Lífið

Dólgur í mynd sem fæstir tóku eftir

Snorri Másson skrifar

Vakin var athygli á því í Íslandi í dag í gær að ekki væri ánægjulegt fyrir alla að fylgjast með ölvuðum frambjóðendum eða flokksmönnum ólíkra stjórnmálaflokka á kosningavökum í kringum kosningar.

Raunar var gengið svo langt að leggja til að framvegis yrðu kosningavökur lokaðar, ef það gæti orðið til þess að auka virðingu almennings fyrir stjórnmálum á ný. Jafnvel er ekki úr vegi til kosningavaka í sjálfu sér þegar skýringa er leitað á einkar dræmri kjörsókn þessar kosningar.

Hvort sem var í kosningavöku hjá Framsókn, Sjálfstæðisflokki eða Samfylkingu mátti hitta hreifa og eftir atvikum sigurreifa stuðningsmenn þegar líða tók á kosninganótt, eins og fréttamenn fengu að kynnast.

Þegar tekið var viðtal við Dag B. Eggertsson borgarstjóra eftir að fyrstu tölur bárust á öðrum tímanum aðfaranótt sunnudags, vann ónefndur gestur í veislunni ötullega að því að koma sér á framfæri við myndatökumann, eins og sjá mátti skýrt í upptökunni. Þetta mun þó hafa farið fram hjá flestum í æsingnum öllum, en varpað var ljósi á málið og vakin athygli á því í Íslandi í dag á mánudegi eftir kosningar. Sjá má myndbandið í spilaranum hér að ofan, umfjöllun hefst á mínútu fjögur.

Sýnd voru brot af kosningavökum helgarinnar í Íslandi í dag. Þar gat að líta þennan hressa veislugest, sem vakti á sér athygli á meðan Dagur B. Eggertsson var til viðtals.Vísir/Einar





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.