Mikil aukning erlendra veiðimanna í silung Karl Lúðvíksson skrifar 17. maí 2022 11:02 Flott bleikja úr Köldukvísl Sú var tíðin að erlendir veiðimenn komu til landsins svo til eingöngu til að veiða lax en sú þróun er að breytast og það hraðar en menn gerðu ráð fyrir. Það hefur verið þannig í áratugi að stór hluti veiðitímans í mörgum ám er seldur til erlendra veiðimanna en sá hópur hefur líka verið að teygja sig inná jaðartímann sem hingað til hefur aðeins verið sóttur af Íslenskum veiðimönnum. Það hefur vþí verið þröngt um Íslenska veiðimann sem sækja í lax og nú virðist sem það fari að þrengja að í silungsveiðum líka. Hátt verð á laxveiðileyfum gerir það að verkum að sífellt fleiri erlendir veiðimenn eru farnir að færa sig frá laxveiði í silung enda ekkert skrítið þegar veiðin á besta tíma í laxveiðiá er farin að trelja í nokkur hundruð þúsund á dag á meðan hægt er að komast í góða silungsveiði fyrir brot af þeirri upphæð. Nú eru sífellt fleiri að koma til landsins, bæði í gegnum innlenda aðila en líka á eigin vegum, til þess eins að flakka um landið og veiða silung. Það þykir mjög eftirsóknarvert að geta veitt fyrir litlar upphæðir við falleg vötn og ár fyrir brot af því sem það kostar að komast í lax. Þau veiðisvæði þar sem takmarkaður stangafjöldi er í boði er í mörgum tilfellum þegar uppseldur og mörg svæðin eru að verða ansi eftirsótt. Þar má sem dæmi nefna Köldukvísl en það má heita vonlaust að fá daga þar í sumar. Það er kannski ekkert skrítið að hún sé eftirsótt enda mikil veiði í henni þegar aðstæður eru réttar. Stangveiði Mest lesið Fyrstu laxarnir komnir á land Veiði Villingavatn að vakna til lífsins Veiði 98 sm lax úr Blöndu Veiði Miðfjarðará gæti farið í 6.000 laxa Veiði Fiskifræðingur sakar verktaka um gróft brot Veiði Nýjar tölur úr flestum laxveiðiánum heldur daprar Veiði Maðkurinn kominn niður í Ytri Rangá Veiði Rangárnar standa upp úr í sumar Veiði Veiðisaga af stórlaxi í Mýrarkvísl Veiði 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði
Það hefur verið þannig í áratugi að stór hluti veiðitímans í mörgum ám er seldur til erlendra veiðimanna en sá hópur hefur líka verið að teygja sig inná jaðartímann sem hingað til hefur aðeins verið sóttur af Íslenskum veiðimönnum. Það hefur vþí verið þröngt um Íslenska veiðimann sem sækja í lax og nú virðist sem það fari að þrengja að í silungsveiðum líka. Hátt verð á laxveiðileyfum gerir það að verkum að sífellt fleiri erlendir veiðimenn eru farnir að færa sig frá laxveiði í silung enda ekkert skrítið þegar veiðin á besta tíma í laxveiðiá er farin að trelja í nokkur hundruð þúsund á dag á meðan hægt er að komast í góða silungsveiði fyrir brot af þeirri upphæð. Nú eru sífellt fleiri að koma til landsins, bæði í gegnum innlenda aðila en líka á eigin vegum, til þess eins að flakka um landið og veiða silung. Það þykir mjög eftirsóknarvert að geta veitt fyrir litlar upphæðir við falleg vötn og ár fyrir brot af því sem það kostar að komast í lax. Þau veiðisvæði þar sem takmarkaður stangafjöldi er í boði er í mörgum tilfellum þegar uppseldur og mörg svæðin eru að verða ansi eftirsótt. Þar má sem dæmi nefna Köldukvísl en það má heita vonlaust að fá daga þar í sumar. Það er kannski ekkert skrítið að hún sé eftirsótt enda mikil veiði í henni þegar aðstæður eru réttar.
Stangveiði Mest lesið Fyrstu laxarnir komnir á land Veiði Villingavatn að vakna til lífsins Veiði 98 sm lax úr Blöndu Veiði Miðfjarðará gæti farið í 6.000 laxa Veiði Fiskifræðingur sakar verktaka um gróft brot Veiði Nýjar tölur úr flestum laxveiðiánum heldur daprar Veiði Maðkurinn kominn niður í Ytri Rangá Veiði Rangárnar standa upp úr í sumar Veiði Veiðisaga af stórlaxi í Mýrarkvísl Veiði 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði