Indie hetjurnar í BSÍ sprengja þakið af SIRKUS Steinar Fjeldsted skrifar 19. maí 2022 13:30 Hljómsveitin BSÍ kemur fram á SIRKUS í kvöld! BSÍ eru bestu vinirnir Sigurlaug Thorarensen (trommur & söngur) og Julius Pollux Rothlaender (bassi & tá-synthi). Þau reyna að taka sjálf sig ekki of hátíðlega og eru óhrædd við að gera og vera alveg nákvæmlega eins og þeim sýnist. Þau elska að spila á tónleikum og gefa út tónlist sína á eigin vegum, með hjálp frá frábæru vinum sínum hjá Why Not? Plötum, post-dreifingu og tomatenplanten (Berlín). Fyrir ári síðan kom fyrsta breiðskífan þeirra út ‘Stundum þunglynd … en alltaf andfasísk’ en hún vakti verðskuldaða athygli bæði hérlendis sem og erlendis. Og nú einu ári, nokkrum tónleikaferðalögum og örfáum æfingum síðar hafa þau gefið út litlu rafrænu smáskífuna Relax, blabla og tónlistarmyndband við lagið Jelly Belly í leikstjórn Uglu Hauksdóttur. BSÍ kemur fram á SIRKUS (lækjargötu) á morgun, fimmtudag kl: 21:00. Það má svo sannarlega bústa við miklu fjöri enda er sveitin á hraðri uppleið og er bara tímaspursmál hvenær hún nær heimsyfirráðum! King Lucky (Lucky Records) aka. Ingvar Geirsson ætlar svo að klára kvöldið með ljúfum jazz, funk, soul vínyl setti frá kl. 22.00 – 1.00. Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is. Tónlist Mest lesið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið
Þau reyna að taka sjálf sig ekki of hátíðlega og eru óhrædd við að gera og vera alveg nákvæmlega eins og þeim sýnist. Þau elska að spila á tónleikum og gefa út tónlist sína á eigin vegum, með hjálp frá frábæru vinum sínum hjá Why Not? Plötum, post-dreifingu og tomatenplanten (Berlín). Fyrir ári síðan kom fyrsta breiðskífan þeirra út ‘Stundum þunglynd … en alltaf andfasísk’ en hún vakti verðskuldaða athygli bæði hérlendis sem og erlendis. Og nú einu ári, nokkrum tónleikaferðalögum og örfáum æfingum síðar hafa þau gefið út litlu rafrænu smáskífuna Relax, blabla og tónlistarmyndband við lagið Jelly Belly í leikstjórn Uglu Hauksdóttur. BSÍ kemur fram á SIRKUS (lækjargötu) á morgun, fimmtudag kl: 21:00. Það má svo sannarlega bústa við miklu fjöri enda er sveitin á hraðri uppleið og er bara tímaspursmál hvenær hún nær heimsyfirráðum! King Lucky (Lucky Records) aka. Ingvar Geirsson ætlar svo að klára kvöldið með ljúfum jazz, funk, soul vínyl setti frá kl. 22.00 – 1.00. Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is.
Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is.
Tónlist Mest lesið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið