„Áður en við vissum af vorum við farnir að semja og pródúsa saman“ Steinar Fjeldsted og Sigrún Guðjohnsen skrifa 26. maí 2022 13:31 Bear The Ant er nýtt band sem var stofnað í miðju covid 2021. Meðlimir bandsins eru þeir Björn Óli Harðarson (söngur) og Davíð Antonsson (trommur) sem margir þekkja úr hljómsveitinni Kaleo. Félagarnir voru að senda frá sér sína fyrstu fjögurra laga EP plötu, Unconscious ásamt tónlistarmyndbandi. Albumm hitti á kappana á sólríkum degi í miðbænum og fékk meðal annars að spyrja þá út í plötuna, samstarfið og hvort það sé ekki erfitt að finna tíma sem trommari í nýju bandi ásamt því að vera trommari á sama tíma í heimsfrægri hljómsveit. „Jú það getur verið það, sérstaklega þar sem Kaleo eru byrjaðir að túra um heiminn aftur. En sem betur fer er hægt að gera ýmislegt í gegnum netið,“ segir Davíð, bjartsýnn á þetta allt saman. „Það er alltaf hægt að finna tíma hér og þar ef viljinn er nægur og sterkur.“ Það fer ekki á milli mála að þeir félagar eru bjartsýnir á þetta nýja verkefni enda óhætt að segja að miklir listamenn eru hér á ferð með virkilega flott efni í höndunum. Unconscious er tekin upp og pródúseruð af þeim sjálfum en þeir fengu einnig aðstoð frá frábæru fólki og má þar nefna: Rubin Pollock, Daníel Ægir Kristjansson, Tómas Jónsson, Fanney Ósk Þórisdóttir, Karítas Óðinsdóttir, Stefanía Svavarsdóttir, Elísabet Sesselja Harðardóttir, Karl James Pestka, Unnur Jónsdóttir, Róbert Arason, Hannes Arason og Hafsteinn (Ceastone) Þráinsson. „Tónlistin teygir sig í margar áttir, en rauði þráðurinn er kannski svolítið litaður af psychedelíu,“ útskýrir Davíð þegar spurður er um tónlistina á plötunni og bætir við að lögin fjögur eru mjög mismunandi og ætti að taka hlustendann í skemmtilegt ferðalag. „Ekki beint tónlistarlega, nema þau áhrif sem Davíð hefur á bæði böndin,“ segir Björn þegar þeir félagar eru spurðir hvort bandið er undir einhverjum Kaleo áhrifum. „Annars erum við fyrir áhrifum úr öllum áttum; soul, rokk og psychedelísk tónlist kemur upp í hugann en allt getur svo sem haft áhrif, upplifanir, skap eða það sem maður er að hlusta á þá vikuna.“ Eftir að hafa fengið að hlusta á lögin beinist forvitnin að Birni og hans tónlistarbakrunni því hér er klárlega mikið hæfileikabúnt á ferð. „Ég hef verið að syngja síðan ég man eftir mér, en fékk fljótt áhuga á gítar á unglingsárunum og stofnaði fjölda bílskúrsbanda sem voru misgóð,“ segir hann og brosir. „Seinna meir fór ég að læra í tónlistarskóla FÍH en er að útskrifast af rythmískri braut núna í vor.“ „Ég var búinn að vera að semja lög alveg frá því ég var unglingur en hafði ekkert gert almennilega við þau,“ segir Björn þegar spurður hvort hann hafi verið að semja eitthvað áður. „Ég hætti í löngu sambandi 2020, en sambandsslitin höfðu mikil áhrif á mig og urðu til ákveðin tímamót þar sem drifkraftur til að gera eitthvað við músíkina varð sterkur. Ég byrjaði þá að taka upp nokkur demó heima.“ Hvernig þekkist þið og hvernig byrjaði þetta frábæra samstarf ykkar? „Við höfum þekkst í þó nokkur ár, en Björn Óli er frændi Rubins gítarleikara Kaleo og kynnumst við í gegnum hann. Hann sýndi mér demo af Higher Times í partýi bara svona upp á gamanið og við ákváðum að ég myndi tromma inn á lagið. Svo vatt það upp á sig og áður en við vissum af vorum við farnir að semja og prodúsera þetta verkefni saman. Við byrjuðum svo að leigja stúdíórými í byrjun 2021 og úr varð BEAR THE ANT.“ Klippa: Bear the Ant - Hey! Myndbandið var tekið upp í Kaupmannahöfn síðasta haust af Herði Má Brynjarssyni og unnið af honum Gabríel Bachman. „Myndbandið er smá trippy og dark, sem myndar skemmtilega melancholíu því lagið er bjart og nice,“ útskýrir Björn. „Það var tekið upp smá “gorilla style” og hélt áfram að þróast í gegnum allt ferlið.“ Hvað er svo framundan hjá Bear The Ant? „Við erum spenntir fyrir framtíðinni. Við förum beint í að vinna að breiðskífu og lifandi flutningi, en stefnan er að halda flotta debut tónleika þegar líða fer á haustið. Þetta er bara rétt að byrja hjá okkur.„ Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband með því að senda póst á albumm@albumm.is. Tónlist Mest lesið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Lífið Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Lífið Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Lífið Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Lífið Kári og Eva eru hjón Lífið Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Lífið Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Lífið Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Lífið „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Lífið
„Jú það getur verið það, sérstaklega þar sem Kaleo eru byrjaðir að túra um heiminn aftur. En sem betur fer er hægt að gera ýmislegt í gegnum netið,“ segir Davíð, bjartsýnn á þetta allt saman. „Það er alltaf hægt að finna tíma hér og þar ef viljinn er nægur og sterkur.“ Það fer ekki á milli mála að þeir félagar eru bjartsýnir á þetta nýja verkefni enda óhætt að segja að miklir listamenn eru hér á ferð með virkilega flott efni í höndunum. Unconscious er tekin upp og pródúseruð af þeim sjálfum en þeir fengu einnig aðstoð frá frábæru fólki og má þar nefna: Rubin Pollock, Daníel Ægir Kristjansson, Tómas Jónsson, Fanney Ósk Þórisdóttir, Karítas Óðinsdóttir, Stefanía Svavarsdóttir, Elísabet Sesselja Harðardóttir, Karl James Pestka, Unnur Jónsdóttir, Róbert Arason, Hannes Arason og Hafsteinn (Ceastone) Þráinsson. „Tónlistin teygir sig í margar áttir, en rauði þráðurinn er kannski svolítið litaður af psychedelíu,“ útskýrir Davíð þegar spurður er um tónlistina á plötunni og bætir við að lögin fjögur eru mjög mismunandi og ætti að taka hlustendann í skemmtilegt ferðalag. „Ekki beint tónlistarlega, nema þau áhrif sem Davíð hefur á bæði böndin,“ segir Björn þegar þeir félagar eru spurðir hvort bandið er undir einhverjum Kaleo áhrifum. „Annars erum við fyrir áhrifum úr öllum áttum; soul, rokk og psychedelísk tónlist kemur upp í hugann en allt getur svo sem haft áhrif, upplifanir, skap eða það sem maður er að hlusta á þá vikuna.“ Eftir að hafa fengið að hlusta á lögin beinist forvitnin að Birni og hans tónlistarbakrunni því hér er klárlega mikið hæfileikabúnt á ferð. „Ég hef verið að syngja síðan ég man eftir mér, en fékk fljótt áhuga á gítar á unglingsárunum og stofnaði fjölda bílskúrsbanda sem voru misgóð,“ segir hann og brosir. „Seinna meir fór ég að læra í tónlistarskóla FÍH en er að útskrifast af rythmískri braut núna í vor.“ „Ég var búinn að vera að semja lög alveg frá því ég var unglingur en hafði ekkert gert almennilega við þau,“ segir Björn þegar spurður hvort hann hafi verið að semja eitthvað áður. „Ég hætti í löngu sambandi 2020, en sambandsslitin höfðu mikil áhrif á mig og urðu til ákveðin tímamót þar sem drifkraftur til að gera eitthvað við músíkina varð sterkur. Ég byrjaði þá að taka upp nokkur demó heima.“ Hvernig þekkist þið og hvernig byrjaði þetta frábæra samstarf ykkar? „Við höfum þekkst í þó nokkur ár, en Björn Óli er frændi Rubins gítarleikara Kaleo og kynnumst við í gegnum hann. Hann sýndi mér demo af Higher Times í partýi bara svona upp á gamanið og við ákváðum að ég myndi tromma inn á lagið. Svo vatt það upp á sig og áður en við vissum af vorum við farnir að semja og prodúsera þetta verkefni saman. Við byrjuðum svo að leigja stúdíórými í byrjun 2021 og úr varð BEAR THE ANT.“ Klippa: Bear the Ant - Hey! Myndbandið var tekið upp í Kaupmannahöfn síðasta haust af Herði Má Brynjarssyni og unnið af honum Gabríel Bachman. „Myndbandið er smá trippy og dark, sem myndar skemmtilega melancholíu því lagið er bjart og nice,“ útskýrir Björn. „Það var tekið upp smá “gorilla style” og hélt áfram að þróast í gegnum allt ferlið.“ Hvað er svo framundan hjá Bear The Ant? „Við erum spenntir fyrir framtíðinni. Við förum beint í að vinna að breiðskífu og lifandi flutningi, en stefnan er að halda flotta debut tónleika þegar líða fer á haustið. Þetta er bara rétt að byrja hjá okkur.„ Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband með því að senda póst á albumm@albumm.is.
Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband með því að senda póst á albumm@albumm.is.
Tónlist Mest lesið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Lífið Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Lífið Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Lífið Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Lífið Kári og Eva eru hjón Lífið Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Lífið Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Lífið Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Lífið „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Lífið