hefur aldrei spurt um aldur frekar en stétt og stöðu líkt og Valgeir Guðjónsson söng um í lagi sínu Ástin.