Klinkið

Guð­mundur Fer­tram gegnir stjórnar­for­mennsku hjá indó

Ritstjórn Innherja skrifar
Guðmundur Fertram Sigurjónsson, forstjóri Kerecis.
Guðmundur Fertram Sigurjónsson, forstjóri Kerecis. Kerecis

Guðmundur Fertra Sigurjónsson, stofnandi og forstjóri Kerecis, varð fyrr á þessu ári stjórnarformaður indó, nýja sparisjóðsins sem mun hefja starfsemi í haust.

Miklar breytingar urðu á stjórninni fyrr á árinu en sparisjóðurinn hafði áður tryggt sér 600 milljóna króna fjármögnun. Aðrir nýir stjórnarmenn eru Gréta María Grétarsdóttir, forstjóri Arctic Adventures, Inga Birna Ragnarsdóttir, markaðsstjóri Wise, Sigþór Sigmarss, framkvæmdastjóri hjá Novator, og Theodór Gíslason, einn af stofnendum netöryggisfyrirtækisins Syndis.

Indó fékk starfsleyfi frá Seðlabanka Íslands um miðjan febrúar og er fyrsti sparisjóðurinn sem fær leyfi hér á landi síðan 1972. Fyrsta millifærslan fór í gegnum kerfi indó og Reiknistofu bankanna á mánudaginn 9. Maí og indó þar með orðinn fullgildur aðili að greiðslukerfi banka á Íslandi.

Þrír stærstu hluthafar indó eru stofnendur sparisjóðsins, þeir Tryggvi Björn Davíðsson og Haukur Skúlason, og fjárfestingafélagið Gnitanes.


Klinkið er vettvangur Innherja þar sem dregin er upp mynd og veitt innsýn í bakherbergi viðskipta, stjórnmála og atvinnulífs á landinu.






×