Af þeim 45% sem sögðust ekki sjá fyrir sér að skipta í rafbíl á næstu tíu árum, sögðu 58% að að drægni rafbíla væri helsta ástæða þess að þau væru haldin efasemdum. Um 44% sögðu að hleðslutími rafbíla væri ástæðan fyrir því að þau væru ekki tilbúin að skipta.
Um 29% þátttakenda í rannsókninni sögðust tilbúin að íhuga að skipta á næstu fimm árum á meðan um 16% sögðust myndu íhuga skipti í rafbíl á næstu tíu árum. Sjö prósent þátttakenda sögðust íhuga að skipta í tvinnbíl en ekki hreinan rafbíl.
Einungis 47% Lundúnabúa bera fyrir sig skorti á hleðslustöðvum sem ástæðu til að skipta ekki í rafbíl. Það hlutfall breytist þegar íbúar austurhluta Englands eru spurðir og hækkar þar í 70%. Sambærilegt hlutfall er í Wales og á Norður Írlandi, 68 og 65%.
„Þrátt fyrir að talsvert hlutfall þátttakenda segist ekki mundu skipa yfir í rafbíla á næstu tíu árum, þá teljum við að þetta muni breytast hratt á næstu árum ef innviðauppbygging heldur áfram, sérstaklega í dreifðari byggðarlögum,“ sagði Andrew Chalk, sérfræðingur NFU Mutual.